Ægir - 01.07.2013, Page 11
11
F I S K E L D I
Við tökum á
móti netum
Hafðu samband og fáðu
nánari upplýsingar!
Sími 559 2200
www.efnamottakan.is
Efnamóttakan tekur við
veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e:
• netaafskurði
• hlutum úr f lottrolli
• nótaefni
Fáðu hjá okkur sérsniðna poka
undir netaafskurðinn.
skipti að sem hæst verð fáist
fyrir það sem er framleitt
fremur en að leggja ofurkapp
á magn. Vert er að hafa það í
huga þar sem útlit er fyrir að
umfang fiskeldis á Vestfjörð-
um nái fyrr en seinna að
jafna umfang veiða Vestfirð-
inga á villtum fiski. „Með því
að leggja fram fjármuni til að
sinna rannsóknar- og þróun-
arstarfi, má vinna markvisst
að því að aðlaga fiskeldi ís-
lenskum aðstæðum sem eru
ekki í einu og öllu sambæri-
legar við eldisaðstæður sam-
keppnislanda okkar.“
Rannsóknir og þróun
lykilatriði
„Menn leita stöðugt betri
lausna og velta við steinum,
stórum og smáum, innan-
lands sem utan til að auka,
bæta og vanda fiskeldi. Við
höfum mýmörg dæmi um
rannsóknar- og þróunarvinnu
sem hefur t.a.m. birst sem
niðurstöður í Matísskýrslum
jafnt sem ritrýndum fræði-
greinum. Niðurstöðurnar eru
hagnýttar við kennslu í fisk-
eldi hjá Hólaskóla og hafa
verið innleiddar í starf Haf-
rannsóknarstofnunarinnar.
Niðurstöður slíkra rannsókna
hafa þó ekki síst komið fisk-
eldisfyrirtækjum til góða og
orðið til hagræðingar og virð-
isaukningar í starfsemi
þeirra,“ segir Arnljótur Bjarki
og bendir á að nýleg dæmi
um vinnu af þessum toga
megi t.a.m. finna í sértækri
ábendingu um hvar þörf sé á
frekari rannsóknum hvað
varðar fitusýrusamsetningu
fóðurs fyrir feitari fiska. Þá
megi einnig benda á grein-
ingu SINTEF og fleiri á
mögulegri þróun norræns
fiskeldis til ársins 2030.
Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís. „Hvort sem sjónum er beint að
fæðuöryggi á norðurslóðum eða öryggi þeirra matvæla sem framleidd eru hér og
seld víða um heim er augljóst að íslenskt fiskeldi verður að vaxa.“