Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.2013, Blaðsíða 21
21 Aukin ferskfiskframleiðsla Framleiðsla ferskra afurða hefur aukist talsvert hjá Odda. Samgöngur við Pat- reksfjörð hjóta að vera viss hemill á það hversu mikið er hægt að framleiða og koma því örugglega á markað. Afar slakt vegakerfi allt suður í Dali tengir Patreksfjörð við höfuðborgarsvæðið. Hafið þið fundið einhver lausn á þess- um vanda? „Ferskfiskframleiðslan er að nálgast 70% af heildar- framleiðslunni hjá okkur og það kallar á að við sendum daglega frá okkur fisk. Fram- tíðin liggur í ferskum fiski. Það hefur gengið ágætlega að koma afurðunum á markað þrátt fyrir að við séum í afar afar slæmu vegasambandi. Breiðafjarðarferjan Baldur siglir daglega svo við náum að senda fisk til Keflavíkur- flugvallar en hluti ferskfisk- framleiðslunnar fer raunar í skip í Reykjavíkurhöfn. En samkeppnisstaða okkar er verri þar sem við höfum að- eins eina ferð á dag. Okkar lán er að báturinn hefur gengið nánast alla daga í vet- ur en gallinn er sá að við þurfum að binda okkur við þann tíma sem báturinn er á Brjánslæk. Við notum bátinn líka yfir sumartímann, ekki síður til að fá hráefni til okk- ar til vinnslu sem við kaupum annars staðar frá. Innan við 10% af því hrá- efni sem fáum til vinnslu er aðkeypt, enda er nánast úti- lokað að fá fisk að vegna kostnaðar. Við kaupum því ekki hráefni á mörkuðum nema við séum tilneyddir af einhverjum ástæðum, t.d. til að standa við sölusamninga.“ Um 80% hráefnis af eigin skipum Oddi hf. vinnur úr rúmlega 3600 tonnum af hráefni á árs- grundvelli sem skiptist í um 2300 tonn af þorski, 500 tonn af steinbít og 700 tonn af ýsu. Rúmlega 80% af því hráefni sem Oddi hf. vinnur úr kem- ur frá eigin skipum, Núpi BA- 69 og Brimnesi BA- 800 sem er línubátur og er að landa milli 600 og 800 tonnum á ári. Svo er Oddi í beinum viðskiptum við tvo báta, ann- ars vegar Vestra BA-63, sem er 250 tonna bátur. Hann er er oft á snurvoð og er mikil- vægur hlekkur í hráefnisöflun Odda hf. og má gera ráð fyrir að hann leggi upp allt að 1.500 tonnum á ári. Einnig á Oddi hlut í 15 tonna plastbát sem leggur upp sínum afla hjá fyrirtækinu en þar að auki kaupir Oddi talsvert af fiski af útgerðum á Patreksfirði. Er mikið um smábátaút- gerð á Patreksfirði, eru marg- ir á sjó vegna strandveið- anna? „Það eru nokkrir bátar á strandveiðum,“ segir Sigurð- ur. „Við höfum verið að kaupa þann afla á markaði eða í beinum viðskiptum við þá. Þeir eru ekki sjálfir að verka aflann, það er engin fiskverkun hér á Patreksfirði nema Oddi, ef undanskilin er lítilsháttar harðfiskverkun. Á Patreksfirði er slátrað Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda. F I S K V I N N S L A „Við vorum stærstir á landinu í steinbítsframleiðslu en ekki síðstu tvö til þrjú árin. Áður vorum við að taka yfir 1.000 tonn af steinbít til vinnslu á ári en ástæða þess að úr þessari framleiðslu hefur dregið er að kvótinn hefur minnkað umtalsvert og eins er markaðurinn ekki eins spennandi og hann var hér fyrr á árum. Aurðaverðið hefur lækkað umtalsvert.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.