Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 15
15 H A F R A N N S Ó K N I R landi Íslandi og Færeyjum og tvö frá Noregi. Þau notuðu samskonar flotvörpu sem hönnuð var sérstaklega fyrir verkefnið. Rannsóknin stóð yfir á tímabilinu 2. júlí til 9. ágúst en á þessum tíma eru stofnar makríls og annarra uppsjávartegunda á ætis- göngu um norðurhöf. „Magn og útbreiðsla makr- íls á svæðinu var metið út frá afla í togum sem tekin voru með reglulegu millibili og var rannsóknasvæðið um 3,2 milljónir ferkílómetrar. Heild- arvísitala makríls á svæðinu var um 8,8 milljón tonn, þar af voru 1,5 milljón tonn eða rúm 17% innan íslenskrar efnahagslögsögu. Vísitalan er sú hæsta sem mælst hefur á heildarsvæðinu, en magn makríls innan íslenskrar lög- sögu var svipað og mældist árið 2012. Svæðið sem kann- að var í ár var mun umfangs- meira en áður og kann það að einhverju leyti að skýra þá aukningu sem mældist á heildarmagninu. Líkt og fyrri ár var einungis hluti lögsögu Evrópusambandsins kannað- ur,“ segir í samantekt Haf- rannsóknastofnunarinnar um leiðangurinn. Elsti makríllinn ferðast lengst Í leiðangrinum var vart við töluvert af tiltölulega smáum makríl og aldursgreiningar sýna nokkuð hátt hlutfall ár- gangsins frá 2010 (20% af fjölda) en einnig voru áber- andi árgangarnir frá 2006, 2007 og 2011 með um 15% hver. Þetta segir Hafrann- sóknastofnunin fara saman við reynslu og afla íslenskra veiðiskipa í sumar. „Þó svo að niðurstöður þessar séu ekki ennþá lagðar til grundvallar við mat á stofnstærð makríls hjá Al- þjóðahafrannsóknaráðinu (ICES), staðfesta þær líkt og leiðangrar fyrri ára, víðáttu- mikla útbreiðslu makrílsins. Þá sýna þær að elsti makríll- inn ferðast lengst í sínum æt- isgöngum í Norðaustur Atl- antshafi á sumrin, en hann var einkum að finna vestast og nyrst á rannsóknasvæð- inu.“ Mikil áta laðar makrílinn að Skipstjórar á makrílveiðiskip- unum hérlendis hafa margir hverjir átt í vandræðum með að fá hreina makrílfarma í sumar enda sýnir niðurstaða rannsóknanna líkt og í fyrra skörun á útbreiðslu makríls og síldar, einkum vestan til í Austurdjúpi og austur af Ís- landi. „Á austanverðu og miðju hafsvæðinu var lítið af síld. Bergmálsvísitala norsk-ís- lenskrar síldar mældist 8,6 milljónir tonna. Niðurstöður leiðangra undanfarinna ára sýna neikvæða þróun stofn- stærðar norsk-íslenska síldar- stofnsins. Mesti þéttleiki rauðátu, sem er helsta fæða makríls, var við Ísland og Færeyjar þar sem jafnframt var mikið um makríl. Meðalmagn átu á öllu rannsóknasvæðinu var um 8,6 grömm á fermetra (þurrvikt), samanborið við um 6 grömm árið á undan. Á öðrum svæðum var þéttleiki átu yfirleitt minni, líkt og undanfarin ár. Yfirborðshiti sjávar í Norð- austur Atlantshafi var nálægt langtíma meðaltali nema í norðanverðu Noregshafi þar sem hann var vel yfir meðal- tali síðustu tveggja áratuga,“ segir í samantekt Hafrann- sóknastofnunar en nánar verður unnið úr gögnum sem aflað var í leiðangrinum á næstu mánuðum. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Smábátar höfðu nú í lok ágúst fiskað um 3200 tonn af makríl hér við land og dreifist sá afli á 86 báta alls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.