Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 19
19 F R É T T I R „Afkomutölur Samherja og er- lendra dótturfélaga fyrir árið 2012 eru góðar og betri en ég gerði mér vonir um,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um nýbirta afkomu félagsins í fyrra. Fé- lagið skilaði tæplega 16 millj- örðum króna í hagnað en velta síðasta ár nam tæpum 90 milljörðum króna. Innan Sam- herjasamstæðunnar starfa fé- lög í 11 löndum en árið 2012 var það fjórða í röð sem allar einingar skila rekstrarhagn- aði. Rúmlega 55% af starf- seminni eru erlendis. Góður afli í Barentshafi „Veiðar hjá erlendum dóttur- félögum okkar í Barentshafi gengu frábærlega. Það var djörf ákvörðun hjá okkur að flytja fiskvinnslu Icefresh GmbH frá Cuxhaven til Frankfurt sem var opnuð í maí 2012. Á síðustu 12 mán- uðum hefur hún tekið til vinnslu og sölu um 14.000 tonn af fiski. Veltan á þessu tímabili nemur um 9 milljörð- um króna en af þessu magni komu einungis um 120 tonn frá Samherja á Íslandi. Við hófum líka rekstur í Namibíu í byrjun árs 2012 í samstarfi við heimamenn og gengur það verkefni ágætlega. Rekst- ur okkar í Kanada hefur gengið prýðilega en skip okkar þar veiddi rúm 8 þús- und tonn af rækju á síðasta ári.“ Eignir Samherjasamstæð- unnar námu í árslok 2012 um 123 milljörðum króna en heildarskuldir á sama tíma tæpum 69 milljörðum. Bók- fært eigið fé var 54,4 milljarð- ar og eiginfjárhlutfall rösk 44%. Starfsmenn á Íslandi eru um 700 en árið 2012 var fyrsta heila árið eftir kaup Samherja á Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Stýrt framhjá skerjum á mörkuðum „Við erum ánægð með hvern- ig sá rekstur hefur gengið. Veiðar allra tegunda á Íslandi gengu einnig vel og þrátt fyr- ir mikla og aukna framleiðslu hefur okkur tekist að fylgja þessum vexti eftir í markaðs- starfinu sem verður sífellt viðameira í rekstrinum. Þegar leið á árið í fyrra voru sker framundan á mörkuðum okk- ar fyrir sjávarafurðir. Með samvinnu, útfærslu góðra hugmynda og mikilli vinnu starfsfólks tókst að stýra rekstrinum framhjá þessum hindrunum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að sjávarút- vegur er alþjóðleg atvinnu- grein og velgengni þar bygg- ist að stórum hluta á þekk- ingu starfsfólksins, hvort heldur er í veiðum, vinnslu eða markaðssetningu. Árang- ur okkar er enn markverðari þegar haft er í huga að á sama tíma hafa harkalegar og tilefnislausar aðgerðir Seðla- banka Íslands gert starfsfólki og samstarfsaðilum um allan heim erfitt um vik. Nú sem fyrr hefur komið í ljós að þegar einvalalið leggst saman á árarnar er hægt að ná af- bragðsárangri,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. Samherji hf. skilaði 16 milljarða hagnaði á síðasta ári: „Betri afkoma en ég gerði mér vonir um“ - segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Línuskipið Anna er nýjasta fjárfesting Samherja. Skipið var keypt frá Noregi og mun senn hefja veiðar fyrir vinnslu fyrirtækisins á Dalvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.