Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.2010, Blaðsíða 31
31 Ú T F L U T N I N g U R & m A R K A Ð S m á L isumhverfi, að lesa í markað- inn og þau tækifæri sem eru hverju sinni,” segir Gústaf. Afhendingaröryggi lykilþáttur Eins og gefur að skilja er mikil fjölbreytni í þeim afurð- um sem Ice Fresh Seafood selur fyrir Samherja hf., enda fyrirtækið með fjölbreytta út- gerð og vinnslu, bæði hér á landi og erlendis. Sífelld þró- un kallar á nýja og nýja markaði og gott dæmi um það segir Gústaf vera makríl- veiðarnar við Ísland. Hann segir að Samherji hafi byggt upp sinn orðstír á markaðnum á löngum tíma. „Lykiláherslurnar í því eru gæði, afhendingaröryggi, vöruúrval og þjónusta. Af- hendingaröryggið er eitt af því allra mikilsverðasta því með því skapast nauðsynlegt traust viðskiptavinanna á okkur. Menn eru ekki teknir alvarlega á markaðnum ef ekki er öryggi í afhendingu vörunnar og þarna kemur einmitt að því atriði sem veldur okkur hvað mestum áhyggjum í dag. Kvótaum- ræðan á Íslandi er með þeim hætti núna að hún er að valda ótta úti á markaðnum og gerir okkur erfitt fyrir. Eins og ég nefndi áðan þá eigum við í harðri samkeppni við Norðmenn úti á mörkuð- unum, enda búa þeir yfir miklum þorskkvóta og eru í flestum sömu tegundum og við erum í. Norðmenn búa við ákveðinn stöðugleika á sjávarútvegssviðinu og leggja til dæmis gríðarlegar fjárhæð- ir í sameiginlegt markaðsstarf. Á meðan stöndum við í þeim sporum að vera með heims- ins bestu fiskafurðir en brýna nauðsyn á að geta eflt mark- aðsstarfið og sagt fleiri við- skiptavinum frá vörunni. Gallinn er hins vegar sá að það virðist gleymast að allt sem íslenskir stjórnmálamenn segja um þessi mál frá degi til dags er þýtt jafnóðum og er komið til okkar kaupenda nánast samdægurs. Og því miður er margt af því sem kemur úr þeirri áttinni ekki til þess fallið að skapa ró og trú til framtíðar. Ég get ekki leynt því, hafandi búið erlendis um langt skeið og starfað í þessu umhverfi, að það er mikil einfeldni þegar stjórnmála- menn heima á Íslandi og ekki síst ráðherra sjávarútvegsmála heldur að það sem hann seg- ir um sjávarútvegsmál berist ekki út í hinn stóra heim og til stærstu viðskiptavina okk- ar. Við höfum mýmörg dæmi um hvernig þetta veldur óró- leika og það er staðreyndin núna. Stöðugleiki í sjávarút- vegmálum á Íslandi til fram- tíðar er það sem þarf því menn verða að gera sér grein fyrir því samkeppnisumhverfi sem við erum í. Þeirri sterku stöðu sem við höfum með góðar afurðir í höndum má ekki tapa.” Vita að þeir ganga að gæðun- um vísum Gústaf segir að marga kjöl- festuviðskiptavini Ice Fresh Seafood hafa keypt fram- leiðslu Samherja hf. um árbil og þeir viti að hvaða gæðum þeir gangi. Gott samstarf við þá sé þess vegna einn allra mikilvægasti þáttur starfsem- innar „en auðvitað verða allt- af breytingar og þróun og ný- ir viðskiptavinir bætast við,” segir hann og er fljótur til svars við þeirri spurningu hvort stefna eigi að stóraukn- ingu í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. „Við höfum stóraukið út- flutning á ferskum þorsk- hnökkum hjá okkur síðustu 6-7 árin og sá þáttur er orð- inn sá mikilvægasti í okkar landvinnslu. Markaðir fyrir ferskar afurðir eru á hinn bóginn ekki endalausir né án samkeppni. Árangur í útflutn- ingi á ferskum afurðum bygg- ist á mjög mörgum þáttum og grunnurinn er lagður í fiski- skipinu úti á miðunum og síðan í vinnslunni í landi. Þegar afurðin kemur svo í verslanir í Frakklandi, Belgíu eða Bretlandi vitum við ná- kvæmlega hvað fiskurinn er gamall og hvaða „líftíma“ hann hefur. Mér finnst mikil einföldun að stilla því þannig upp að stefna eigi að því að svo og svo hátt hlutfall af ís- lenskum fiski fari í ferskan útflutning eftir tiltekinn ára- fjölda. Þetta ræðst einfaldlega af þróun og eftirspurn á mörkuðunum og síðan því mikilvæga atriði að standast allar kröfur um þennan út- flutning því vinnsla og sala ferskra afurða gerir miklar kröfur til framleiðandans,” segir Gústaf en að hans mati felast mikil tækifæri í að geta í auknum mæli flutt fersku af- urðirnar erlendis með skipum í stað flugvéla, enda til muna ódýrari flutningsmáti. Tækifæri í breyttum lífsstíl Vel gengur að halda uppi verði sjávarafurða á mörkuð- unum, þrátt fyrir efnahags- samdrátt í mörgum löndum. Það á sér sínar skýringar, seg- ir Gústaf. „Við sjáum það einfaldlega að neysla á fiski er að aukast í heiminum, áhuginn beinist að hollum lífsstíl og þá kem- ur fiskneysla strax inn í myndina. Þetta segir okkur að tækifærin eru endalaus framundan. Síðan er okkur ánægjuefni að finna hversu sterkt nafn Samherja er sem framleiðanda sjávarafurða og það gerir okkur auðveldara fyrir í samkeppninni. Við er- um með frábæran fisk í höndum að bjóða viðskipta- vinum og á margan hátt stöndum við talsvert framar helsta samkeppnisaðilanum, Norðmönnum. En þessari stöðu er hins vegar hægt að tapa ef við erum ekki á tán- um á öllum sviðum, hvort heldur er í veiðunum, vinnsl- unni og öðrum þáttum sem snúa að vörunni sjálfri eða hvað varðar stjórnmálin og stöðugleika sjávarútvegsins. Þar er mesta óvissan okkar í dag – og verður að breytast sem fyrst,” segir Gústaf Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood. Mjög góður árangur hefur náðst í vinnslu og sölu á ferskum þorskhnökkum sem unnir eru í frystihúsi Samherja hf. á Dalvík. Met verður í þeirri vinnslu nú í haust.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.