Fréttablaðið - 02.04.2015, Side 34

Fréttablaðið - 02.04.2015, Side 34
6 • LÍFIÐ 2. APRÍL 2015 „Þó er gott að muna að möguleiki er á kynsjúkdómasmiti í háls við það að stunda óvarin munnmök og fá sæði upp í sig.“ V ikulega senda unglingar mér spurningar sínar um kynlíf og ég svara um hæl. Hér eru nokkrar nýlegar spurningar sem snúa sér- staklega að getnaði. ? Er möguleiki á að verða ólétt þótt limurinn hafi aldrei farið inn í leggöngin sjálfur en kannski voru sæðisfrumur á puttunum sem fóru inn í leggöngin? SVAR Það er ekki hægt að útiloka það en það er mjög ósennilegt. Al- mennt séð þá myndi ég ekki vera að setja sæði annars í leggöng eða á pík- una því það er alltaf möguleg kyn- sjúkdómahætta, nú eða getnaður, þótt ólíklegt sé. Ólíklegt er nefnilega ekki útilokað. ? Er það slæmt ef gaurinn vill ekki nota smokk? SVAR Já, það getur verið það því þú getur smitast af kynsjúkdómi – nú eða smitað hann af kynsjúkdómi. Ef þú ert ekki á neinni getnaðarvörn þá gætir þú einnig orðið ólétt. Það getur verið ágætt að spyrja af hverju hann vill ekki vera með smokk og jafnvel sé þá inni í myndinni að þið stundið ekki samfarir ef hann er ekki tilbú- inn að vera með smokk. Þá er einn- ig gott að muna að smokkar eru mis- jafnir eftir tegundum og þið gætuð prófað smokka frá ýmsum fyrirtækj- um þar til finnið smokk sem hent- ar ykkur. Þið gætuð einnig bæði farið í kynsjúkdómapróf og notað þá aðrar getnaðarverjur ef þið stund- ið bara kynlíf með hvort öðru og ekki öðru fólki. Hvað sem þið ákveðið að gera þar til finnið smokk sem hent- ar ykkur, þá er þetta spjall og samn- ingaviðræður. ? Getur maður orðið óléttur ef sæði fer í munninn eða í sundi? SVAR Algengasta og vænlegasta leiðin til að getnaður verði er ef typpi fer inn í leggöng án smokks og sáð- lát verður. Sæði lifir ekki af melting- arveginn svo ef það fer í munninn þá fer það ekki þaðan og niður í legið svo takmarkaðar áhyggjur þarf að hafa af getnaði. Þó er gott að muna að möguleiki er á kynsjúkdómasmiti í háls við það að stunda óvarin munn- mök og fá sæði upp í sig. Hvað varð- ar sundið þá gilda sömu lögmál þar. Ef sæði gæti sloppið úr grunlausum lim og laumast inn í næstu leggöng þá væri faðerni flestra barna á Ís- landi á huldu og enginn þyrði í sund af ótta við getnað. Sem betur fer virkar þetta ekki svoleiðis og limur þarf að fara inn í leggöng og fá þar sáðlát svo möguleiki sé á getnaði, það gildir einnig í sundi. Og aftur, það er hægt að smitast af kynsjúkdóm- um í sundi ef þú stundar kynlíf með manneskju sem er með kynsjúkdóm. HJÁLP! ER ÉG ÓLÉTT? Margar spurningar brenna á vörum unglinga í dag varðandi það hvenær kona verður ólétt og hvenær ekki. Það er löngum vitað að edik er til margra hluta nýti- legt og ekki einungis í eld- húsinu. Edik er til dæmis upplagt að nota við heim- ilisþrifin en einnig til að mýkja húðina, auka end- ingu naglalakksins og eyða táfýlu. Við á Lífinu erum búin að taka saman nokkur frábær ráð til að nota edik- ið enn frekar. MÝKIR HÚÐINA Settu 200 ml af ediki í baðið og njóttu í 15 mínút- ur, þetta mýkir húðina og heldur sýrustiginu í jafn- vægi. ANDLITSVATN Edik er alveg prýðilegt and- litsvatn. Það hefur kannski ekki besta ilminn en áhrifin eru góð því edikið hjálpar til við að hreinsa burt dauðar húðfrum- ur og minnka svitaholur. GLANSANDI LOKKAR Blandaðu tveimur matskeiðum af ediki við 200 millilítra af vatni og skolaðu hárið upp úr því eftir að þú hefur þvegið það með sjampói. Skolaðu ediksblönduna úr og settu í hárið létta næringu. Hárið verður glansandi fínt og fallegt. FLÖSUNA FRÁ Blandaðu teskeið af ediki í sjampóið þitt og notaðu reglulega ef þú ert að berjast við flösu. Edikið jafnar sýrustig húðarinnar og kemur jafnvægi á hársvörðinn. Einnig er hægt að blanda saman jöfnu hlutfalli af ediki og vatni og nudda blöndunni í hársvörð- inn áður en að þú þværð á þér hárið. Hvort tveggja ætti að fæla flösuna frá. AUKTU ENDINGU NAGLALAKKSINS Vættu bómull með ediki og renndu yfir neglurnar, láttu þær þorna og naglalakkaðu þig eins og þú ert vön að gera. Edikið tekur burt alla yfirborðsfitu af nöglunum og gerir það að verkum að lakkið helst lengur. BURT MEÐ TÁFÝLUNA Settu 200 ml á móti hverjum lítra af vatni í fótabaðið til að losna við óæskilega táfýlu. Njóttu baðsins í 15 mínútur og gættu þess að þerra tærnar vel áður en þú ferð aftur í sokkana. EDIK TIL ALLRA NOTA Edik er bæði hægt að nota sem snyrtivöru og í heimilisþrifin. Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Fallegt, fágað og töff - ný sending af vinælu ponchounum. Smáralind facebook.com/CommaIceland Ný sendin g 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 D -2 C 7 C 1 6 3 D -2 B 4 0 1 6 3 D -2 A 0 4 1 6 3 D -2 8 C 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.