Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 23
23 Getum ekki keppt við Kínverja í vinnslu- þættinum Kristján segir staðreynd að íslenskur fisk- ur standist ekki samkeppni á þeirri for- sendu einni saman að vera gæðavara. Samkeppnisaðilar okkar séu einnig að bjóða góða vöru. „Við höfum annars vegar veiðar á villtum fiski og hins vegar fiskeldi. Í bol- fiskinum, sem er sá þáttur sem skiptir okkur mestu máli, kemur álíka magn úr veiðum og eldi. Við erum þess vegna í harðri samkeppni við eldið en þegar kemur að gæðunum má skipta þeim í tvennt. Annars vegar eru það kjötgæðin, þ.e. hvernig fiskurinn er þegar hann kemur á borð neytenda. Er þetta fersk vara eða ekki, tvífryst, einfryst, með eða án íblöndunarefna. Hins vegar er spurn- ingin um vinnslugæðin þar sem við er- um í mjög harðri samkeppni við Kína. Þeir bjóða hvaða lögun, vigt og pakkn- ingar sem er, byggja á vinnslu á höndum en við verðum hins vegar að treysta á vélræna vinnslu með meiri takmörkun- um.“ - Eru Kínverjar að þessu leyti komnir með forskot sem við munum aldrei ná? „Já, það er alveg klárt. Ef við tökum karfa sem dæmi þá geta þeir skilað bein- lausum karfaflökum til viðskipavina sem við höfum ekki getað leyst með tækni- búnaði. Á sama hátt geta Kínverjarnir með sínu mannafli skilað viðskiptavinin- um skurði á flökum og fiskstykkjum sem eru nákvæmlega eins og þeir geta betur lagað sig að óskum viðskiptavinanna hverju sinni. Með öðrum orðum þá náum við aldrei sömu vinnslugæðum eins og Kínverjar bjóða upp á. Svar okkar liggur í kjöt- og neyslu- gæðum, að tryggja að þau séu óaðfinn- anleg. Við verðum að leggja áherslu á að okkar fiskur kemur úr villtri veiði úr stofnum sem er vel stýrt og að viðskipta- vinurinn er að fá besta fáanlega fiskinn. Þetta eru þau atriði sem við getum nýtt okkur best til að skapa sérstöðu og for- skot á mörkuðum,“ segir Kristján. Áhrif af auknu fiskeldi birtast í sam- keppni við íslenska fiskinn með fjöl- breyttari hætti. Eldisfyrirtækin geta þann- Æ g I S V I Ð T A L FACTSOFSEAFOOD Kristján Hjaltason Sjávarútvegsráðstefnan 2010 Hafsjór tækifæra - Grand hótel 6.-7. sept. 2010 1 Spá um afla og verðmæti 2015 Byggt á meðalverði landaðs afla 2009 Afli 2009 Eigin spá 2015 Magn Verðmæti Magn Verðmæti Flokkar Þús.tonn ISKm Þús.tonn ISKm Bolfiskur 461 82.822 450 82.000 Uppsjávarfiskur 583 21.468 580 21.900 Flatfiskur 29 9.813 26 8.500 Skel- og krabbadýr 8 1.887 20 4.900 Eldi 5 1.325 10 2.500 Samtals 1.086 117.315 1.086 119.800 Heimild: Hagstofan, eigin útreikningur FACTSOFSEAFOOD Kristján Hjaltason Sjávarútvegsráðstefnan 2010 Hafsjór tækifæra - Grand hótel 6.-7. sept. 2010 2 Úrvinnsla: Tækifærin liggja víða •  Auka vinnslu á ferskum afurðum •  Auka vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis •  Nýjar vinnslulínur fyrir aukaafla •  Vinnslan byggir á góðu hráefni, vöruþróun og framförum í framleiðslutækni FACTSOFSEAFOOD Kristján Hjaltason Sjávarútvegsráðstefnan 2010 Hafsjór tækifæra - Grand hótel 6.-7. sept. 2010 3 Markaðssetning og sala: Áherslur til þess að auka verðmæti 1.  Standa sameiginlega að markaðssetningu á ímynd Íslands og sérstöðu íslenskra sjávarafurða 2.  Byggja upp markaðsstöðu fyrir íslenskar afurðir á nýjum mörkuðum, s.s. í Rússlandi og Afríkuríkjum 3.  Stækka markað fyrir ferskar afurðir 4.  Markaðssetja sem náttúrulegar afurðir úr villtum veiðum í hæsta gæðaflokki Aðgerðir og áhrif á útflutningstekjur: Nokkur dæmi Aðgerðir Dæmi um tækifæri, tölur frá 2009 Áhrif á tekjur Stórauka hlutdeild ferskra afurða 61.500 tonn af þorski fryst í landi og 25.000 tonn fóru í fersk flök. Ef magn sem fer í fersk flök er tvöfaldað aukast útflutningstekjur verulega. 8-10 mrð.kr. Draga mjög úr sölu á óunninni ýsu og karfa 23.000 tonn af ýsu og 12.000 tonn af karfa seld óunnin úr landi. Ef helmingur þessa magns er flakað og selt ferskt úr landi aukast tekjur mikið. 2-3 mrð.kr. Þróa aðferð til að draga bein úr flaki Nokkur þúsund tonn af marningi framleidd sem verða í stað þess að dýrum flökum og tekjur aukast. 1-2 mrð.kr. Stórauka vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis 386.000 tonn af uppsjávarfiski í bræðslu að verðmæti 17,5 mrð.kr. Ef 200.000 eru fryst í landi aukast tekjur. 13 mrð.kr. Frysta flakaskammta á sjó 73.000 tonn af þorski, ýsu og ufsa voru flökuö og sjófryst að verðmæti 16,7 mrð.kr. Flakaskammtar eru mun dýrari afurð og skila hærri tekjum. 2 mrð.kr. Vinna alla hausa og hryggi 18.000 tonn af bolfiskhausum voru þurrkaðir en heildarveiði hefði geta skilað 90.000 tonnum. Tvöföldun á framleiðslu skilar verulegum tekjum. 7 mrð.kr Markaðssetja Ísland og efla ímynd á lykilmörkuðum Neytendur greiða hærra verð fyrir vörur sem þeir þekkja, treysta og geta keypt reglulega. 6-8 mrð.kr. Miklu skiptir að halda því til haga í samkeppninni á mörkuðunum að íslenski fiskurinn sé úr veiðum á villtum fiskistofnum og að þeim sé stýrt á ábyrgan hátt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.