Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 23
23 F I S K V I N N S L A „Við erum kannski ekki að byrja á besta tímanum, en höfum bjartsýnina engu að síður að leiðarljósi og teljum að þetta muni ganga,“ segir Guðmundur Garðarsson einn eigenda nýrrar fiskvinnslu í Ólafsfirði, en hún heitir Knoll- ur ehf. Félagar hans í rekstr- inum eru þeir Árni Helgason og Óli Hjálmar Ingólfsson. Knollur er til húsa við Múlaveg 7 í Ólafsfirði, rúm- lega 700 fermetra húsnæði sem félagið keypti undir reksturinn. Efri hæð hússins leiga þeir út og þar fer einnig fram vinnsla á matvælum. Húsið var áður í eigu fjöl- skyldu Guðmundar en hún rak um langt árabil fyrirtækið Garðar Guðmundsson hf. Guðmundur þekkir vel til í sjávarútvegi, var lengi skip- stjóri á móti mági sínum á bátnum Guðmundi Ólafi ÓF 91 sem fjölskylda hans gerði út frá Ólafsfirði. Árni Helga- son hefur lengi starfað sem verktaki en Óli Hjálmar starf- aði áður hjá Ólafsfjarðarbæ, m.a. sem umsjónarmaður skíðasvæðis og knattspyrnu- valla bæjarins. Saman í búskap Leiðir félaganna þriggja sem nú hafa stofnað nýtt sjávarút- vegsfyrirtæki í Ólafsfirði liggja þó saman í gegnum landbún- að. Þeir eiga í sameiningu ásamt fleirum um 50 kindur og eru með fjárhús á Kleifun- um. „Við höfum lengi verið saman í tómstundabúskap og haft gaman af. Eitt leiddi svo af öðru og við ákváðum að reyna fyrir okkur með þessa fiskvinnslu og ég hef fulla trú á að hún muni ganga ágæt- lega,“ segir Guðmundur. Hjá Knolli er flakaður fisk- ur, einkum þorskur og ýsa og eru afurðir seldar ferskar á markaði í Frakklandi. Varan er send frá Ólafsfirði til Seyð- isfjarðar þar sem hún er flutt með Norrænu til Danmerkur og ekið þaðan á markað í Frakklandi. „Fiskurinn er kominn á markað á mánu- dagsmorgni, flutningurinn hefur bara gengið vel,“ segir Guðmundur. Nægt hráefni til vinnslunnar Árni á hlut í bát, sá heitir Skjöldur og rær frá Ólafsfirði og landar hann hráefni til vinnslu hjá Knolli. Þá segir Guðmundur að félagið eigi einnig í viðskiptum við nokkra strandveiðibáta. Skjöldur er á línu en afla- brögð hafa ekki verið alltof góð undanfarið segir Guð- mundur, en telur að úr muni rætast. Strandveiðibátarnir hafa komið að landi með há- marks dagsafla, 650 kíló eftir daginn og er það góð viðbót. „Við höfum hingað til ekki haft nægt hráefni til vinnsl- unnar til að halda fullum dampi sem var í sjálfu sér ágætt meðan við erum að komast inn í hlutina, en það mun lagast með tilkomu strandveiðibátanna,“ segir hann. Flökin eru skorin í bita, hnakkastykki, millibita, styrtlu og þunnildi. Guðmundur seg- ir að vel gangi að selja afurðir á markaði ytra, en vissulega mætti verðið vera hærra. „Fiskverð er mjög lágt um þessar mundir, en sagan sýnir að það potast alltaf aðeins upp þegar líður á sumarið. Við vonum að sú verði einnig raunin nú,“ segir hann. Fisk- urinn hefur hlotið afbragðs- dóma hjá kaupendum og allt selst sem sent er á markað. Verðið mun hækka Guðmundur segir að fiskur- inn sé allur nýttur, engu hent. Þunnildi eru send til Ektafisks á Hauganesi, hausar, afskurð- ur og dálkar til fyrirtækins Norlandia í Ólafsfirði sem er fiskþurrkun, lifrin fer á Akra- nes og slóg er sent á Sauðár- krók þar sem það nýtist í dýrafóður. Starfsemi fyrirtækisins hófst í febrúar síðastliðnum og segir Guðmundur að vissulega hefji þeir félagar reksturinn á erfiðum tímum þegar fiskverð er í lágmarki. „En það þýðir ekki annað en vera bjartsýnn, við eigum ekki von á öðru en verð fari hækkandi þegar fram líða stundir. Varan líkar ljómandi vel og við erum ánægðir með það. Það blæs okkur bara baráttuanda í brjóst að byrja þegar á móti blæs,“ segir Guðmundur. Knollur, nýtt sjávarútvegsfyrirtæki í Ólafsfirði Flök seld á markað í Frakklandi Bjartsýnir eigendur fiskvinnslunnar Knolls í Ólafsfirði í vinnslusalnum. Frá vinstri: Árni Helgason, Guðmundur Garðarsson og Óli Hjálmar Ingólfsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.