Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 10
10 F I S K E L D I Vöxtur fiskeldis á Íslandi hefur verið hægari en ætla mætti, þ.e. vilji Íslendingar gegna sama hlutverki við matvæla- framleiðslu úr fiskmeti og þeir hafa gert hingað til. Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri Vinnslu, virðisaukningar og eldis hjá Matís telur að frekari rannsóknir og þróunarvinnu þurfi til að efla fiskeldi hér- lendis. Samkvæmt spám síð- ustu ára mun eftirspurn eftir fiskmeti og sjávarfangi aukast umtalsvert en ljóst þykir að veiðar á villtum fiski muni ekki anna þeirri eftirspurn ef fram fer sem horfir. Því eru vonir bundnar við fiskeldi og að eldisfiskur muni mæta auk- inni eftirspurn. 2% af heimsaflanum en 0,01% í eldisfiski „Fiskeldi hefur vaxið hratt á heimsvísu, en sami gangur hefur ekki verið í íslensku fiskeldi,“ segir Arnljótur Bjarki. Hann segir Íslendinga hafa aflað upp undir 2% af heimsafla fisks, en Íslending- ar ali eingöngu um 0,01% af heildar fiskeldisframleiðslu heimsins. „Vilji Íslendingar gegna sama hlutverki við matvæla- framleiðslu úr fiskmeti hér eftir sem hingað til er ljóst að mikið verk er fyrir höndum,“ segir Arnljótur og bætir við að Íslendingar hafi gert sér vonir um mun öflugra fisk- eldi hér á landi en reyndin hefur orðið. „Hvort sem sjónum er beint að fæðuöryggi á norð- urslóðum eða öryggi þeirra matvæla sem framleidd eru hér og seld víða um heim er augljóst að íslenskt fiskeldi verður að vaxa. Því verður að vanda til verka við rannsókn- ir í þágu fiskeldis og við þró- un þess hér á landi. Bleikja sem hefur fram að þessu bor- ið uppi fiskeldi á Íslandi er smátegund í hnattrænu sam- hengi,“ segir Arnljótur. Lengi býr að fyrstu gerð Arnljótur segir að við upp- byggingu á eldi sé að mörgu að hyggja og mikilvægt að beita vönduðum faglegum vinnubrögðum á öllum stig- um eldisferla. „Margir þættir, þar á meðal hreysti fiska, er háð arfgerð þeirra. Vísbend- ingar eru um að þróun á fyrstu stigum eldis geti skilað ávinningi á síðari stigum og því þarf að huga vel að fyrstu gerð í eldinu þar sem gjörvi- leiki fiska getur komið í ljós snemma á lífsleiðinni. Til að hámarka arðsemi fiskeldis þarf að vanda atlæti fiskanna og huga að hagkvæmni, einkum við fóðurgerð og fóðrun.“ Veldisvöxtur ekki sjálfgefinn „Sú var tíðin að spár um fisk- eldi í framtíðinni virtust byggja á veldisvexti en nú eru spár Landsambands fisk- eldisstöðva grundvallaðar á varfærnara mati þ.e. spá, háspá og lágspá. Þó Íslend- ingar ætli sér ekki að tvö- hundruðfalda fiskeldisfram- leiðslu fram til 2030 er ljóst að tækifæri eru til aukins eld- is á Íslandi. Eldi á framandi tegundum kann að reynast tekjumyndandi fyrir samfé- lagið, einkum þar sem aldar tegundir gefa af sér afurðir sem seljast við hátt verð s.s. sæeyra eða Senegalflúra. Eins getur gæðalax skapað gjald- eyri. Þó okkar sigur vinnist varla á magni geta gæði skil- að verðmætum. Innkoma nýrra aðila í íslenskt fiskeldi, á borð við Fjarðarlax, Arnar- lax og Stolt Sea Farm, gefur fyrirheit um að Íslendingar geti haslað sér völl í eldi fiska sem seljast á vel borgandi mörkuðum.“ Að mati Arnljóts verða nýir og stórir sigrar vart unnir í fiskeldi nema með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi. Hið sama gildi hvorttveggja um eldi og veiðar að meiru Eldi á þorski hefur verið reynt hér á landi síðustu ár og gæti átt eftir að verða umfangsmeira í framtíðinni. Ölum við fiska á diska framtíðarinnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.