Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 22
22 sem framleiðendur fylktu sér á bak við, þ.e. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Ís- lenskum sjávarafurðum og Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Í dag má segja að eftir standi sterkt og öflugt markaðsfyrirtæki í Icelandic Group en mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa hins veg- ar valið að byggja upp eigin markaðs- deildir og telja sig þannig ná betri tengslum við kaupendur afurðanna. „Styrkurinn í þessum stóru samlags- fyrirtækjum; SH, ÍS og SÍF, var sá að menn fóru út á markaðina sem stór fyrir- tæki sem gátu náð til mikilvægustu við- skiptavinanna á mismunandi mörkuðum. Þannig nýttist styrkur stærðarinnar í magni afurða og í gegnum þetta sam- band fengu framleiðendur skilaboð um kröfurnar á mikilvægustu mörkuðunum. Þetta tryggði sterka stöðu fyrir framleið- endur. Eftir því sem árin liðu juku fram- leiðendur ákveðna þætti sölustarfsins hjá sér og að sama skapi dró úr henni hjá þessum stóru sölufyrirtækjum. Það má segja að einn af síðustu hlekkjunum í þróuninni hafi verið eignarhaldið á sölu- fyrirtækjunum og síðan að framleiðendur hættu að gera einkasölusamninga og tóku annað hvort alfarið yfir sölustarf- semina eða sömdu við mismunandi fyrir- tæki um þjónustu á því sviði. Kosturinn við þetta var að markaðvit- und framleiðenda jókst en gallinn hins vegar að aflið úti á mörkuðunum minnk- aði og samningsstaðan veiktist, sér í lagi fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Mér finnst að þessi þróun hafi leitt af sér að minni kraftur er lagður í markaðsstarf fyrir Ísland, bæði hvað varðar ímynd á einstökum mörkuðum eða til að vinna nýja markaði. Þetta er eðlilegt þar sem markaðsstarfið er kostnaðarsamt og ein- stakir litlir framleiðendur hafa ekki burði í svo stór verkefni. Ef maður einfaldar þetta mjög mikið þá má segja að við höfum með þróuninni styrkt stöðu kaup- enda okkar afurða, að sjálfsögðu með undantekningum þar sem sum af okkar allra öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum hafa mjög sterka stöðu með sínar afurð- ir. En samandregið þá sé ég bæði kosti og galla við þessa þróun.“ Sameiginleg markaðssetning nauðsynleg - Höfum við tapað góðum viðskiptavin- um og dýrmætum mörkuðum með því að hverfa frá þessum sameiginlegu sölu- fyrirtækjum framleiðenda? „Það er matsatriði. Breytingin er sú að núna byggjum við meira á skemmri sölusamningum en vegna smæðar margra framleiðenda er hættara við meiri sveiflum í sölumálum þeirra. Þetta út- heimtir líka að hver og einn verður að sinna gæðakröfum á sínum mörkuðum, umbúðakröfum og annarri tækniþróun - eða kaupa þá þjónustu af sjálfstæðum fyrirtækjum sem bjóða slíka þjónustu. En ef ég horfi heildstætt á þessi mál og á ímynd Íslands þá er augljóst að í dag er lítil áhersla lögð á að fjárfesta sameiginlega. Þetta er ekki verkefni stjórnvalda heldur á greinin sjálf að standa fyrir sameiginlegri sókn með ís- lenskar sjávarafurðir í samkeppni við önnur lönd. Samkeppnin við framleið- endur í öðrum löndum og við aðrar fisk- tegundir er það hörð á okkar mörkuðum að við verðum að sinna ímyndarupp- byggingunni mjög vel til að fá besta verðið. Við höfðum klárlega áður að- gang að bestu mörkuðunum, byggðum á mjög góðri gæðaímynd og vorum að ná besta verðinu.“ - Höfum við tapað stöðu? „Já, ég tel að við getum sagt að Ísland hafi á þennan hátt tapað stöðu. Það er í raun hver og einn að vinna í sínu horni og ef maður einfaldar myndina mjög mikið þá færist styrkur frá birgjanum yfir til viðskiptavinarins við þær aðstæður. Eins og ég sagði áðan eru einstaka stærri fyrirtækin að gera þetta ágætlega en styrkur stærðarinnar nýtist ekki á þann hátt sem hann gæti gert.“ - Er greinin nógu meðvituð um þetta? „Að mínu mati ætti greinin að gera miklu meira af því að styrkja ímynd Ís- lands og íslenskra sjávarafurða á sameig- inlegan hátt. Við höfum tæki til þess á borð við Íslandsstofu þar sem haldið er utan um útflutningsþekkingu og mark- aðsmál. En í þetta verður að ráðast því samkeppnin er mikil og hörð. Það er mikið af góðum fiski á mörkuðunum og til að ná hæstu verðunum og bestu við- skiptavinunum þá þarf að standa vel að málum. Það skiptir líka máli að Ísland setji sér háleit markmið. Við erum með dýra vinnslu og útgerð en við verðum að vera í fremstu röð á öllum sviðum. Þetta tekur til gæða, þjónustu og vinnslu.“ Æ g I S V I Ð T A L „Styrkur íslensks sjávarútvegs hefur að hluta til verið sveigjanleikinn til þess að nýta sér tækifæri, hvort heldur er í mismunandi veiðum eða tegundum,“ segir Kristján Hjaltason. Kristján vill sjá að útflutningur á ferskum afurðum tvöfaldist á næstu fimm árum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.