Tímarit Máls og menningar - 01.11.1967, Síða 84
Siglaugur Brynleifsson
Alfræðihækur
Á síðuslu misserum hefur upphafizt hér-
lendis mikið alfræðibókaprang. Sölumenn
hafa farið á milli manna og boðið alfræði-
bækur ásamt fylgiritum og árbókum með
miklum kostakjörum, að eigin sögn. Sölu-
tækni þessara manna virðist sniðin eftir
aðferðum, sem ekki hafa hingað til þótt til
fyrirmyndar í Evrópu. Slegið er á strengi
hégómagirndar væntanlegs kaupanda, hann
látinn vita það, að útgáfufyrirtækið bjóði
honum áskrift að alfræðiritunum, þar eð
vitað sé, að hann flokkist til þess hóps
manna, sem sé nauðsynlegt að eiga siíkt
rit, vegna menntunar og stöðu í þjóðfélag-
inu. Látið er að því liggja, að öllum sé
ekki boðinn þessi dýrgripur og síðan fylgir,
að nú standi yfir kynningarár viðkomandi
alfræðirits og cftirspurn sé mikil og að
slíkt rit sé aðeins boðið einu sinni. Fómar-
lambið verður því að taka ákvörðun þegar
í stað, og hver vill missa af slíku hnossi?
Auk þess fylgja oft aðalritunum aukarit,
svo sem nokkur bindi úrvals barnabóka,
yfirlitsrit um læknisfræði, steinafræði, við-
skiptafræði og líffræði og auk þess mjög
myndskreytt útgáfa af Biblíunni. Og allt
þetta fær inaðurinn fyrir Htinn hundraðs-
hluta mánaðarlauna, mánaðarlega. Síðan
eru víxlar samþykktir og forgreiðslur hefj-
ast og svo líða vikur, stundum mánuðir,
og þá kemur sendingin. Oft leggja sölu-
menn áherzlu á, að hægt sé að fá bókaskáp
undir ritin, sem kosti sama og ekkert,
skápur þessi er úr mismunandi efni og
flestir kaupa auðvitað dýrasta skápinn,
enda er verðið lágt. Sendingin kemur,
skápnum er stillt upp á áberandi stað og
bókum raðað í hann og allir eru ánægðir.
Mikið magn hefur verið selt af þessum
alfræðirilum, svo inikið að útgefendur eins
ritsins eru ánægðari með árangurinn hér
heldur en í Svíþjóð, og það án þess að
iniðað sé við fólksfjölda.
Þar sem salan er svo mikil hér, að ein
dýrasta alfræðibókin hefur selzt meira hér
á landi en í fjölmennasta og auðugasta ríki
Norðurlanda, hljóta landsmenn að kaupa
þetta rit af öðrum ástæðum en þekkingar-
áhuga, rit þetta er orðið stöðumerki. Það
þykir hæfa að eiga þetta rit, eins og upp-
þvottavél og bifreið, jafnvel Volkswagen.
Og um þetta er ekki að fást. Það er aldrei
skaði að því að eiga góða alfræðiorðabók,
jafnvel þótt hún liggi óhreyfð í skáp sínum
næstu árin. Þótt sölutækni þeirra manna
sé heldur ósmekkleg, sem selja sæmileg
alfræðirit, þá er hitt lakara, þegar þessir
umferðasalar taka að selja ómerkilega vöru
með góðum árangri. En nú er sá tími upp-
runninn.
Saga alfræðirita er jafnlöng sögu ev.
rópskrar menningar. Fyrsta ritið, sem nefna
má alfræðirit, var selt saman af systursyni
Platons og arftaka Speusippos. Hann ætl-
aði þetta rit einkum til stuðnings við
kennslu í Akademíu Platons. Brot þessa
rits hafa varðveitzt. Efnið og stíllinn er
runnið frá lærimeistaranum, svo segja má
að Blaton hafi verið fyrsti alfræðibókar-
höfundurinn. Meðal Rómverja getur al-
fræðirita eftir Varro og Plíníus eldri og um
árið 200 kemur út alfræðirit í Kína og
290