Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 18
18 Nýr hvalaskoðunarbátur, Am- bassador, kom til heimahafn- ar á Akureyri fyrir skömmu en hann verður gerður út í hvala- skoðunarferðir á Eyjafirði í sumar og siglir frá Torfunefs- bryggju. Báturinn er í eigu samnefnds fyrirtækis, en að því standa nokkrir einstak- lingar og er Bjarni Bjarnason hinn kunni skipstjóri Súlunnar stjórnarformaður í félaginu. Framkvæmdastjórn félagsins er í höndum Magnúsar Guð- jónssonar og Vignis Sigur- sveinssonar sem jafnframt eru skipstjórar á bátnum. Magnús segir að ferða- langar geti víða farið í hvala- skoðunarferðir á norðan- verðu landinu. Í Eyjafirði er slík þjónusta í boði m.a. á Hauganesi, Dalvík og Ólafs- firði, „en þjónustu af þessu tagi hefur alveg vantað í höf- uðstað Norðurlands, Akureyri og við hyggjumst bæta úr því,“ segir hann. „Þetta er nýjung í ferðaþjónustu í bæn- um og erum þess fullviss að henni verður vel tekið.“ Fyrrverandi lögreglubátur og einkaskemmtiferðaskip Ambassador er glæsilegur bátur, 28,5 metra langur og gengur á 22 hnútum. Hann tekur um 100 manns í ferð. „Báturinn var á sínum tíma smíðaður í Þýskalandi og var lengi gerður út þar í landi sem lögreglubátur. Síðar komast kann í einkaeigu, var lystilega gerður upp árið 1998 sem einkaskemmtiferða- skip en var afskaplega lítið notaður. Við hlökkum til að bjóða upp á siglingar um Eyjafjörð á þessu glæsilega skipi,“ segir Magnús. Magnús segir að rekstur bátsins skapi á milli 10 til 15 heilsársstörf þannig að um kærkomna viðbót við at- vinnulíf bæjarins sé að ræða auk þess sem reksturinn muni auka enn á fjölbreytni í þeirri afþreyingu sem ferða- fólki standi til boða í bænum. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Akureyri heim á hverju sumri og er gert ráð fyrir að allt að 200 þúsund erlendir gestir muni spóka sig á götum bæj- arins á sumarmánuðunum. Miðnætursiglingar Ambassador leggst að Torf- unefsbryggju, fast við miðbæ Akureyrar og er því fyrir aug- Enn fleiri gera út á hvala- skoðun H V A L A S K O Ð U N Fyrrum lögreglubáturinn Ambassador siglir nú með ferðamenn um Eyjafjörð þar sem hvalir gleðja augu þeirra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.