Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Síða 15

Ægir - 01.07.2013, Síða 15
15 H A F R A N N S Ó K N I R landi Íslandi og Færeyjum og tvö frá Noregi. Þau notuðu samskonar flotvörpu sem hönnuð var sérstaklega fyrir verkefnið. Rannsóknin stóð yfir á tímabilinu 2. júlí til 9. ágúst en á þessum tíma eru stofnar makríls og annarra uppsjávartegunda á ætis- göngu um norðurhöf. „Magn og útbreiðsla makr- íls á svæðinu var metið út frá afla í togum sem tekin voru með reglulegu millibili og var rannsóknasvæðið um 3,2 milljónir ferkílómetrar. Heild- arvísitala makríls á svæðinu var um 8,8 milljón tonn, þar af voru 1,5 milljón tonn eða rúm 17% innan íslenskrar efnahagslögsögu. Vísitalan er sú hæsta sem mælst hefur á heildarsvæðinu, en magn makríls innan íslenskrar lög- sögu var svipað og mældist árið 2012. Svæðið sem kann- að var í ár var mun umfangs- meira en áður og kann það að einhverju leyti að skýra þá aukningu sem mældist á heildarmagninu. Líkt og fyrri ár var einungis hluti lögsögu Evrópusambandsins kannað- ur,“ segir í samantekt Haf- rannsóknastofnunarinnar um leiðangurinn. Elsti makríllinn ferðast lengst Í leiðangrinum var vart við töluvert af tiltölulega smáum makríl og aldursgreiningar sýna nokkuð hátt hlutfall ár- gangsins frá 2010 (20% af fjölda) en einnig voru áber- andi árgangarnir frá 2006, 2007 og 2011 með um 15% hver. Þetta segir Hafrann- sóknastofnunin fara saman við reynslu og afla íslenskra veiðiskipa í sumar. „Þó svo að niðurstöður þessar séu ekki ennþá lagðar til grundvallar við mat á stofnstærð makríls hjá Al- þjóðahafrannsóknaráðinu (ICES), staðfesta þær líkt og leiðangrar fyrri ára, víðáttu- mikla útbreiðslu makrílsins. Þá sýna þær að elsti makríll- inn ferðast lengst í sínum æt- isgöngum í Norðaustur Atl- antshafi á sumrin, en hann var einkum að finna vestast og nyrst á rannsóknasvæð- inu.“ Mikil áta laðar makrílinn að Skipstjórar á makrílveiðiskip- unum hérlendis hafa margir hverjir átt í vandræðum með að fá hreina makrílfarma í sumar enda sýnir niðurstaða rannsóknanna líkt og í fyrra skörun á útbreiðslu makríls og síldar, einkum vestan til í Austurdjúpi og austur af Ís- landi. „Á austanverðu og miðju hafsvæðinu var lítið af síld. Bergmálsvísitala norsk-ís- lenskrar síldar mældist 8,6 milljónir tonna. Niðurstöður leiðangra undanfarinna ára sýna neikvæða þróun stofn- stærðar norsk-íslenska síldar- stofnsins. Mesti þéttleiki rauðátu, sem er helsta fæða makríls, var við Ísland og Færeyjar þar sem jafnframt var mikið um makríl. Meðalmagn átu á öllu rannsóknasvæðinu var um 8,6 grömm á fermetra (þurrvikt), samanborið við um 6 grömm árið á undan. Á öðrum svæðum var þéttleiki átu yfirleitt minni, líkt og undanfarin ár. Yfirborðshiti sjávar í Norð- austur Atlantshafi var nálægt langtíma meðaltali nema í norðanverðu Noregshafi þar sem hann var vel yfir meðal- tali síðustu tveggja áratuga,“ segir í samantekt Hafrann- sóknastofnunar en nánar verður unnið úr gögnum sem aflað var í leiðangrinum á næstu mánuðum. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Smábátar höfðu nú í lok ágúst fiskað um 3200 tonn af makríl hér við land og dreifist sá afli á 86 báta alls.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.