Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 16
16 F I S K V I N N S L A Eitt af sjálfstæðu útgerðarfyr- irtækjunum í Vestmannaeyj- um er Narfi ehf. sem jafn- framt rekur fiskvinnslu undir nafninu Fiskvinnsla VE. Góður gangur hefur verið í starfsem- inni að undanförnu og við hittum eigendurna, Viðar Elí- asson og Guðmundu Bjarna- dóttur, að máli úti á Eiði 12 í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið Narfi ehf. í Vestmannaeyjum var stofnað 1994 og fagnar því á næsta ári 20 ára starfs- afmæli. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns við fiskvinnslu og útgerð bátsins Maggýar VE. Eigendur Narfa ehf eru hjónin Viðar Elíasson og Guð- munda Bjarnadóttir. Þau eiga fjögur börn sem öll hafa unn- ið hjá fyrirtækinu á einum tímapunkti eða öðrum. Þrettán ára fiskvinnsla Viðar var lengi í framvarða- sveit íþróttafélagsins ÍBV í Vestmannaeyjum og lék um langt árabil með meistara- flokki félagsins í knattspyrnu auk þess sem hann seinna var formaður knattspyrnu- deildar í fimm ár. Börn hans Margrét Lára, Elísa, Bjarni Geir og Sindri hafa fetað í fótspor föðurs síns og leikið með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu, í dag leikur Margrét Lára í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu, El- ísa leikur með ÍBV er fyrirliði síns félags og var valin í landsliðshópinn sem lék á EM í Svíþjóð í sumar. Strák- arnir eru hættir í boltanum og hafa snúið sér að öðru. Fyrirtækið er í 750 fer- metra húsnæði að Eiði 12 sem fjölskyldan hóf að byggja í maí 1999. Vinnsla hófst þar í mars árið 2000. Í gegnum tíðina hefur fyrirtæk- ið keypt eina fjóra báta og með þeim hætti náð utan um kvóta sem nú er nýttur til veiða á Maggý VE, 80 tonna stálbát. Nú er kvóti fyrirtæk- isins rétt um 500 þorskígildis- tonn. Maggý er einkum gerð út á snurvoð og humar. Fyllt upp með kaupum á markaði og í beinum viðskiptum Maggý er yfirleitt á humar- veiðum frá maímánuði út september en eftir það fer báturinn á snurvoð. Humar- veiðin gengur ágætlega en þó hefur verið frekar rólegt yfir veiðunum í ágúst, að sögn Viðars. En dugar 500 tonna kvóti fyrir vinnsluna? „Við kaupum líka fisk í beinum viðskiptum og á markaði. Við erum með tíu til tólf manns í vinnu í fiskvinnslunni og förum kannski upp í 16 manns yfir sumartímann. Við vinnum mikið við þetta sjálf og mark- miðið er ekki endilega að vera mjög stór heldur að gera vel á öllum sviðum.“ Auk starfsmanna í fisk- vinnslu eru sjö manns á Maggý VE. Viðar stýrir hinum daglega rekstri en Guð- munda kona hans annast fjármál og bókhald fyrirtækis- ins. „Það hefur verið tröppu- gangur í þessu og ég man auðvitað þá tíma sem erfið- leikar steðjuðu að. En hin seinni ár hefur gangurinn bara verið ágætur,“ segir Við- ar. Hann segir markaði fyrir sjávarafurðir hafa dregist saman og verð farið niður vegna kreppunnar sem er í Evrópu. Það sé vonandi tíma- bundið. „Verð á saltfiski hefur hrapað. Það eru auðvitað erf- Viljum gera vel en ekki endilega stækka mikið Viðar og Guðmunda ásamt dóttur sinni Elísu og nokkrum starfsmönnum Narfa ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.