Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 19
19 Vestfirska forlagið hefur gefið út bókina Amerískir lúðuveið- arar við Ísland 1884-1897 eftir Jóhann Diego Arnórsson. Þetta er undirstöðurit um lítt kunnan þátt í Íslandssögunni og sagan sögð frá hinn hlið- inni, ef svo má að orði kom- ast. Veiðiskipin voru skonnort- ur með mikinn seglabúnað, 62 til 162 tonn að stærð. Lúð- an var veidd á línu sem lögð var út með smábátum, svo- kölluðum doríum, 7 til 9 á hverri skonnortu og voru 2 menn á hverri. Veiðisvæðið var einkum út af Vestfjörðum og veiðitímabilið apríl-ágúst og stundum fram í septem- ber. Lúðuveiðararnir höfðu bækistöð á Þingeyri í Dýra- firði og var þar oft líflegt á þessum árum þegar allt að 230 Ameríkanar gengu þar um stíga. Á Hótel Niagara voru haldnir dansleikir og þar tókust kynni með stúlkum á Þingeyri og hinum erlendu sjómönnum. Afraksturinn af þeim kynnum voru 8 börn, samkvæmt Kirkjubók Sanda- prestakalls og hefur reynst happadrjúg blóðblöndun. Í bókinni birtist í fyrsta sinn dagbók sem rituð var í Íslandsferð hinnar frægu skonnortu Concord 1890 eftir Alex D. Bushie stýrimann, en skipstjóri á Concord var John Diego, forfaðir þeirrar ættar hér á landi. www.matis.is Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppn- ishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálf- bæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu F R É T T I RB Æ K U Bók um ameríska lúðuveiðara við Ísland 1884-1897

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.