Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 25
25 F I S K M A R K A Ð I R Reiknistofa fiskmarkaðanna er þjónustufyrirtæki við fisk- markaðina og sér um uppboð og innheimtu fyrir þá. Reikni- stofan er því með yfirlit yfir söluna á mörkuðunum í gegn- um tíðina og þess vegna með „puttann á púlsinum“ alla daga. Eyjólfur Þór Guðlaugs- son hjá Reiknistofunni segir verð hafa lækkað verulega á þessu ári miðað við árið í fyrra en magnið sem fari í gegnum markaðina sé hins vegar meira. Reiknistofa fiskmarkað- anna er til húsa í Reykja- nesbæ og þangað streyma tölur frá öllum fiskmörkuð- um. Reiknistofan er með mið- lægt tölvukerfi sem skráir all- an aflann inn og Reiknistofan býður allan aflann upp frá öllum mörkuðum í einu. Ein- stakir markaðir geta síðan nálgast allar upplýsingar í gegnum tölvukerfi Reiknistof- unnar sem sendir út reikn- inga til kaupenda og sér um innheimtu á þeim. Þó er mis- jafnt hver þjónustan er við einstaka markaði. Nokkrir af stærri fiskmörkuðunum sjá þó sjálfir um að senda út reikninga og þjónusta sína seljendur. Verð lækkað meðaltali um 13,5% Reiknistofan er í eigu þriggja stærstu fiskmarkaðanna, þ.e. Fiskmarkaðar Íslands, Fisk- markaðs Suðurnesja og Fisk- markaðs Vestmannaeyja. „Þetta er bara nákvæmlega eins og komið hefur fram, að verð hefur lækkað á fisk- mörkuðunum í beinu fram- haldi af lækkun á afurðaverði á erlendum mörkuðum,“ seg- ir Eyjólfur. Hann segir að það verð sem hefur verið á mörkuðum undanfarið virðist þó vera nokkuð stöðugt og kveðst ekki sjá nein teikn á lofti um stórar breytingar frá því. Fimm fyrstu mánuðina á þessu ári hefur meðalverð, þegar allar tegundir eru tekn- ar saman, lækkað um 13,5% miðað við sama tímabil 2012. Þetta sýni þó ekki fullkomna mynd af stöðunni því sam- setningin á aflanum getur verið breytileg. En þetta er þó góð vísbending um þróun á fiskverði það sem af er þessu ári. Í apríl 2012 var meðalverð á þorski tæpar 316 krónur en í apríl á þessu ári tæpar 235 krónur. Hins vegar hefur verð á ýsu hækkað. Í maí var meðalverð t.a.m. 349 krónur en 329 krónur í fyrra. Á með- fylgjandi töflum má sjá þró- unin eins og hún hefur verið undanfarin ár á fiskmörkuð- unum. Ýsan er eftirsótt á fiskmörkuðunum, enda þröngt um kvóta hjá mörgum útgerðum. Þetta endurspeglast vel í hækkandi verði á ýsu. Hér sést þróun á tímabilinu janúar-maí síðustu þrjú ár, þ.e. á öllum tegund- um, þorski, ýsu og ufsa. Janúar - maí 2011 284,51 2012 283,29 2013 245,05 Janúar - maí 2011 340,99 2012 326,69 2013 259,21 Janúar - maí 2011 278,61 2012 298,40 2013 316,88 Janúar - maí 2011 199,34 2012 215,14 2013 175,75 Allt Þorskur Ýsa Ufsi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.