Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 28
28 H A F N I R Steinþór Pétursson, fram- kvæmdastjóri Fjarðabyggðar- hafna, segir stöðu haf- narsjóðs sterka og stefnt er á talsverðar framkvæmdir á næstu árum. Undir Fjarðabyg- gðarhafnir falla einar sjö haf- nir á Austurlandi. Steinþór segir mikið um að vera og verkefnin vítt og breitt á höfnum Fjardabyggd- ar. Undanfarin ár hefur verið gert mikið átak í tengslum við endurnýjun á bryggjum í smábátahöfnunum á Norð- firði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Skipt hefur verið út lúnum timburflotbryggjum fyrir steyptar einingar en verkinu er ekki alveg lokið á Norð- firði. Þar er einnig að hefjast stórt verkefni við stækkun Norðfjarðarhafnar. „Þetta er verkefni sem að meginhluta til klárast haustið 2014. Um er að ræða tilfærslu á varnargörðum og stækkun athafnarýmis innan hafnarinn- ar og gerð nýrrar smábáta- hafnar sem var áður inni á hafnarsvæðinu,“ segir Stein- þór. Kostnaðaráætlunin verks- ins losar um 500 milljónir króna. „Við höfum dálítið haldið aftur af okkur síðastliðin ár. Við gerum því ráð fyrir því að fjármagna þessa fram- kvæmd á þremur árum með rekstrartekjum og án þess að fara út í lántökur.“ Álvershöfnin helmingur af rekstrartekjunum Fjarðabyggðarhafnir eru með stærri hafnarsjóðum landsins og rekstrartekjurnar hafa verið á bilinu 700-800 milljónir króna á ári. Þar skiptir að sjálfsögðu miklu rekstur álvershafnarinnar á Reyðarfirði. Á síðasta ári voru tekjurnar um 760 milljónir króna. „Það fara samtals í gegn- um hafnirnar upp undir 25% af heildarkvóta landsmanna í tonnum talið. Þar munar að sjálfsögðu mikið um uppsjáv- arfiskinn. Álvershöfnin veltir miklu í vörugjöldum og margar skipakomur eru í tengslum við álverið.“ Gróft áætlað skilar höfnin á Reyðarfirði um helmingi af öllum rekstrartekjum Fjarða- byggðarhafna. Steinþór segir að þótt höfnin skili miklum tekjum sé allt mjög stórt í sniðum þegar kemur að við- haldsframkvæmdum þar. Þannig nam kostnaður við endurnýjun á malbiki gáma- svæðis upp undir 50 milljón- um króna á síðasta ári. „Það er mikið álag á svæð- inu þarna vegna þungaum- ferðar þannig að rekstrar- kostnaðurinn er mikill,“ segir Steinþór. Fjarðabyggðarhafnir hófu að markaðssetja sig gagnvart skemmtiferðaskipum árið 2008 og árangurinn er að koma í ljós um þessar mund- ir. „Við fáum tvö skip núna í sumar til Eskifjarðar en á næsta ári eru skráð átta skip. Þetta fer því hægt en örugg- lega af stað.“ www.isfell.is Handfæravörur Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar: Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar, sigurnaglar, sökkur og statíf Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Fjórðungi heildaraflans landað í Fjarðabyggð Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri segir Fjarðabyggðarhafnir eina af fáum sjálfbærum höfnum sem njóti ekki ríkisframlaga og stendur hún sjálf undir endur- bótum og nýbyggingum með rekstrartekjum sínum. Miklar framkvæmdir eru hafnar við Norðfjarðarhöfn sem kosta munu um hálfan milljarð króna. Þeim lýkur á næsta ári. Mynd: Guðlaugur B. Birgisson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.