Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 16
16 „Icelandic Group er sérfræð- ingur í sjávarfangi. Íslending- ar kunna að veiða fisk, það er okkur í blóð borið. Íslendingar kunna líka að verka fisk en gífurleg framþróun hefur orðið á undanförnum árum við vinnslu á sjávarfangi og óþarft að nefna þar fyrirtæki á borð við Marel sem er leiðandi á heimsvísu í þessum geira. Sérstaða Icelandic Group felst aftur á móti í því að selja íslenskar sjávarafurðir inn á alþjóðlega markaði,“ segir Finnbogi Baldvinsson, for- stjóri Icelandic Group en það fyrirtæki ber höfuð og herðar yfir önnur hér á landi þegar kemur að sölu á íslensku sjáv- arfangi. Það er til marks um um- fang Icelandic að fyrirtækið er nokkurs konar net sjálf- stæðra framleiðslu- og mark- aðsfyrirtækja sem starfa hvert og eitt á sínum markaði í Ameríku, Evrópu og Asíu. Icelandic Group er eitt af tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækj- um heims samkvæmt Intra- fish en tekjur fyrirtækisins verða til á meginlandi Evrópu (40%), Bretlandseyjum (28%), í Norður-Ameríku (18%) og í Asíu (14%). Árið 2009 var besta rekstr- arár félagsins og fyrstu sex mánuðir þessa árs fylgdu þeim árangri eftir. Árið 2009 nam hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta um 3 milljörðum króna og á fyrri hluta þessa árs nam hagnað- ur fyrir skatta rúmlega 2 millj- örðum króna, sem er aukning um 135% á milli ára. Á fyrri hluta þessa árs velti Icelandic Group tæplega 80 milljörðum króna, rekstrarhagnaður nam 4,1 milljarði króna, sem er 20% aukning milli ára. Þá var arðsemi eiginfjár á fyrri hluta þessa árs 11%, samanborið við 4,3% á síðasta ári. Fiskurinn sannar mikilvægi sitt Á heildsölumarkaði selur Ice- landic til veitingahúsa, mötu- neyta og annarra stofnana undir eigin merki en á smá- sölumarkaði hefur fyrirtækið hins vegar einbeitt sér með góðum árangri að framleiðslu undir merkjum stærri smá- sölukeðja á borð við Marks & Spencers, Tesco, Carrefour og Aldi. Ingvar Eyfjörð, aðstoðar- forstjóri Icelandic, segir glögglega hafa komið á dag- inn í kjölfar efnahagshrunsins hversu mikilvægar fiskafurðir okkar séu fyrir íslenska hag- kerfið. „Það er ekki langt síðan að margir töldu að gamla Ísland væri sokkið og fjármálamið- stöðin Island væri tekin við. Í dag er staðreyndin þó sú að fiskurinn er aftur mikilvægasti þátturinn í verðmætasköpun þjóðarinnar. Íslenskar afurðir eru samofnar ímynd landsins, lambið, fiskurinn, smjörið og Icelandic Group er eitt af 10 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims: Að gera íslenskt sjávarfang að upplifun neytandans! Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. F R É T T I RÚ T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L Í einni af fiskréttaverksmiðjum Icelandic Group.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.