Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 20
20 Oddi hf. á Patreksfirði er fyrst og fremst framleiðandi á frystum, ferskum og söltuðum afurðum og svo í útgerð en rekur ekki sérstakt sölufyrir- tæki vegna þeirra afurða sem fyrirtækið framleiðir. Sölu- starfið er í höndum umboðs- manna á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda, segir að fyrirtækið hafi í upphafi verið stofnað og hafið rekstur sem saltfiskverkun en í dag er hún um þriðjungur alls þess sem Oddi framleiðir. Hjá Odda vinna um 75 manns, bæði í landi og á sjó og svo eru um 15 manns hjá útgerðunum sem tengjast Odda. Fyrirtækið er því langstærsti atvinnurek- andinn á staðnum. „Við fylgjum sveiflum á markaði og reynum að fram- leiða eins mikið af ferskum afurðum og við getum en annar hluti fer þá í frystingu, þ.e. hefðbundnar frystiafurð- ir. Við erum aðallega að vinna þorsk, ýsu og steinbít. Framleidd eru um 250 tonn af frystum afurðum úr þorski á ársgrundvelli. Stærstur hluti þorskframleiðslunnar fer á markað á Spáni, í svokölluð léttsöltuð flök og til Banda- ríkjanna þangað sem við selj- um roðlaus og beinlaus flök og flakabita. Blokkarafurðir fara að mestu til Bretlands. Ýsuframleiðsla fer ört vax- andi hjá fyrirtækinu en megn- ið fer í frost og á Bandaríkja- markað,“ segir Sigurður Viggósson. Steinbítsvinnslan minni en áður Suðurhluti Vestfjarða er nærri þekktum steinbítsmið- um. Er meira unnið af stein- bít hjá ykkur en almennt ger- ist hjá útgerðar- og fiskverk- unarfyrirtækjum hérlendis? „Þannig var það áður fyrr og þá vorum við stærstir á landinu í steinbítsframleiðslu en ekki síðustu tvö til þrjú ár- in. Áður vorum við að taka yfir 1.000 tonn af steinbít til vinnslu á ári en ástæða þess að úr þessari framleiðslu hef- ur dregið er að kvótinn hefur minnkað umtalsvert og eins er markaðurinn ekki jafn spennandi og hann var hér fyrr á árum. Afurðaverðið hefur lækkað umtalsvert, eins og reyndar á fleiri tegundum. Við höfum aðallega verið að selja steinbít á markaði í Frakklandi og Þýskalandi og að hluta til selt til Bandaríkj- anna. Ég tel að kaupgeta fólks, ekki síst í Evrópu, sé minni en hún var hér fyrir nokkrum árum. Steinbítur er að vísu dýr matur á markaði erlendis en einnig ber að gæta þess að nýting á honum er mun lakari en á þorski og ýsu. En fyrirtækið er þekkt á mörkuðum hér heima og er- lendis fyrir gæðaframleiðslu og góða vöru og það er okk- ur auðvitað mikill stuðning- ur.“ F I S K V I N N S L A Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri ODDA á Patreksfirði „Framtíðin er í ferskum fiski“ Núpur BA-69, eitt skipa Odda hf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.