Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 10
10 Fiskistofa hefur eftirlit með því að veiðar, sem byggjast á línuívilnun, fari ekki umfram þau mörk sem ákveðin eru hverju sinni og skal ráðuneyt- ið síðan tilkynna frá hvaða tíma botnfiskafli á línu skuli reiknast að fullu til aflamarks. Ráðherra hefur með reglu- legu millibil sett nánari ákvæði um línuívilnun með reglugerðum.4) Strandveiðar og skötusels- kvóti Strandveiðikerfinu var komið á fót tímabundið með bráða- birgðaákvæði laga nr. 66/2009. Í kerfinu fólst að sumarið 2009 máttu hand- færabátar veiða samtals 3.955 lestir af óslægðum þorski. Með lögum nr. 32/2010 var strandveiðikerfinu komið á fót á grundvelli ótímabund- inna lagaheimilda. Samkvæmt gildandi reglum hefur ráð- herra á hverju fiskveiðiári til ráðstöfunar 6.000 lestir af óslægðum botnfiski, í þorsk- ígildum talið, sem nýttar skulu til strandveiða, þ.e. veiða með handfærum á tímabilinu frá 1. maí til 31. ágúst. Kjarni strandveiðikerf- isins er sá að afla er ekki skipt fyrirfram á milli ein- stakra útgerðaraðila heldur geta allir veitt þar til að heild- araflanum er náð. Eigi að síð- ur er aflahámark fyrir hvern bát og ýmiss konar sóknar- takmarkanir í formi bann- daga, svæðaskiptingar, veið- arfæranotkunar og svo fram- vegis. Sérstakur skötuselskvóti er reistur á ákvæði I til bráða- birgða í lögum nr. 22/2010. Samkvæmt ákvæðinu var ráð- herra veitt heimild á fisk- veiðiárunum 2009/2010 og 2010/2011 til að ráðstafa allt að 2.000 lestum af skötusel hvort fiskveiðiár. Þessum aflaheimildum á að úthluta fyrir utan aflahlutdeildarkerfið og geta útgerðir sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni átt kost á að fá allt að 5 lestum í senn. Þessar aflaheimildir eru óframseljanlegar. Skal verðið fyrir þær vera 120 kr. fyrir hvert kg og sér Fiskistofa um innheimtu gjaldsins. Aðrar sérúthlutanir Eins og þegar hefur verið vikið að í þessum greinar- flokki er það eitt af sérkenn- um íslenska aflamarkskerfis- ins að ýmsar aflaheimildir hafa ekki verið dregnar frá leyfilegum heildarafla áður en skipting á heildaraflamarki fer fram samkvæmt aflahlut- deild, sbr. t.d. heimildir til að landa undirmálsfiski, rann- sóknarafla Hafrannsóknar- stofnunar, afla tómstunda- veiðimanna, afla erlendra fiskiskipa og svo framvegis. Þessar aflaheimildir hafa auk- ið líkur á að veitt sé meira en ákvörðun um leyfilegan heildarafla gerir ráð fyrir. Hins vegar hefur svokallað kvótaálag öfug áhrif, þ.e. afli er talinn minna til aflamarks en ella mætti reikna með.5) Rétt er að geta þriggja nýj- unga í þessum flokki sérút- hlutana á tímabilinu 1999- 2010. Tekinn var upp svokall- aður VS-afli en það er heim- ild skipstjóra fiskiskips til að ákveða að allt að 5% heildar- afla í botnfiski reiknist ekki til aflamarks skipsins enda sé til- teknum skilyrðum fullnægt. Jafnframt var tekinn upp svo- kallaður áframeldiskvóti í þorski en það er kvóti sem nýttur er í því skyni að vinna hann áfram í eldi. Að lokum má nefna sérstakan frístunda- veiðikvóta sem settur var á laggirnar nú í ár. Ályktanir Meginreglur aflamarkskerfis- ins um leyfilegan heildarafla og aflaheimildir einstakra út- gerða eru tiltölulega skýrar og einfaldar. Leyfilegur heild- arafli er ákveðinn á hverju ári til að vernda auðlindina en einstaklingsbundnum og framseljanlegum aflaheimild- um er ætlað að stuðla að hagræðingu í sjávarútvegi. Þessar skýru og einföldu leik- reglur er ekki öllum að skapi. Sumir vilja að veitt sé meira en ráðgjöf fiskifræðinga gefur til kynna og aðrir eru á móti því að útgerðir geti framselt aflaheimildir sínar. Sérúthlutanir aflaheimilda bera merki um að setja á ým- iss konar sérreglur í stað þess að almennar leikreglur ráði úrslitum um hvaðan hag- kvæmast sé að gera út. Sumir líta sjálfsagt svo á að þessar sérúthlutanir séu viðleitni til að lappa upp á helstu ókosti aflamarkskerfisins, þ.e. að með þeim sé dregið úr tiltek- inni byggðaþróun eða eftir atvikum vægi reglna um upp- haflega úthlutun aflaheimilda. Reglubundin afskipti löggjaf- ans og stjórnvalda í þessum efnum eiga hugsanlega að skapa svokallaða „sátt“ um stjórn fiskveiða. Því markmiði á að ná með því að færa meira vald í hendur stjór- nmálamanna en draga úr áhrifum þeirra sem sinna daglegum rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Að mati grein- arhöfundar draga sérúthlutan- ir aflaheimilda úr hagkvæmni aflamarkskerfisins. Í stað þess að traust á aflamarkskerfinu vaxi er dregið úr því. Fjárfest- ingar í sjávarútvegi verða síð- ur tryggar sem og lánveiting- ar. Frá sjónarhóli einstaks út- gerðarmanns kann að vera hagkvæmast að hasla sér völl á hinum „pólitíska markaði“, þ.e. í stað þess að ákveðinn hópur útgerðarmanna aðlagi sig að meginreglum kerfisins er þess í stað þrýst á stjórn- málamenn að breyta leikregl- unum. Þegar látið er undan, sem oft hefur verið gert, kunna aðilar sem hafa selt sig út úr atvinnugreininni öðlast tækifæri til að hefja útgerð á nýjan leik með mun ódýrari hætti en ef þeir þyrftu að fylgja meginreglum afla- markskerfisins. Þetta kalla sumir réttlæti en aðrir rang- læti. F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.