Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 26
26 Kvótinn 2013-2014 Nýtt fiskveiðiár hófst þann 1. september síðastliðinn og hefur Fiskistofa úthlutað fiskveiðiheimildum ársins sem nemur 381.431 tonnum í þorskígildum talið. Um talsverða aukningu er að ræða frá upphafsúthlutun fyrir réttu ári en hún var 348.553 en Fiskistofa bendir á að þar komi tvennt til. Annars vegar breytingar á þorskígildisstuðlum, einkum vegna verðfalls í þorski, og hins vegar sé um að ræða auknar aflaheimildir. Þann- ig hækki úthlutun í þorski um rúm 14 þúsund tonn og nemi 171 þúsund tonnum. Úthlutun í gullkarfa fer í rúm 50 þúsund tonn og hækkar um 6 þúsund tonn og úthlutun í ufsa hækkar um 3 þúsund tonn. Þá er upphafsúthlutun i síld um 16 þúsund tonn- um hærri en í fyrra, eða 79 þúsund tonn. Nú er í fyrsta sinn úthlutað í þremur nýjum kvótategundum, blálöngu, gulllaxi og litla karfa. Um bráðabirgðaúthlutun er að ræða þar sem aðeins er úthlutað 80% aflamarksins í þessum tegundum. Afganginum verður úthlutað eftir að útgerðir sem telja sig búa yfir aflareynslu hafa haft möguleika á að gera at- hugasemdir við úthlutunina. Athygli er einnig vakin á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óal- gengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Alls fá 627 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2013/2014. Úthlutað er til fleiri (smábáta með aflamark og krókaaflamark) á þessu fiskveiðiári en í fyrra, 441 samanborið við 427. Skipum í aflamarkskerfinu fjölgar um 19 milli ára og eru nú 282. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogar- ar úthlutað 52,6% af heildaraflamarki í ár í þorskígildum talið, skip með aflamark 35,2%, smábátar með aflamark 1,2% og krókaaflamarksbátar 11,0%. Vakin er athygli á því að krókaafla- marksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Töluvert meira magni er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða 2.360 þorskígildistonnum og fara þau til 120 skipa samanborið við 88 skip á fyrra ári. K V Ó T I N N 2 0 1 3 - 2 0 1 4 Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.