Fréttablaðið - 02.04.2015, Side 32

Fréttablaðið - 02.04.2015, Side 32
4 • LÍFIÐ 2. APRÍL 2015 H refna Björk Sverris- dóttir er ein af þess- um konum sem maður heldur jafnvel að hafi auka klukkustundir í sólahringnum eða þurfi minni svefn en flestir. Hún er drífandi og stekkur á góðar viðskiptahug- myndir og keyrir þær áfram þar til hugmynd verður að veruleika. Hún er með mörg járn í eldinum en kippir sér ekkert sérstaklega upp við það og upplifir ekki að hún geri meira en aðrir: „Þetta bara einhvern veginn er svona og hefur alltaf verið,“ segir Hrefna eins og ekkert sé eðlilegra. Það er greini- legt að það er í kjarna Hrefnu að framkvæma og þegar Hrefna er innt eftir því hvort þetta sé inn- byggð snilldargáfa eða ofvirkni þá segir hún að það sé hvorugt. „Þetta er spurning bara um að gera og hætta að ofhugsa hlut- ina, taka upp símann og hringja en ekki mikla fyrir þér verkefnið áður en þú leggur í það svo það verði ekki óyfirstíganlegt.“ Útgáfan heillaði Hrefna hefur ætíð farið ótroðn- ar slóðir í rekstri og atvinnu- sköpun og sem dæmi um slíkt þá stofnaði hún blaðið Orðlaus ásamt nokkrum vinkonum sínum við lok stúdentsprófs frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð. „Mér fannst bara vanta blað fyrir þenkjandi ungar konur um málefni sem ungt fólk er að pæla í og langar að lesa um, bæði áhugaverðar fréttir en einnig hvað er að gerast í samfé- laginu.“ Málgagn fyrir þennan aldurshóp hafði vantað og því var Orðlaus kærkomið. Blaðinu var dreift í flesta fram- haldsskóla og á kaffihús og naut mikilla vinsælda. Þannig lágu leiðir Hrefnu inn á Morgunblað í kjölfar þess sem hún seldi tíma- ritið Ár og dag. Hrefna var einn- ig á meðal stofnenda Monitor og stýrði blaðinu fyrstu tvö árin. Hrefna hugsar til baka og rifjar upp starfsandann við blaðaútgáf- una. „Það var ótrúlega skemmti- legur tími og mikið af góðu fólki sem maður kynntist þar enda yfir- leitt góð orka í kringum ungt fólk og hugðarefni þess.“ Móðurhlutverkið kallar Móðurhlutverkið bankaði tiltölu- lega snemma upp á hjá Hrefnu, sem þá var í sambandi með Bjarna úr Mínus eins og hann er oftast kallaður. Þau eiga saman dótturina Ronju. Hrefna hafði verið á fullu í vinnu við blaðaút- gáfu og að vera ung kona í sam- bandi með rokkara og því glysi sem þannig lífsstíl getur fylgt. Hún var því ekki með hugann sér- staklega við barneignir. Hrefna upplifir þakklæti fyrir móður- hlutverkið þótt það hafi komið óvænt upp á. „Lífið með Ronju er bara ótrúlegt. Það er svo gefandi að vera móðir en samt svo krefj- andi.“ Hrefna segir þær mæðg- ur vera mjög nánar og vera núna orðnar eins konar vinkonur. „Hún er svo skemmtileg og það er svo gaman að spjalla við hana og fá hennar sýn á lífið.“ Um skeið bjó fjölskyldan í Nor- egi þar sem Hrefna rak fataversl- un og segir hún þann tíma hafa verið yndislegan fyrir þær mæðg- ur. „Við áttum svo mikinn tíma til að vera saman. Það var svo ró- legt og fjölskylduvænt þarna og þetta var í raun frábær tími fyrir okkur.“ Aðspurð hvort hugurinn leiti til Noregs er Hrefna fljót að svara: „Nei, það er í raun hund- leiðinlegt þar og ekkert að ske en ef maður er í uppeldisgír þá er þetta frábært,“ segir hún og skellihlær. Bjarni og Hrefna skildu fyrir um þremur árum og er Hrefna nú í sambúð með Magnúsi Scheving, sem er betur þekktur sem stofn- andi Latabæjar og andlit Íþrótta- álfsins. Lífið í Latabæ Fréttir af forkólfi sem lét hug- myndir verða að veruleika með glans og fágun bárust um íslensk fyrirtæki og þegar Latabæ vant- aði framleiðanda þá var potaði í Hrefnu. „Ég var eiginlega veidd inn í verkefni fyrir Latabæ til að sjá um framleiðslu á morgun- blokk fyrir Sprout og NBC í Bandaríkjunum og í kjölfarið var mér boðið starf sem Head of Creative Development. Þar sem þetta er flott og alþjóðlegt fyrir- tæki þá var ekki flókið að þiggja það.“ Hrefna sér ekki eftir því í dag. Í starfi sínu hjá Latabæ ferð- aðist Hrefna út um allan heim og öðlaðist reynslu með því að vinna með fólki alls staðar að úr heim- inum og hitti hún mikilmenni líkt og Michelle Obama í heim- sókn í Hvíta húsinu. „Það var svo súr realískt að vera þarna í Hvíta húsinu að taka í höndina á henni, en samt var það svo eðli- legt því að hreyfing og heilsa barna er mikilvægt málefni,“ bætir Hrefna við, sem segir Lata- bæ sem vinnustað vera ólíkan öllum öðrum. „Þetta var mikill hraði sem þurfti að vinna á og „Mér fannst bara vanta blað fyrir þenkjandi ungar konur um málefni sem ungt fólk er að pæla í og langar að lesa um, bæði áhugaverðar fréttir en einnig hvað er að gerast í þjóðfélaginu.“ Sigga Dögg blaðamaður siggadogg@365.is NÝ NÁLGUN Í TÍSKU- HEIMINUM Frumkvöðullinn og hugmyndasmiðurinn HREFNA BJÖRK SVERRISDÓTTIR er með áhugaverð verk- efni í gangi sem eru eins ólík og þau eru mörg. Hrefna Björk er með spennandi hluti á prjónunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM maður var alltaf á tánum en svo- leiðis er það bara þegar stefnan er tekin á velgengni á alþjóðlegu sviði,“ segir Hrefna sem kippir sér ekkert upp við óhefðbundinn vinnutíma eða krefjandi starfs- umhverfi. Þegar blaðamaður veltir því fyrir sér hvernig megi sam- tvinna ferðalög heimsálfa á milli og uppeldi svarar Hrefna: „Þetta er oft spurning um gæði stund- anna sem við eigum saman frek- ar en magn tímans. Svo reynir maður að hugsa þetta þannig að maður sé ekki lengra en eitt símtal frá henni en svona vinna togar alveg í hjartað.“ Það er þetta sígilda uppeldissamvisku- bit sem fylgir flestum foreldrum, óháð vinnutímanum eða land- fræðilegri staðsetningu starfs- ins. Sprellað í sjónvarpi Hrefna hlustar eftir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -0 9 E C 1 6 3 D -0 8 B 0 1 6 3 D -0 7 7 4 1 6 3 D -0 6 3 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.