Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 62
62
„Íslenskur sjávarútvegur gerði
okkur að því sem við erum í
dag. Okkar lausnir hafa þró-
ast og byggst upp m.a. í sam-
vinnu við íslenskan sjávarút-
veg. Þess vegna er það metn-
aður okkar að skila til baka
hagkvæmum lausnum sem
virka. Iðnaðurinn hefur alltaf
gert miklar kröfur vegna þess
að greinin þarf að standast
harða samkeppni, kröfur
markaðarins og þjóðarinnar.
Það er ennþá hægt að ná
betri árangri í vinnslu á ís-
lensku hráefni,“ segir Stur-
laugur Sturlaugsson, sölu- og
markaðsstjóri hjá Skaganum
hf. á Akranesi.
Skaginn hf. er sérhæfður í
kælitengdum vinnslulausn-
um, hvort sem það er fyrir
bolfisk eða uppsjávarfisk.
Nánast allar vörur og vörulín-
ur fyrirtækisins, stakar eða
heildarlausnir, tengjast kæl-
ingu og kælibúnaði. Meðal
þeirra tækja og lausna sem
fyrirtækið býður eru heildar-
lausnir fyrir bolfisk og upp-
sjávarfisk. Einnig býður fyrir-
tækið t.d. ískrapavélar, laus-
frysta, sjálfvirka plötufrysta,
ofurkælingarkerfi og þvotta-
kerfi.
Ofurkælingin skilar miklu í
fiskvinnslunni
Sturlaugur segir ofurkælingu
forsendu aukinna gæða og
betri nýtingar í fiskvinnslu.
Hann segir rannsóknir stað-
festa mikilvægi og hag-
kvæmni góðrar kælingar.
Fjárfesting í henni skili sér
fljótt í auknum gæðum, nýt-
ingu, afköstum í snyrtingu og
bættri þjónustu við kaupend-
ur. Sturlaugur segir þetta
glögglega hafa sést hjá fersk-
flakavinnslum Samherja á
Dalvík og Eskju í Hafnarfirði
en fyrirtækin hafa nýtt sér of-
urkælingartækni Skagans hf.
undanfarin ár.
„Við vorum að ljúka við
breytingar á vinnsluflæðinu á
Dalvík í samvinnu við heima-
menn sem vonandi gerir
vinnsluna enn hagkvæmari
og betri. Þarna var reynsla og
þekking heimamanna og
Skagans hf. lögð saman. Strax
fyrstu vikuna eftir breytingu,
sló starfsfólkið persónulegt
met þar sem unnið var úr 101
tonni af þorski á 10 tímum.
Þetta er svipað magn og 3-4
„stór“ frystihús unnu til sam-
ans hér áður fyrr,“ segir Stur-
laugur og leggur áherslu á
hversu mikil áhersla sé á
framsækni í sjávarútvegi hér á
landi.
„Íslenskur sjávarútvegur
hefur sem betur fer alltaf
reynt að leita nýrra lausna
hverju sinni. Það hefur gert
það að verkum að framleiðni,
afurðaverð, gæði og nýting í
Færeyska fyrirtækið Vardin Pelagic tók í notkun nýja og risavaxna uppsjávarvinnslu í fyrra. Hjartað í henni er uppsjávarvinnslukerfi frá Skaganum hf. Nú afkastar hún um
800 tonnum á sólarhring en stefnt er að því að innan tíðar verði framleiðslugetan komin í 1000 tonn á sólarhring.
Skaginn hf.:
„Íslenskur sjávarútvegur gerði
okkur að því sem við erum í dag“
Þ J Ó N U S T A