Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2013, Page 19

Ægir - 01.07.2013, Page 19
19 F R É T T I R „Afkomutölur Samherja og er- lendra dótturfélaga fyrir árið 2012 eru góðar og betri en ég gerði mér vonir um,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um nýbirta afkomu félagsins í fyrra. Fé- lagið skilaði tæplega 16 millj- örðum króna í hagnað en velta síðasta ár nam tæpum 90 milljörðum króna. Innan Sam- herjasamstæðunnar starfa fé- lög í 11 löndum en árið 2012 var það fjórða í röð sem allar einingar skila rekstrarhagn- aði. Rúmlega 55% af starf- seminni eru erlendis. Góður afli í Barentshafi „Veiðar hjá erlendum dóttur- félögum okkar í Barentshafi gengu frábærlega. Það var djörf ákvörðun hjá okkur að flytja fiskvinnslu Icefresh GmbH frá Cuxhaven til Frankfurt sem var opnuð í maí 2012. Á síðustu 12 mán- uðum hefur hún tekið til vinnslu og sölu um 14.000 tonn af fiski. Veltan á þessu tímabili nemur um 9 milljörð- um króna en af þessu magni komu einungis um 120 tonn frá Samherja á Íslandi. Við hófum líka rekstur í Namibíu í byrjun árs 2012 í samstarfi við heimamenn og gengur það verkefni ágætlega. Rekst- ur okkar í Kanada hefur gengið prýðilega en skip okkar þar veiddi rúm 8 þús- und tonn af rækju á síðasta ári.“ Eignir Samherjasamstæð- unnar námu í árslok 2012 um 123 milljörðum króna en heildarskuldir á sama tíma tæpum 69 milljörðum. Bók- fært eigið fé var 54,4 milljarð- ar og eiginfjárhlutfall rösk 44%. Starfsmenn á Íslandi eru um 700 en árið 2012 var fyrsta heila árið eftir kaup Samherja á Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Stýrt framhjá skerjum á mörkuðum „Við erum ánægð með hvern- ig sá rekstur hefur gengið. Veiðar allra tegunda á Íslandi gengu einnig vel og þrátt fyr- ir mikla og aukna framleiðslu hefur okkur tekist að fylgja þessum vexti eftir í markaðs- starfinu sem verður sífellt viðameira í rekstrinum. Þegar leið á árið í fyrra voru sker framundan á mörkuðum okk- ar fyrir sjávarafurðir. Með samvinnu, útfærslu góðra hugmynda og mikilli vinnu starfsfólks tókst að stýra rekstrinum framhjá þessum hindrunum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að sjávarút- vegur er alþjóðleg atvinnu- grein og velgengni þar bygg- ist að stórum hluta á þekk- ingu starfsfólksins, hvort heldur er í veiðum, vinnslu eða markaðssetningu. Árang- ur okkar er enn markverðari þegar haft er í huga að á sama tíma hafa harkalegar og tilefnislausar aðgerðir Seðla- banka Íslands gert starfsfólki og samstarfsaðilum um allan heim erfitt um vik. Nú sem fyrr hefur komið í ljós að þegar einvalalið leggst saman á árarnar er hægt að ná af- bragðsárangri,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. Samherji hf. skilaði 16 milljarða hagnaði á síðasta ári: „Betri afkoma en ég gerði mér vonir um“ - segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Línuskipið Anna er nýjasta fjárfesting Samherja. Skipið var keypt frá Noregi og mun senn hefja veiðar fyrir vinnslu fyrirtækisins á Dalvík.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.