Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 29
29 Talsverðar framkvæmdir hafa verið undanfarið ár í Grinda- víkurhöfn. Þær hafa einkum falist í dýpkun innan hafnar og í innsiglingarrennunni. Einnig hefur athafnasvæði verið stækkað innan bryggj- unnar. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er ná- lægt 180 milljónir króna. Sigurður Arnar Krist- mundsson hafnarstjóri segir að framkvæmdafasinn sé yfir- staðinn í bili en þörfin fyrir frekari framkvæmdir sé engu að síður mikil. „Við þurfum í raun og veru að byggja upp eina bryggju, Miðgarðinn sem er um 260 metra langur kantur. Hann er kominn til ára sinna og þjónar ekki hlutverki sínu mikið lengur. Það eru komin stór göt í þilin og þekjan far- in að síga. Við bönnum þungaumferð eftir kantinum en skip geta ennþá legið þarna og kanturinn er lyftara- fær. En það er orðið aðkall- andi verkefni en endurbyggja bryggjuna,“ segir Sigurður Arnar. Á vissum hluta er lítið dýpi við kantinn og þarf því einnig að fara út í dýpkunar- aðgerðir. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 600 milljónir króna. Þetta er mikill kostnaður þegar litið er til þess að heildartekjur hafn- arinnar eru um 175 milljónir króna á ári. Sigurður Arnar segir súrt í broti ef kostnað við fram- kvæmdina þurfi að greiða af skattfé landsmanna. Nær væri að veiðigjöldin stæðu undir slíkum framkvæmdum en að þau færu inn í hítina. Svipuð staða er uppi í Sandgerði þar sem kantur sem er viðhalds- þurfi liggur undir enn frekari skemmdum og lítið fé til framkvæmda. Sigurður Arnar segir að á vetrarvertíðum sé mikil umferð um höfnina og einkar slæmt sé að geta ekki nýtt þessa kanta til fullnustu við slíkar aðstæður. Fleiri landanir en í fyrra „Við viljum helst að það sé stutt í alla þjónustu í höfninni sem styttar þá um leið allan afgreiðslutíma gagnvart skip- unum.“ Sigurður Arnar segir að í vetur og vor hafi umsvifin þó aðeins aukist í höfninni. Ástæðan fyrir þessu sé helst sú að eftir að kvóti hafi verið aukinn hafi skipstjórnarmenn ekki alltaf tíma til að sigla til sinna heimahafna og fari bara stystu leið. Þetta gerðu menn hjá Þorbirni einnig síðastliðið haust þegar skip útgerðarinn- ar voru að veiðum fyrir aust- an. Skipin fóru í næstu höfn í stað þess að sigla alla leið til Grindavíkur. Fyrstu þrjá mán- uði ársins 2013 voru landanir í Grindavík 15,7% fleiri en miðað við sama tíma 2012. Sigurður Arnar segir að síðastliðinn vetur hafi hags- munaaðilar, þjónustuaðilar og útgerðir í Grindavík sest nið- ur og borið saman bækur sín- ar. Eitt meginmálið sem bar á góma var sú staðreynd að þrátt fyrir umsvifin í löndun- um í Grindavíkurhöfn hefur þar ekki verið löndunarþjón- usta í marga áratugi. Útgerð- irnar á staðnum hafa einfald- lega sjálfar séð um landanir fyrir sína báta. Niðurstaðan varð sú að nú ætla útgerðirn- ar að opnað fyrir þessa þjón- ustu fyrir óskylda aðila. Með þessu hefur umferðin lítillega aukist. Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri segir mikla þörf fyrir frekari framkvæmdum. Nær væri að veiðigjöldin renni til uppbyggingar hafnanna Frá löndun í Grindavíkurhöfn. H A F N I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.