Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 10
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Fermingargjöf sem gleður. Opið 13-18 í dag. GJAFAKORT SMÁRALINDAR Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúrulegt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum AUGNÞURRKUR PALESTÍNA Aðild Palestínu að Alþjóðlega sakadómstólnum, sem er stríðsglæpadómstóll, tók gildi í gær og þýðir að dómstóllinn hefur nú umboð til að rannsaka meinta stríðsglæpi sem framdir hafa verið frá og með 13. júní síðast- liðnum. Það þýðir að Gasastríðið síðast- liðið sumar, sem hófst 8. júlí og stóð í fimmtíu daga, fellur innan tímabilsins. Bæði Ísraelar og Pal- estínumenn hafa verið sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi í þess- um átökum. Loftárásir Ísraela á Gasa kost- uðu meira en 2.000 Palestínu- menn lífið. Langflestir þeirra voru almennir borgarar. Ísraelar misstu aftur á móti 66 hermenn og sex almenna borgara. Flug- skeytasendingar Palestínumanna yfir landamærin til Ísraels hafa sömuleiðis verið sagðar stríðs- glæpir, enda var almennum borg- urum með þessu stefnt í hættu þótt lítið tjón hafi í reynd orðið af flugskeytunum. Hvorki Palestínumenn né Ísra- elar geta, ekki frekar en önnur lönd, formlega kært mál til dóm- stólsins. Dómstóllinn getur hins vegar sjálfur haft frumkvæði að rannsókn, og hægt er að senda honum upplýsingar til skoðunar. Dómstóllinn gæti einnig tekið til rannsóknar framferði Ísraela á hernumdu svæðunum. Samkvæmt sáttmálanum, sem dómstóllinn starfar eftir, telst bæði landtaka á hernumdum svæðum og nauð- ungarflutningar íbúa hernuminna svæða til stríðsglæpa. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja aðild Palestínu að dómstólnum fagnaðarefni. Ríki heims eigi að sýna henni stuðning. Bandaríkin, Ísrael og Kanada eru hins vegar gagnrýnd fyrir að hafa reynt að vinna gegn aðild Pal- estínu að dómstólnum. Frá því Benjamín Netanjahú varð forsætisráðherra Ísraels árið 2009 hafa Ísraelar eyðilagt heimili meira en fimm þúsund Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Jafn- framt hafa Ísraelar á þessu sama tímabili reist eða hafið byggingu meira en 10 þúsund heimila fyrir ísraelska landtökumenn á Vestur- bakkanum. „Stjórnvöld ríkja, sem leitast við að refsa Palestínumönnum fyrir að gerast aðilar að Alþjóð- lega sakadómstólnum eiga strax að láta af þrýstingi sínum,“ segir Balkees Jarrah hjá Human Rights Watch. „Það sem er gagnrýnivert eru þessar tilraunir til að grafa undan alþjóðlegu réttarfari, ekki ákvörðun Palestínu um að gerast aðilar að samningi sem meira en 100 lönd víðs vegar um heim eiga aðild að.“ Mannréttindavaktin segir hvorki Ísraela né Palestínumenn hafa staðið sig vel við að draga sína menn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi, hvorki sumarið 2014 né heldur fyrri brot. Rannsókn á atburðunum síðasta sumar stendur þó yfir á vegum ísraelska hersins og Ísraelsríki hefur sömuleiðis boðað rannsókn. Ekki er vitað til þess að Palestínu- menn ætli að gera neina rannsókn á þessum atburðum. gudsteinn@frettabladid.is Aðild orðin að veruleika Palestína varð í gær aðildarríki Alþjóðlega sakadómstólsins, þrátt fyrir hörð andmæli bæði frá Ísrael og Banda- ríkjunum. Dómstóllinn getur þar með tekið til rannsóknar bæði Ísraela og Palestínumenn vegna stríðsglæpa. KONUR Á GASA Mikil eyðilegg- ing varð í 50 daga loftárásum Ísraels- hers á Gasasvæðið síðasta sumar. NORDICPHOTOS/AFP Það sem er gagnrýni- vert eru þessar tilraunir til að grafa undan alþjóðlegu réttarfari, ekki ákvörðun Palestínu um að gerast aðilar að samningi sem meira en 100 lönd víðs vegar um heim eiga aðild að. Balkees Jarrah, Human Right Watch TÆKNI Planet Labs, bandarískt hátæknifyrirtæki, hefur valið Ad- vania sem hýsingaraðila fyrir safn háskerpumynda sem floti gervi- hnatta fyrirtækisins tekur stöðugt af jörðinni. Planet Labs rekur 71 gervihnött sem allir eru á sporbaug um jörðina og vakta ástand henn- ar. Hver gervihnöttur er aðeins um metri að lengd, tíu sentimetrar að breidd og vegur aðeins um fjögur kíló. Gervihnettirnir skanna allt yfir- borð jarðarinnar einu sinni á hverj- um sólarhring og fylgjast m.a. með ástandi ræktarlands, vatnsforða og vexti þéttbýlis. Hýsing, flokkun og öruggur aðgangur að hinu gríðar- stóra myndasafni Planet Labs er í gegnum Advania Open Cloud, tölvuský Advania. Þessi lausn byggir á Qstack-hugbúnaðinum frá Greenqloud og gagnaverum Ad- vania hér á landi, segir í tilkynn- ingu Advania. Planet Labs var stofnað árið 2010 af vísindamönnum sem áður störf- uðu hjá NASA. - shá Advania varð fyrir valinu hjá bandaríska hátæknifyrirtækinu Planet Labs: Hýsa myndir utan úr geimnum UTAN ÚR GEIMNUM Höfnin í San Francisco í BNA. MYND/PLANETLABS STJÓRNMÁL Fimm þingmenn Sam- fylkingarinnar vilja að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, hefji viðræður um fríverslun við Fríverslunar- samtök Suðaustur-Asíu, ASEAN. Í rökstuðningi með þingsálykt- un þeirra er bent á að slíkt sam- komulag væri rökrétt framhald af fyrri fríverslunarsamningum en á síðasta kjörtímabili samdi Ísland um tvíhliða fríverslunar- samning við Kína. - srs Hvetji EFTA til samninga: Vilja aukna frí- verslun við Asíu STJÓRNSÝSLA Eftir breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga er ráðgjafarnefnd sjóðsins nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Fram kemur á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga að fyrsti fundur nýskipaðrar nefndar hafi farið fram í innanríkiráðuneytinu í síðustu viku. Sambandið tilnefn- ir sex fulltrúa en nýr formaður, skipaður án tilnefningar, er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitar- stjóri í Grýtubakkahreppi. - óká Nýskipuð nefnd fundar: Fulltrúum var fjölgað um tvo STJÓRNMÁL Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um stofnun íþrótta- skóla í Kópavogi. Í tillögunni er stjórnvöldum gert að hefja viðræður við Kópa- vogsbæ um stofnun nýs fram- haldsskóla sem sérhæfir sig í íþróttum. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að mikil fjölgun íbúa í Kópavogi kalli á nýjan framhaldsskóla í bænum en fyrir er einn framhaldsskóli í Kópavogi. - srs Fjölgun kallar á nýjan skóla. Vill fá íþrótta- skóla í Kópavog 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -A 3 B C 1 6 3 E -A 2 8 0 1 6 3 E -A 1 4 4 1 6 3 E -A 0 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.