Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 13
13
F I S K T Æ K N I N Á M
Fisktækninámið þróað
„Í samningnum er kveðið á
um markmið og starfsemi
skólans með formlegum
hætti. Okkur ber að þróa
samstarf um kennslu í fisk-
tækni í framhaldsskólum hér
á landi, vera leiðbeinandi í
mótun vinnustaðanáms í fisk-
tækni á landsvísu og þróa
raunfærnimat og nám í fisk-
tækni fyrir fullorðna í sam-
starfi við framhaldsfræðslu-
aðila. Einnig að kynna nám í
fisktækni fyrir nemendum í
grunnskólum á Suðurnesjum
og á landsvísu og sjá um
kennslu í fisktækni sam-
kvæmt samningum við fram-
haldsskóla og framhalds-
fræðsluaðila. Það má segja að
þetta séu þau markmið sem
við höfum alla tíð haft um
framtíðarhlutverk skólans fyr-
ir sjávarútveginn og því er
fagnaðarefni að með samn-
ingnum hafi þau verið færð í
formlegt samkomulag við yf-
irvöld menntamála í landinu.
Það er mikill áfangi fyrir sjáv-
arútveginn sem atvinnu-
grein,“ segir Nanna Bára og
undirstrikar þann áhuga sem
fiskvinnslufyrirtækin sýni á
samstarfi við skólann.
Samvinna við
sjávarútvegsfyrirtæki
„Okkur er undantekninga-
laust vel tekið hvert sem við
leitum eftir aðstoð hjá fisk-
vinnslufyrirtækjum en einn af
mikilvægum þáttum námsins
er einmitt að fara inn í fyrir-
tækin sjálf til verklegrar
kennslu,“ segir Nanna Bára
en mikil aðsókn hefur einnig
verið að ýmisskonar fisk-
vinnslunámskeiðum sem hún
hefur haft umsjón með eða
kennt á vítt um landið á síð-
ustu misserum. Nanna Bára
segir það einmitt skýrt mark-
mið með þróun fisktækni-
námsins að þróa það á þann
hátt að fólk geti sótt sér
þekkinguna í heimahögum
en þurfi ekki að taka sig upp
og flytja landshorna á milli.
Nemendur á öllum aldri
Í fisktækninámi fá nemendur
fræðslu um fiskvinnslu, sjó-
mennsku og fiskeldi. Skólinn
getur tekið við 30 nemendum
og hefur aðsókn verið góð
fyrir haustönnina. Fisktækni-
skólinn hefur samstarf við
hliðstæðan skóla í Stavanger í
Noregi, auk samstarfs hér
innanlands við bæði fram-
haldsskóla, símenntunarmið-
stöðvar og sjávarútvegsfyrir-
tæki út um landið. „Til okkar
sækja nemendur á öllum
aldri, fólk sem hefur mikla
reynslu af störfum í fisk-
vinnslu. Okkar draumur er að
skólinn sé sérskóli innan ís-
lenska menntakerfisins í
framtíðinni og þannig verði
undirstrikað hvers virði það
er sjávarútveginum að stuðla
að starfsmenntun fólks í fisk-
vinnslu,“ segir Nanna Bára.
Hjá Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík er verknámsaðstaða Fisktækniskólans. Hér sýnir Hörður Jónsson Ástu, ráðneytisstjóra, handbrögðin í netagerð.
Menntamálaráðherra kynnir sér starfið í Fisktækniskólanum.