Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.04.2015, Qupperneq 24
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKÍRDAGUR | 24 Unnsteinn er svo töff týpa að ég hélt að hann héti Retro og kallaði hann það,“ segir Sigga Klingen-berg þegar hún hitt- ir Unnstein á rökstólum. Þau hafa sem sagt hist áður. Unnsteinn: Við dæmdum einu sinni söngkeppni saman. Svo var eitthvert djamm á Sushi Samba. Sigga: Við vorum góð þar. Vorum með karnival-hátíð. Við erum alveg þannig týpur. Það þarf meira af suðrænu blóði hérna á Íslandi. Það þarf að fá heitt fólk hingað til lands. Svo þurfum við að flytja inn fleiri villt dýr. Mörgæs- ir, ísbirni, storka og svona. Finnst þér Ísland og Íslendingar svona einsleitir? Sigga: Tja, Íslendingar eru allavega fljótir að móta sig að því sem er skemmtilegt og fljótir að skipta um skoðun, þannig að það er lítið mál að bæta flóruna. Unnsteinn: Já, það er fyndið með Íslendinga. Við sem þjóð getum skipt um skoðun á einu bretti. Eins og með hundinn Lúkas, allir höt- uðu einn gæja og svo vorkenndu honum allir. Miklar sveiflur í gangi. Sigga: Við erum alveg opin og skemmtileg þjóð. Ég vil bara fá fleiri inn. Við erum of ströng að hleypa fólki inn í landið. Eins og einhver frændi þinn frá Angóla, Unnsteinn, ætti bara að geta flutt hingað. Dramatískur krabbi Sigga Kling er þekkt fyrir stjörnu- spár sínar. Í síðustu viku var ein aðalfréttin á Vísi að stjörnumerk- in væru alls ekki í þeirri röð og við höfum alltaf haldið. Fólk var í uppnámi því allt í einu var það í nýju merki. Hvað finnst ykkur um þetta? Sigga: Ég er örugglega búin að fá hundrað pósta út af þessari frétt. En sko, ef stjörnurnar eru breytt- ar núna þýðir það bara að þeir sem fæðast núna eru í nýja kerfinu. Svo gæti þetta líka bara verið tómt bull. Í hvaða stjörnumerki ert þú Unnsteinn? Unnsteinn: Ég er krabbi. Sigga: Alveg týpískur krabbi. Pollrólegur, tilfinningaríkur og pínu dramatískur. Allt sem þarf til að skapa góðan listamann. Þú ert allavega ekki frosinn. Unnsteinn: Ég spái svo sem lítið í stjörnuspár. Sigga: Enda er þetta bara dægra- dvöl og fólk á aldrei að trúa 100% á neitt, nema náttúrulega á sjálft sig. Það hringdi í mig kona um daginn sem sagði mér að hún hefði skil- ið við manninn sinn eftir að hafa lesið í stjörnuspá frá mér að hún ætti að ganga frá ástamálunum. Ég var alveg miður mín, fólk verður að passa sig! Þannig að þú berð ábyrgð á hjónaskilnaði? Sigga: Orð eru álög en þú verður að trúa þeim til að það séu álög þín. Unnsteinn: Kærastan mín hitti þig nú einu sinni og þú spáðir fyrir henni. Þú sagðir henni að hlusta á drauma sína og vera ekki að hanga í einhverju námi sem hún hafði engan áhuga á. Hún var í lög- fræði á þessum tíma, hætti og er núna skartgripahönnuður. Og mjög sátt við þá ákvörðun. Auðvitað var þetta í undirmeðvitund hennar en kannski ýttu orð þín við henni. Sigga: Já, fólk skilur stjörnu- spána eins og það vill. Jákvætt eða neikvætt. Kannski þarf fólk bara smá uppörvun. Burt með virka í athugasemdum Vantar kannski hlýrri og meira uppörvandi samskipti á Íslandi? Hvernig finnst ykkur til dæmis orð- ræðan á Íslandi? Unnsteinn: Orðræðan er alltof meðvirk. Stjórnmálaumræðan í öðrum löndum er miklu harðari. Hér kemst fólk upp með allt því allir eru frændur eða frænkur eða börnin saman í leikskóla. Þann- ig að í stað þess að fólk komi með rökfasta gagnrýni felur fólk sig bak við dónaskap í athugasemda- kerfum fjölmiðlanna. Þá er skrif- að eitthvað hræðilega særandi en fólk sem ætti að vera að tjá sig segir ekkert. Til dæmis í pólitík- inni þar sem enginn þorir að dæma einhvern í sínum eigin flokki. Við erum hrikalega meðvirk þjóð. Sigga: Mér finnst bara að við ættum að sleppa þessum athuga- semdakerfum. Fólk felur sig á bak við fölsk nöfn og myndir. Margir þora ekki að tjá sig við fjölmiðla af ótta við athugasemdirnar. Mér finnst þetta algjör smáborgara- háttur. Unnsteinn: Fólk tekur líka meira mark á nokkrum neikvæðum athugasemdum en einu jákvæðu hrósi. Sigga: Já, heilinn er nefnilega neikvæður þar sem neikvæðnin er sterkari. Á þing með Unnstein! Hafið þið orðið fyrir neteinelti? Unnsteinn: Nei, ekki þannig en hafandi alist upp við netið þá er maður líka orðinn vanur ýmsu. Sigga: Einu sinni gerði ég allt klikkað á Blandi því það var verið að skíta út vin minn og ég sagði að þetta væri bara eitthvað flíspeysu- og crockskólið. Þá átti ég vikuna á vefnum. En ég bið börnin mín um að sleppa því að segja mér ef þau sjá eitthvað svona um mig á netinu. Þótt einhver hafi einhverja skoðun á mér þá þarf ég ekkert að vita það. Unnsteinn: Það er eina vitið. Það er líka búin til einhver spenna og leiðindi á milli hópa með svona kerfum. Til dæmis þessi gjá á milli borgar og landsbyggðarinn- ar sem er eingöngu búin til, til þess að safna atkvæðum. Svona stríð er búið til svo fólk sjái ekki alvöru vandmálin. Það er til dæmis rifist um hjólastíg í Borgartúni á meðan ekki er rætt um fólk sem hefur ekki efni á tannlækni. Sigga: Ég vil bara sjá þig á þingi, Unnsteinn. Unnsteinn: Mín eina reynsla er að hafa verið í nemendaráði Aust- urbæjarskóla. Ég er eiginlega kom- inn með nóg af stjórnmálamenn- ingunni á Íslandi. Það fer svo mikið fyrir freku köllunum en þannig er ekki samfélagið. Sterkasta fólkið er ekki frekir kallar. Sterka fólkið er til dæmis kennararnir sem leiða fullt af ungu fólki út í lífið en það er engin virðing borin fyrir því. Bara köllum sem keyra á Land Cruiser – sem voru örugglega allir saman í bekk og sitja saman í gufu- baði á föstudögum. Sigga: Ég hef engan áhuga á að taka þátt í pólitík en hef alveg sterkar skoðanir. Unnsteinn: Það held ég að sé algengt. Það rímar kannski við sögu- lega lélega kosningaþátttöku unga fólksins í síðustu sveitarstjórnar- kosningum? Sigga: Já, ég þurfti að múta mínum strákum með pitsu til að kjósa. Unnsteinn: Það er ekkert skrít- ið enda er verið að tala mál sem enginn skilur í pólitík. Fólk á þingi skilur það varla sjálft. Nú er til dæmis að koma aftur góð- æri og blekkingin sem er í gangi er að allir geti orðið ríki kallinn í hverfinu. En það mun aldrei ger- ast. Þetta er bara gamall peningur sem helst áfram í fjölskyldunni. En á meðan allir reyna að verða ríkir rífa þeir ekki kjaft, heldur þegja og halda áfram til að vera með í keppninni. Samfélagið verður að halda ríka fólkinu ánægðu. Sigga: Þess vegna vil ég jafnan skatt. Við viljum halda ríka fólk- inu á landinu en ekki að það fari í skattaskjól. Spáð í spádómsprik Jæja, ef við forðum okkur úr nei- kvæðninni og tölum til dæmis um sólina sem skín eftir harðan vetur. Er það ekki ánægjulegt? Sigga: Ég var smá að missa það þennan vetur. Ég sem tala alltaf vel um veðrið. Páll Bergþórsson fór svo illa með mig þegar hann sagði að það væri að koma þrjátíu ára kuldakast. Páll Bergþórsson er gegnheill maður og allt sem drýp- ur af vörum hans er gull en þetta er bara frosið gull. Ég skora á Pál að draga þetta til baka. Unnsteinn: Við verðum bara að búa til nýlendu fyrir Ísland. Sigga: Þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt. Þú verður að fara á þing. Ég kýs þig út af þessu. Nú verður þú að draga galdraprik. Unnsteinn dregur prik og Sigga Kling les upp spádóminn. „Þig heimur vekur og undir hendur á þér tekur. Það er að koma heilög stund, það sem þú óskar, kemur á þinn fund. Birtan öllu breyta mun þó þú hafir engan grun.“ Unnsteinn fer með þessi orð með sér í stúdíóið þar sem hann vinnur að gerð nýrrar plötu. Sigga ætlar aftur á móti í frí með fjölskyldunni til Valencia á Spáni yfir páskana, og fer heim að pakka fyrir strönd- ina. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Á RÖKSTÓLUM Spáð í prik og meðvirkni þjóðar Unnsteinn Manúel Stefánsson og Sigríður Klingenberg ræða stjörnuspeki, meðvirkni, villt dýr og ljóta umræðu í athuga- semdakerfum. Þau hafa hvorugt nokkurn áhuga á þátttöku í pólitík þrátt fyrir sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Svona stríð er búið til svo fólk sjái ekki alvöru vandmálin. Það er til dæmis rifist um hjólastíg í Borgar- túni á meðan ekki er rætt um fólk sem hefur ekki efni á tannlækni. Unnsteinn Það hringdi í mig kona um daginn sem sagði mér að hún hefði skilið við manninn sinn eftir að hafa lesið í stjörnuspá frá mér að hún ætti að ganga frá ástamálunum. Ég var alveg miður mín. Sigga Kling MEÐ SPÁDÓMS- PRIKIN Sigga Klingenberg leyfir Unnsteini að draga prik og les fyrir hann spádóminn. Þau taka annars bæði lífinu létt þrátt fyrir að margt mætti betur fara, svo sem velferðarkerfið, skatturinn og meðvirk orðræða í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -0 B 6 C 1 6 3 F -0 A 3 0 1 6 3 F -0 8 F 4 1 6 3 F -0 7 B 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.