Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Sanngjörn rökræða um sjávarútveginn réttlætanleg „Það segir sig sjálft að nánast ekkert er fjallað um hina hlið veiði- gjaldamálsins frekar en annarra uppþota að undanförnu. Ekkert spáð í hvort það sé eðlilegt að búa þannig um undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar að sum fyrirtæki séu látin greiða meira en nemur öllum hagn- aði í skatta á meðan önnur sleppa mun betur. Ekkert talað um að stór hluti minni útgerðarfyrirtækja séu ekki rekstrarhæf ef útfærslan verð- ur ekki löguð, ekkert talað um að óbreytt kerfi geti kippt efnahagsleg- um stoðum undan bæjum á borð við Seyðisfjörð og Snæfellsbæ, ekk- ert talað um áhrif á atvinnu þúsunda Íslendinga. Það kann að vera að einhverjir telji óásættanlegt að fyrirtæki geti hagnast á sjávarútvegi. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar í stjórnmála- sögunni. En það þarf að minnsta kosti að leyfa öðrum sjónarmiðum að komast að. T.d. þeim sjónarmiðum að sjávarútvegur eigi að skila þjóð- inni hámarks arði, vera fjölbreytilegur og treysta byggð í landinu og að það sé best gert með því að gera það eftirsóknarvert að starfa í grein- inni. Íslenskur sjávarútvegur er umhverfisvænn og var orðinn þjóð- hagslega arðbær ólíkt sjávarútvegi víðast hvar í Evrópu. Réttlætir það ekki að minnsta kosti sanngjarna rökræðu fremur en linnulausan eins leitan áróður og tilraunir til að sverta alla sem starfa í greininni eða setja henni reglur?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skrifar á vefsvæði sitt; sigmundurdavid.is Tekjur ríkissjóðs af sjávarútvegi verði ekki rýrðar „Mesta ósættið á tímabili var þegar verið var að ræða um nýjar tillögur í sambandi við sjávarútveg jafnvel á milli landsvæða þar sem ólíkir hagsmunir voru hjá uppsjávarfisksfyrirtækjunum á Austurlandi og Suðurlandi á móti bolfiskveiðisvæðunum á Snæfellsnesi og Vestfjörð- um. Þar varð t.d. ein af frægustu uppákomunum sem allt logaði út af því að í svokölluðu bótakerfi, eða þar sem menn voru með línuívilnanir og sérstakar fyrirgreiðslur, byggðaúrræði, að menn ákváðu að skipta upp með nýjum hætti þannig að uppsjávarfisksfyrirtækin legðu til þorskígildi inn í þessa potta til jafns við bolfiskinn. Þá varð allt vitlaust á milli landsvæða og hafði það ekkert með flokkspólitík að gera þó að sumir héldu það, enda varð tillaga sem þar komst inn í frumvarp þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála flutt af hv. þingmönnum Gunn- ari Braga Sveinssyni og Einari Kr. Guðfinnssyni og fór hún þangað nánast óbreytt. Háttvirtir þingmenn studdu það einlæglega og hafa gert alla tíð síðan. Ég skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja nú a.m.k. að tekjurnar verði ekki rýrðar í þessari lotu einfaldlega vegna ríkissjóðs og vegna þess að við þurfum að sjá til þess að samfélag okkar gangi vel áfram. Við þurfum að tryggja að við höfum tekjur núna af þessum greinum okkar sem eru burðarásarnir, einmitt vegna geng- isstöðunnar, að þeir skili fyllilega sínu til samneyslunnar. Þess vegna held ég að það sé mjög misráðið að fara í þessa lækkun sem hér er lögð til.“ Guðbjartur Hannesson, alþingismaður, í umræðu á Alþingi um breytingar á veiðileyfagjaldi. U M M Æ L I Sú atvinnugrein sem vaxið hefur hvað hraðast hér á landi síðustu ár er ferðaþjónusta. Um langt skeið hefur hugtakið samdráttur milli ára ekki þekkst - alltaf vöxtur en allra síðustu ár hefur vaxtarhraðinn verið ævin- týri líkastur. Hann hefur birst í mörgum myndum; eflingu í millilandaflugi, nýjum hótelum, fleiri verslunum, fjölgun veitingastaða, ótölulegum fjölda nýrra afþreyingarkosta. Og er þá ekki nema fátt eitt tínt til. Ferðaþjónusta verður í sókn í heiminum í framtíðinni og öll merki eru um að einmitt Ísland sé ofarlega á löngunarlista ferðafólks víða í heimin- um. Í virtum ferðafjölmiðlum er því jafnvel haldið fram að ekkert land sé jafn „heitt“ í eftirspurn og áhuga út um allan heim. Hvar sem við stönd- um á þessum vinsældarlistum þá má fullyrða að ferðafólki komi til með að fjölga enn hérlendis á komandi árum. Vinna þarf út frá þeirri stað- reynd. Spurningin er sú hvar sjávarútvegurinn stendur í þessari þróun. Á að horfa í aðra átt og segja að þróun í ferðaþjónustu komi honum hreinlega ekkert við? Nei, það er ekki svarið. Sjávarútvegi kemur þessi þróun ein- mitt mikið við og hún getur verið honum ógn. En kannski miklu fremur tækifæri. Í fyrsta lagi gefur auga leið að aukin ferðamennska kallar á meiri neyslu matvæla á hér innanlands og af sjálfu leiðir að sjávarfang er þar ekki undanskilið. Okkur er annt um orðspor íslenskra fiskafurða um all- an heim og það fólk sem sækir Ísland heim er einmitt líka líklegt til að vera dyggir neytendur fiskafurða í sínum heimalöndum. Og ef ekki þá er einmitt tækifæri til að kynna þeim þessar frábæru vörur þegar þetta fólk sækir okkur heim. Ferðamenn eru alltaf forvitnir um atvinnuhætti í þeim löndum sem þeir heimsækja og þar á sjávarútvegurinn mikil ónýtt tækifæri. Við segj- um þessu fólki að við byggjum að miklu leyti okkar lífsafkomu á sjávar- útvegi en því miður eru alltof litlir möguleikar á að sýna ferðafólki hvern- ig þessi fullkomna fiskvinnsla gengur fyrir sig hér á landi. Nokkur fyrir- tæki hafa þó stigið skref í þessar áttir með sérstökum sýningum eða „gluggum“ inn í sína vinnslusali en þetta þarf að gerast mun víðar. Góð- ar afurðir eru beintengdar vönduðum vinnubrögðum og tækni í vinnslu. Sýnum gestum okkar einmitt það. Skoðunarsiglingar með ferðafólk eru tækifæri sem nokkrir aðilar hafa nýtt sér og mjög gleðilegt ef t.d. kvótalitlir bátar geta notað sumarið til að afla sér tekna á þann hátt. Það styrkir þeirra rekstur og nýtir atvinnutækin. Hvalaskoðun er mjög vaxandi liður í ferðaþjónustunni og skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur. Hún nýtir aðstöðu hafnanna og skilar þeim tekjum en vissulega eru of tíðir árekstar milli hvalveiða og hvalaskoðunar. Báðir aðilar telja sig hafa rétt umfram hina en finna verður á þessu þann flöt að báðir geti við unað. Þetta er spurning um að bæði nýta og njóta. Höfnunum eru komur skemmtiferðaskipa æ mikilvægari og augljóst að þeim fylgja tekjur sem nýtast til nýframkvæmda og viðhalds á hafnar- mannvirkjunum. Það kemur útgerðarfyrirtækjunum sannarlega til góða. Svona væri lengi hægt að telja enn. Á hinn bóginn þarf að hafa vak- andi auga fyrir t.d. þáttum eins og skipulagsmálum. Þess þarf að gæta að með nýframkvæmdum í ferðaþjónustu séu ekki takmarkaðir mögu- leikar eða þrengt um of að starfsemi sjávarútvegsins. Án efa er eftir- sóknarvert fyrir ferðamanninn að dvelja á hóteli nálægt hafnarsvæðum eða slippaðstöðu en það er ekki víst að svo mikil nálægð geti gengið upp. En ef horft er yfir sviðið í heild sinni fær sjávarútvegur fleiri tækifæri með vaxandi ferðaþjónustu. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Sjávarútvegur og ferðaþjónusta HAFNARFJARÐARHÖFN tengir flutninga um allan heim

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.