Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 30
30 Ú T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L Ice Fresh Seafood ehf. selur nærfellt 400 þúsund tonn af sjávarafurðum á ári fyrir móðurfélagið, Samherja hf.: Með frábæra vöru í höndum en stjórnmálaumhverfið á Íslandi skapar óróa - segir Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri „Samherji er öflugt fyrirtæki og við getum gert mikið í krafti stærðarinnar og þess magns af fiskafurðum sem við höfum yfir að ráða. Okkar rekstur er mjög markaðsdrif- inn og það þýðir að boðleið- irnar frá okkur sem vinnum í sölu- og markaðsmálunum til þeirra sem eru að vinna á hverjum degi í framleiðslunni eru mjög stuttar. Þannig sitj- um við hér í Hull í Bretlandi en þurfum ekki nema eitt sím- tal til framleiðslustjórans í verksmiðjunni á Dalvík eða til skipstjóranna á frystitogurum Samherja úti á sjó til að stýra framleiðslunni í takti við þau tækifæri sem við sjáum á markaðnum. Þetta fyrirkomu- lag tel ég vera einn af stærstu þáttunum í árangri Samherja í markaðsmálum – boðleiðirnar eru stuttar og sveigjanleikinn mikill,” segir Gústaf Baldvins- son, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf., sölu- og útflutningsfyrirtækis Sam- herja hf. Gústaf starfar í Hull í Bret- landi, einni af stöðvum Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið endurspeglar glögglega um- fang Samherja hf. á sjávarút- vegssviðinu. Það hefur um 300 viðskiptavini sem það þjónustar árlega, á árinu 2009 nam heildarsalan um 390 þús- und tonnum af fiskafurðum og veltan var um 56 milljarðar króna á því ári. Ice Fresh Sea- food selur fisk til 45 þjóð- landa og þannig má segja að allur heimsmarkaðurinn sé undir í daglegu starfi. Hörð samkeppni við Norð- menn á ferka markaðnum Gústaf segir að á þessum tíma ársins nái framleiðsla á ferskum þorskhnökkum há- marki í verksmiðju Samherja á Dalvík en sú framleiðsla fer á markaði í Bretlandi, Belgíu og Frakklandi. Á þeim af- urðamörkuðum er hörð sam- keppni við Norðmenn. „Við erum að slá öll fyrri met í framleiðslu á þorskhnökkum á Dalvík nú í haust og sú vinnsla gengur frábærlega. Þegar kemur fram yfir áramót koma Norðmenn inn af full- um þunga á þennan markað og þá beinum við áherslu okkar í aðrar áttir. Þetta er lykilatriði í svona samkeppn- Afurðir Samherja hf. og dótturfyrirtækja fer víða um heim undir merkinu Ice Fresh Seafood. Þátttaka í sýningum er liður í kynningu þeirra. Ferskar afurðir eru mikilvægasti þáttur í landvinnslu Samherja hf. en Gústaf segir þá markaði ekki endalaust taka við. Þar af leiðandi sé ekki hægt að fullyrða um að innan tiltekins árafjölda verði hægt að framleiða ákveðið hlutfall íslenska fisk- aflans í ferkar afurðir. Eftirspurn markaðarins ráði alltaf mestu um þróunina.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.