Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 8
8 Sérúthlutanir á tímabilinu 1999-2010 hafa fyrst og fremst átt sér stað við stjórn veiða á verðmætu botnfiskteg- undunum þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Nýlega hefur þó einn- ig verið veitt sérúthlutun við stjórn skötuselsveiða. Flokka má þessar sérúthlutanir með eftirfarandi hætti: i) Í fyrsta lagi hafa þær miðast við að jafna út afla- bresti eða jafna út aflaheim- ildarstöðu einstakra útgerðar- flokka af einhverjum öðrum ástæðum, sbr. jöfnunarkvóta. ii) Í öðru lagi hafa þær grundvallast á byggðasjónar- miðum, sbr. byggðakvóta. iii) Í þriðja lagi hafa þær átt rót sína að rekja til þeirra veiðarfæra sem fiskur er veiddur á, sbr. línuívilnun. iv) Í fjórða lagi hafa þær byggst á nýlegum ákvörðun- um löggjafans og stjórnvalda, sbr. strandveiðar og sérstakan skötuselskvóta. v) Í fimmta lagi hafa þær grundvallast á öðrum sérút- hlutunum. Nú verður fjallað nánar um þessar sérúthlutanir afla- heimilda á tímabilinu 1999- 2010. Jöfnunarkvóti Með 4. gr. laga nr. 87/1994, sem breytti 9. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, öðlaðist ráðherra heimild til að úthluta almenn- um jöfnunarkvóta, sem næmi allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski í þorsk- ígildum talið, til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg væru vegna verulegra breyt- inga í aflamarki einstakra teg- unda. Þessi heimild ráðherra tók breytingum með 4. gr. laga nr. 85/2002, 2. gr. laga nr. 147/2003 og 1. gr. laga nr. 21/2007, sbr. gildandi 1. tl. 10. gr. laga um stjórn fisk- veiða nr. 116/2006. Heimildir ráðherra til að úthluta almennum jöfnunar- kvóta hafa verið nýttar í þágu útgerða sem stunduðu veiðar á innfjarðarrækju og hörpu- skel (skelfiski). Fiskveiðiárin 1999/2000-2001/2002 fengu bátar sem höfðu stundað veiðar á innfjarðarrækju út- hlutað tilteknu aflamarki í þorski, ýsu, ufsa og steinbít, þ.e. að meðaltali um 1700 þorskígildislestum á hverju fiskveiðiári. Þegar hörpu- skelsstofninn hrundi fisk- veiðiárið 2002/2003 jókst það aflamagn sem til skipta var á grundvelli almenns jöfnunar- kvóta.1) Meginreglan við úthlutun þessa kvóta hefur verið sú að aflamarki í tegundunum þorski, ýsu, ufsa og steinbít hefur verið dreift í hlutfalli við leyfilegt heildaraflamagn þeirra og verðmætastuðla en skipting til einstakra báta hef- ur tekið mið af aflahlutdeild þeirra í einstaka stofni inn- fjarðarrækju og skelfisks. Jöfnunarkvóta er skipt fyrir utan aflahlutdeildarkerfið, þ.e. jöfnunarkvótinn lækkar það magn sem til skipta er á grundvelli aflahlutdeildar. Þeir sem hafa notið úthlutun- ar jöfnunarkvóta, geta hag- nýtt sér aflamarkið eins og hvert annað aflamark, þ.e. framsal jöfnunarkvótans er heimilt innan vissra marka. Ein af þeim úthlutunum sem gripið var til í kjölfar veiðileyfadóms Hæstaréttar í desember 1998 var 3.000 lesta þorskpottur sem var hugsaður til að auka mögu- leika útgerða skipa sem hefðu lága aflahlutdeild í þorski. Þessum aflaheimild- um skyldi úthlutað árlega á fiskveiðiárunum 1999/2000 til 2005/2006 en með 5. gr. og 14. gr. laga nr. 85/2002 var þessi sérstaki jöfnunarpottur í þorski gerður ótímabundinn ásamt því sem hann var auk- inn um nokkra tugi lesta. Þessi sérúthlutun var af- numin með bráðabirgða- ákvæði laga nr. 41/2006 en samhliða því var aflahlutdeild úthlutað til þeirra skipa sem notið höfðu jöfnunarkvótans og aflahlutdeild annarra skipa skert sem því nam. Viðbót- araflahlutdeildin í þorski sem af þessu leiddi nam 1,33% af leyfilegum heildarafla.2) Byggðakvóti Á fiskveiðiárunum 1999-2000 til fiskveiðiársins 2005/2006 átti Byggðastofnun að hafa árlega til ráðstöfunar afla- heimildir sem næmu 1.500 þorskígildislestum, miðað við óslægðan fisk, til að styðja við byggðarlög sem lent höfðu í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi, sbr. 1. ml. bráðabirgðaákvæðis IV laga nr. 1/1999. Með reglu- gerðum á fiskveiðiárunum 1999/2000-2001/2002 var þessum aflaheimildum úthlut- að. Sú breyting varð á fisk- veiðiárinu 2002/2003 að ráð- herra hafði til ráðstöfunar, að höfðu samráði við Byggða- stofnun, 1.500 lestir af óslægðum botnfiski í þorsk- ígildum talið til stuðnings byggðarlögum sem höfðu lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þessi heimild var síðar aukin upp í 2.000 lestir. Heimildir ráðherra til að úthluta byggðakvóta voru Sérúthlutanir aflaheimilda 1999-2010 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N „Sérúthlutanir aflaheimilda bera merki um að setja á ýmiss konar sérreglur í stað þess að almennar leikreglur ráði úrslitum um hvaðan hagkvæmast sé að gera út. Sumir líta sjálfsagt svo á að þessar sérúthlutanir séu viðleitni til að lappa upp á helstu ókosti aflamarkskerfisins, þ.e. að með þeim sé dregið úr tiltekinni byggðaþróun eða eftir atvikum vægi reglna um upp- haflega úthlutun aflaheimilda.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.