Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 20
20 Æ g I S V I Ð T A L Markaðsmál íslenskra sjávarafurða er víðfeðmt hugtak, enda fjölbreytni mikil í útflutningi afurða og markaðirnir ólíkir og staðsettir víða um heiminn. Kristján Hjaltason er einn þeirra Íslendinga sem starfað hafa um áratuga skeið að mark- aðsmálum sjávarafurða, bæði hjá inn- lendum sölufyrirtækjum sem erlendum og sem sjálfstæður ráðgjafi á þessu sviði. Hann segir að með þeirri þróun að hverfa frá stórum sameiginlegum markaðsfyrir- tækjum framleiðenda hafi viðskiptavinun- um á margan hátt verið fengin í hendur sterkari staða þar sem seljendurnir séu nú mun fleiri og smærri. Hins vegar hafi markaðsþekking inni í framleiðslufyrir- tækjunum sjálfum aukist verulega og þannig séu fyrirtækin meðvitaðri frá degi til dags um þarfir og óskir á mörkuðun- um. Kristján vill sjá aukna sameiginlega markaðssetningu á Íslandi sem fram- leiðslulandi sjávarafurða. Þeim þætti er ekki sinnt nægjanlega í dag. Á árunum 1986 til 2006 starfaði Krist- ján fyrir Sölmiðstöð hraðfrystihúsanna sem síðar varð Icelandic Group. Af þeim tíma var hann um 11 ára skeið í Þýska- landi en árið 1997 kom hann til Íslands og tók við starfi framkvæmdastjóra markaðsmála og þjónustu og við breyt- ingu SH árið 2000 úr sölusamlagi í mark- aðs- og sölufyrirtæki varð Kristján fram- kvæmdastjóri SH þjónustu. Síðan starfaði Kristján um eins árs skeið fyrir Icelandic France í París en fór síðan til Glitnis banka sem sjávarútvegssérfræðingur í Kaupmannahöfn og London með áherslu á að byggja upp tengsl við við- skiptavini í Evrópu. Því starfi gegndi hann frá 2007 til 2008. Á árinu 2009 var hann ráðgjafi í sjávarútvegsmálum fyrir erlend fyrirtæki og frá byrjun þessa árs hefur Kristján verið í fullu starfi í London fyrir Ocean Trawlers, sem er eitt af ráð- andi fyrirtækjum í framleiðslu og sölu þorsk- og ýsuafurða úr Barentshafi inn á Evrópu-, Asíu- og Bandaríkjamarkað. Verkefni Kristjáns hjá fyrirtækinu er að byggja upp markað fyrir sjófryst flök á meginlandi Evrópu. „Ég hef því komið að fjölbreyttum þáttum markaðsmála sjávarútvegs, vann á sínum tíma með framleiðendum fyrir SH um allt land í frystum afurðum og ferskum og starfaði þá á Evrópu-, Amer- íku- og Asíumörkuðum. Í starfinu fyrir Glitni banka vann ég við að að byggja upp samband við fyrirtæki í Evrópu í öll- um greinum, bæði veiðum, vinnslu og markaðsmálum. Í fyrra fór ég síðan til Víetnam til að kynna mér sjávarútveg og markaðsmál þar þannig að ég hef kynnst fjölbreyttum þáttum sjávarútvegs víða um heim,“ segir Kristján. Samlagsfyrirtækin líða undir lok Markaðsmál og útflutningur í sjávarút- vegi hafa breyst mikið að undanförnum árum. Sölumálin voru áður í samlögum Kristján Hjaltason hefur áratuga reynslu af sölu sjávarafurða út um allan heim. Þrátt fyrir mikla samkeppni á mörkuðum segir hann Íslendinga geta markað sér sérstöðu: Eigum að selja gæða- afurðir og ímynd landsins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.