Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 33
LÍFIÐ 2. APRÍL 2015 • 5 MYNDAALBÚMIÐ Hrefna ásamt Ronju dóttur sinni og Sunnevu systur sinni, Magnúsi Scheving, sambýlismanni sínum, Hrefna og Ýr Þrastardóttir fatahönnuður. hugmyndum og ef henni þykja þær góðar þá glæðir hún þær lífi og fylgir þeim eftir þangað til þær verða að raunveruleika. Þannig þótti henni vanta góðan innileikstað fyrir börn á Íslandi svo hún bjó bara einfaldlega einn slíkan til, Ævintýragarð- inn í Skútuvogi, og er hann enn starfræktur. Önnur góð hugmynd var ungi grínistinn Steindi Jr. sem byrjaði með sprell á You- Tube. Hrefna hafði fylgst með honum og tók grínið hans enn lengra því hún sá um að koma honum í sjónvarp og framleiddi aðra þáttaseríuna af Steinda Jr. við góðar undirtektir þjóðar- innar. Hrefna var einnig yfir- framleiðandi sjónvarpsþáttanna Tveir+Sex þar sem kynlífstengd málefni voru tekin fyrir og krufin en þar var systir henn- ar, Sunneva Sverrisdóttir, annar þáttarstjórnenda. „Hugmyndin snýst að mestu um framkvæmd, margir fá góðar hugmyndir en gera ekkert með þær, en ef ég heyri af góðum hugmyndum reyni ég að finna teymi til að gera þær að veruleika,“ segir Hrefna eins og ekkert sé eðli- legra, eða auðveldara, en að hrinda draumum í framkvæmd. Það mætti því segja að það sé alltaf hægt að hvísla góðri hug- mynd að Hrefnu, hvort sem það er fyrir sjónvarp eða jafnvel eitthvað allt annað. Flík fær mörg líf Hrefna er framkvæmdastjóri Another Creation, hátísku fata- merkis sem sýndi nýverið fyrstu línuna sína á Reykjavík Fashion Festival við mjög góðar undir- tektir hérlendis og erlendis. Ýr Þrastardóttir fatahönn- uður sér um hönnun á flíkun- um en Anna Lilja Johansen er framleiðslustjóri. „Ýr er eng- inn venjulegur hönnuður en ásamt því að vera besti hönnuð- ur landsins býr hún einnig yfir þeim hæfileika að finna lausn- ir til að láta flíkurnar breyt- ast. Það er hægara sagt en gert.“ Hugmyndin á bak við fatnaðinn er einmitt sú að hægt er að nota hverja flík á mismunandi hátt og breyta henni og jafnvel uppfæra hana með því að kaupa viðbætur við hana. Þannig má t.d. breyta jakka í vesti með því að fjar- lægja ermar eða skipta út fyrir aðrar ermar. Sama má segja um hettur eða kraga og jafnvel neðri parta. Hrefna segist kjósa að kaupa sér fáar góðar flíkur frek- ar en margar ódýrar og því heilli þessi nálgun á fatnað hana sér- staklega. „Þetta er alveg ný nálgun í tískuheiminum. Ég hef mikla trú á þessum möguleika fyrir konur. Okkur langar margar að eiga föt sem eru af góðum gæðum en hikum oft við að kaupa vegna verðsins. Ef við getum nýtt flík- ina á fleiri en einn veg og við fleiri en eitt tilefni værum við örugglega líklegri til að tíma að borga aðeins meira fyrir fötin. Það svarar kalli eftir aukinni nýtni fatnaðar en það er alveg hrikalegt að sjá hvað miklu af flíkum er hent eftir að hafa að- eins verið notaðar í nokkur skipti. Okkur langar að breyta því.“ Þar sem Hrefna er söm við sig þá er hún einnig eigandi nýs veitinga- staðar sem verður opnaður í lok sumars við rætur Hallgríms- kirkju. Hrefna vill ekki gefa mikið upp um staðinn en segir að þessi staður verði eitthvað öðru- vísi en það sem hefur verið hing- að til verið boðið upp á. Það er margt á döfinni hjá Hrefnu og eflaust komið nýtt verkefni á koppinn þegar þetta viðtal er prentað. Ef þig vantar innblástur eða sjálfstraust til að framkvæma þá gæti verið margt vitlausara en að taka Hrefnu þér til fyrirmyndar og halda af stað út í framtíðina, staðráðin í að vinna hlutina vel og með heil- indum. PIPA R \ TBW A • SÍA • 1515 00 4 62 M e ð í s len sku m rj óma G A M A L D A G S B ragð i ð sem kal l ar f ram dýrmætar minningar um gaml a gó ð a hei magerð a ís inn s e m a l l i r e l s ka . 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -0 9 E C 1 6 3 D -0 8 B 0 1 6 3 D -0 7 7 4 1 6 3 D -0 6 3 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.