Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 16
16
F I S K V I N N S L A
Eitt af sjálfstæðu útgerðarfyr-
irtækjunum í Vestmannaeyj-
um er Narfi ehf. sem jafn-
framt rekur fiskvinnslu undir
nafninu Fiskvinnsla VE. Góður
gangur hefur verið í starfsem-
inni að undanförnu og við
hittum eigendurna, Viðar Elí-
asson og Guðmundu Bjarna-
dóttur, að máli úti á Eiði 12 í
Vestmannaeyjum. Fyrirtækið
Narfi ehf. í Vestmannaeyjum
var stofnað 1994 og fagnar
því á næsta ári 20 ára starfs-
afmæli. Hjá fyrirtækinu starfa
um 20 manns við fiskvinnslu
og útgerð bátsins Maggýar
VE. Eigendur Narfa ehf eru
hjónin Viðar Elíasson og Guð-
munda Bjarnadóttir. Þau eiga
fjögur börn sem öll hafa unn-
ið hjá fyrirtækinu á einum
tímapunkti eða öðrum.
Þrettán ára fiskvinnsla
Viðar var lengi í framvarða-
sveit íþróttafélagsins ÍBV í
Vestmannaeyjum og lék um
langt árabil með meistara-
flokki félagsins í knattspyrnu
auk þess sem hann seinna
var formaður knattspyrnu-
deildar í fimm ár. Börn hans
Margrét Lára, Elísa, Bjarni
Geir og Sindri hafa fetað í
fótspor föðurs síns og leikið
með meistaraflokki ÍBV í
knattspyrnu, í dag leikur
Margrét Lára í Svíþjóð og
með íslenska landsliðinu, El-
ísa leikur með ÍBV er fyrirliði
síns félags og var valin í
landsliðshópinn sem lék á
EM í Svíþjóð í sumar. Strák-
arnir eru hættir í boltanum
og hafa snúið sér að öðru.
Fyrirtækið er í 750 fer-
metra húsnæði að Eiði 12
sem fjölskyldan hóf að
byggja í maí 1999. Vinnsla
hófst þar í mars árið 2000. Í
gegnum tíðina hefur fyrirtæk-
ið keypt eina fjóra báta og
með þeim hætti náð utan um
kvóta sem nú er nýttur til
veiða á Maggý VE, 80 tonna
stálbát. Nú er kvóti fyrirtæk-
isins rétt um 500 þorskígildis-
tonn. Maggý er einkum gerð
út á snurvoð og humar.
Fyllt upp með kaupum á
markaði og í beinum
viðskiptum
Maggý er yfirleitt á humar-
veiðum frá maímánuði út
september en eftir það fer
báturinn á snurvoð. Humar-
veiðin gengur ágætlega en
þó hefur verið frekar rólegt
yfir veiðunum í ágúst, að
sögn Viðars.
En dugar 500 tonna kvóti
fyrir vinnsluna? „Við kaupum
líka fisk í beinum viðskiptum
og á markaði. Við erum með
tíu til tólf manns í vinnu í
fiskvinnslunni og förum
kannski upp í 16 manns yfir
sumartímann. Við vinnum
mikið við þetta sjálf og mark-
miðið er ekki endilega að
vera mjög stór heldur að gera
vel á öllum sviðum.“
Auk starfsmanna í fisk-
vinnslu eru sjö manns á
Maggý VE. Viðar stýrir hinum
daglega rekstri en Guð-
munda kona hans annast
fjármál og bókhald fyrirtækis-
ins.
„Það hefur verið tröppu-
gangur í þessu og ég man
auðvitað þá tíma sem erfið-
leikar steðjuðu að. En hin
seinni ár hefur gangurinn
bara verið ágætur,“ segir Við-
ar. Hann segir markaði fyrir
sjávarafurðir hafa dregist
saman og verð farið niður
vegna kreppunnar sem er í
Evrópu. Það sé vonandi tíma-
bundið.
„Verð á saltfiski hefur
hrapað. Það eru auðvitað erf-
Viljum gera
vel en ekki
endilega
stækka
mikið
Viðar og Guðmunda ásamt dóttur sinni
Elísu og nokkrum starfsmönnum Narfa ehf.