Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 9
9 F I S K V E I Ð A R neyti Danmerkur, var á ferð á Íslandi fyrir skömmu og hélt m.a. erindi á vel sóttum há- degisfundi á vegum Alþjóða- stofnunar Háskóla Íslands. Í fyrirspurnum í kjölfar erindis- ins sagði hann að grundvall- armarkmið sjávarútvegsstefnu Íslands og Evrópusambands- ins væru þau sömu þó svo árangurinn væri mismunandi. Meðal annars af þeim sökum væri Evrópusambandið að færa sína stefnu meira í þá átt sem einkenndi íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið. Hvar endanleg ákvörðun væri tek- in skipti í hans huga ekki höfuðmáli, heldur hitt að stuðlað yrði að sjálfbærum veiðum. Poulsen er þrautreyndur þegar kemur að málefnum sjávarútvegsins og kom að mótun fyrstu útfærslu fisk- veiðistefnu ESB sem tók gildi 1983. Hann hefur einnig komið að öllum þeim endur- skoðunum sem framkvæmdar hafa verið á stefnunni; fyrst 1992, þá 2002 og loks nú síð- ast 2012 en Danir voru þá í forystuhlutverki innan ESB. Bann við brottkasti í áföngum Bann við brottkasti á fiski verður innleitt í áföngum eftir svæðum á næstu árum. Bann- ið tekur gildi á sumum veiði- svæðum þann 1. janúar nk. en frá og með 1. janúar 2017 á þeim síðustu. Nú stendur yfir samvinnuverkefni ESB og Norðmanna á Kattegat. Kom- ið hefur verið fyrir eftirlits- myndavélum um borð í þeim skipum sem taka þátt í verk- efninu til þess að geta m.a. séð samsetningu aflans sem um borð kemur og að sjálf- sögðu til að tryggja að engum nýtilegum afla sé kastað fyrir borð. Vafasamt verður að telja að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir í fiskiskipum inn- an ESB til framtíðar en eftirlit verður hert mjög eftir að breytingarnar taka gildi. „Evr- ópusambandið hefur ýmsar leiðir til þess að refsa þeim þjóðum sem ekki framfylgja stefnunni sem sett er. Það er klárlega hagur allra sjómanna að fara að reglunum og virða bann við brottkasti. Þannig náum við að efla fiskistofn- ana sem aftur hefur í för með sér að við getum aukið veiði- heimildir,“ sagði Poulsen m.a. í fyrirlestri sínum. Aukin valddreifing bót eða böl? Fiskveiðistefna ESB hefur á engan hátt náð að stöðva stöðuga hnignun fiskistofna í hafinu þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun hennar. Brott- kastið hefur almennt verið álitið helsti galli stefnunnar en sú skoðun hefur sömu- leiðis oftlega verið viðruð að einstök aðildarríki fari frjáls- lega með útfærslu þeirra reglna sem settar eru í heild- arstefnunni. Með öðrum orð- um: ESB setur reglur en ríkin framfylgja þeim hvert eftir sínu höfði. Þótt í hinni endurskoðuðu fiskveiðistefnu verði nú lögð áhersla á meiri valddreifingu, þ.e. að ákvarðanir séu í auknum mæli á ábyrgð svo- kallaðra svæðastjórna (Regio- nal Advisory Council) er ljóst að endanlegt vald verður áfram í höndum yfirstjórnar ESB. „Það er ljóst í mínum huga að áfram verður yfir- þjóðleg lagasetning innan Evrópusambandsins en við erum líka orðin meðvitaðri um að ógerningur er að meitla hvert smáatriði í stein í reglugerðum fyrir 28 mis- munandi lönd innan sam- bandsins,“ sagði Ole Poulsen. Hann var m.a. spurður út í sérstakar undanþágur fyrir Ís- land ef til aðildar kæmi en sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu með öðrum þætti en þarna hefði verið gert. Íslendingar frumkvöðlar Poulsen lauk lofsorði á fisk- veiðistjórn Íslendinga og sagði þá hafa verið frum- kvöðla á heimsvísu þegar kom að útfærslu landhelginn- ar. Þegar Íslendingar hafi staðið í stappi við stórþjóðir til að verja fiskimið sín hafi útfærslan þótt forgengileg en allar fiskveiðiþjóðir heims hafi svo fylgt í kjölfarið. Hann sagði mikilvægt að móta heildstæða stefnu fyrir alla nytjastofna en ekki aðeins hvern og einn einstakan stofn enda skarist veiðarnar gjarn- an. Hann sagði stefnt að því að hafa náð mörkum sjálf- bærrar nýtingar (Maximum Sustainability Yield) árið 2015 og ekki síðar en árið 2020. „Það er ljóst í mínum huga að áfram verður yfirþjóðleg lagasetning innan Evrópusambandsins en við erum líka orðin meðvit- aðri um að ógerningur er að meitla hvert smáatriði í stein í reglugerðum fyrir 28 mismunandi lönd innan sambandsins,“ sagði Ole um endurskoðaða sjávarútvegsstefnu ESB ríkjanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.