Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2013, Side 26

Ægir - 01.07.2013, Side 26
26 Kvótinn 2013-2014 Nýtt fiskveiðiár hófst þann 1. september síðastliðinn og hefur Fiskistofa úthlutað fiskveiðiheimildum ársins sem nemur 381.431 tonnum í þorskígildum talið. Um talsverða aukningu er að ræða frá upphafsúthlutun fyrir réttu ári en hún var 348.553 en Fiskistofa bendir á að þar komi tvennt til. Annars vegar breytingar á þorskígildisstuðlum, einkum vegna verðfalls í þorski, og hins vegar sé um að ræða auknar aflaheimildir. Þann- ig hækki úthlutun í þorski um rúm 14 þúsund tonn og nemi 171 þúsund tonnum. Úthlutun í gullkarfa fer í rúm 50 þúsund tonn og hækkar um 6 þúsund tonn og úthlutun í ufsa hækkar um 3 þúsund tonn. Þá er upphafsúthlutun i síld um 16 þúsund tonn- um hærri en í fyrra, eða 79 þúsund tonn. Nú er í fyrsta sinn úthlutað í þremur nýjum kvótategundum, blálöngu, gulllaxi og litla karfa. Um bráðabirgðaúthlutun er að ræða þar sem aðeins er úthlutað 80% aflamarksins í þessum tegundum. Afganginum verður úthlutað eftir að útgerðir sem telja sig búa yfir aflareynslu hafa haft möguleika á að gera at- hugasemdir við úthlutunina. Athygli er einnig vakin á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óal- gengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Alls fá 627 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2013/2014. Úthlutað er til fleiri (smábáta með aflamark og krókaaflamark) á þessu fiskveiðiári en í fyrra, 441 samanborið við 427. Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 19 milli ára og eru nú 282. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogar- ar úthlutað 52,6% af heildaraflamarki í ár í þorskígildum talið, skip með aflamark 35,2%, smábátar með aflamark 1,2% og krókaaflamarksbátar 11,0%. Vakin er athygli á því að krókaafla- marksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Töluvert meira magni er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 2.360 þorskígildistonnum og fara þau til 120 skipa samanborið við 88 skip á fyrra ári. K V Ó T I N N 2 0 1 3 - 2 0 1 4 Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.