Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 62
2. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
Hann er að hjálpa
mér gríðarlega mikið,
ekki bara í útsetningum
heldur með allt milli
himins og jarðar.
Að hafa allt fjölbreytilegt, páskar
eru ekki hefðbundnir eins og jólin
hjá mér. Að gera ratleik fyrir börnin
er eina hefðin sem er föst hjá okkur
yfir páskana.
Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, bloggari á
disukokur.is
PÁSKAHEFÐIN
„Ég er bara alveg í skýjunum. Ég
einhvern veginn bjóst aldrei við
þessum viðtökum,“ segir tónlist-
armaðurinn Máni Orrason. Þann
10. apríl gefur hann út sína fyrstu
plötu, Repeating Patterns.
Í tilefni af því heldur hann hlust-
unarpartí á Kexi hosteli þann 8.
apríl. Máni, sem er nýorðinn sautj-
án ára, byrjaði að taka upp tónlist
heima hjá sér í lok árs 2013.
„Ég var aðallega bara að æfa
mig fyrst. Þetta er búið að vera
langt ferli, þar sem ég tók þetta
upp á meðan ég var í skóla,“ segir
Máni, sem er búsettur á Spáni.
Platan var að mestu leyti tekin
upp heima hjá honum á Spáni,
en einnig í Stúdíói Sýrlandi hér
heima. Máni, sem tilnefndur var
sem bjartasta vonin á Hlustenda-
verðlaununum, hefur fengið ein-
hverjar fyrirspurnir og tilboð að
utan. „Það er alveg áhugi, en ekk-
ert sem ég get staðfest enn.“ Máni
mun einnig spila á tónlistarhátíð-
inni Secret Solstice sem haldin
verður í júní. - asi
Í skýjunum með viðtökurnar
Fyrsta plata hins sautján ára Mána Orrasonar kemur út þann 10. apríl.
HÆFILEIKARÍKUR Máni Orrason á
framtíðina svo sannarlega fyrir sér.
Sylvía Erla Melsted hefur
lokað sig af inni í hljóðveri
ásamt Printz Board, tónlist-
arstjóra einhverra frægustu
tónlistarmanna samtímans.
Má þar nefna stórstjörnur á borð
við Dr. Dre, The Black Eyed Peas,
James Brown, Katy Perry og She-
ryl Crow.
„Hann er að hjálpa mér gríð-
arlega mikið, ekki bara í útsetn-
ingum heldur með allt milli him-
ins og jarðar,“ segir þessi unga
söngkona sem er rétt orðin nítján
ára. „Ég er enn þá að finna mig
í tónlistinni svo ég er ofboðslega
þakklát fyrir að fá mann af hans
kalíberi til að hjálpa mér. Það er
ómetanlegt.“
Vinnur aðeins með útvöldum
Board virðist sjálfur ekki minna
heillaður af Sylvíu: „Ég heillað-
ist samstundis af persónuleika
hennar og kraftinum sem ein-
kennir hana. Hún er stútfull af
hugmyndum og ég varð strax
spenntur fyrir að vinna með
henni.“
Sylvía komst í samband við
Board í gegnum sameiginleg-
an vin þeirra og hitti hann svo í
Los Angeles um síðustu jól. „Það
gekk allt svo vel að við ákváðum
að hjóla í þetta saman,“ segir hún.
Sylvía segir Board leggja sitt á
vogarskálarnar við tónlistina en
sjálf semji hún textana alveg ein.
Hugsar stórt
„Platan er poppskotin, smá R’n’B
og svolítið rokk. Við vildum ekki
hafa þetta of poppað heldur skapa
einhvers konar sérstöðu. Það er
erfitt fyrir Íslending að ætla að ná
langt úti í heimi án þess að hafa
einhverja sérstöðu,“ segir hún,
en plata er öll á ensku og stefn-
an tekin á að hún komi út á þessu
ári. Hún ætlar sér út fyrir land-
steinana með sitt efni og greini-
legt að hún er stórhuga þrátt fyrir
ungan aldur. „Nú legg ég áherslu á
að taka upp plötuna samhliða því
að ljúka náminu mínu í Versló,“
útskýrir Sylvía og bætir við að
hún sé með mörg járn í eldinum
og enn fleiri, sem hún þurfi að
koma frá sér í nánustu framtíð.
Aðspurð segjast þau ekki hafa
mikinn tíma til að sinna hlutverk-
um túrista á meðan á dvöl kapp-
ans stendur. Board segist þó hafa
mikinn smekk fyrir næturlífinu
sem hann ætlar sér að skoða betur
þegar tækifæri gefst til.
Sylvía er sennilega flestum
Íslendingum kunn frá því að hún
keppti í Söngvakeppni sjónvarps-
ins 2013. Þar freistaði hún þess
að keppa fyrir hönd Íslands með
lagið „Stund með þér“ við afar
góðan orðstír.
gudrun@frettablaðið
Stórhuga og stefnir
út fyrir landsteinana
Sylvía Erla Melsted tekur upp sína fyrstu plötu um þessar mundir. Printz Board,
tónlistarstjóri the Black Eyed Peas, kom sérstaklega til landsins til að aðstoða.
Board hefur unnið til fj ölda Grammy-verðlauna og er hrifi nn af kraft inum í Sylvíu.
STUÐ OG
STEMN-
ING Þau
Sylvía og
Printz
Board eru
gríðarlega
ánægð
með sam-
vinnuna
og verður
spennandi
að heyra
útkomuna
en platan
er væntan-
leg síðar á
árinu.
FRÉTTA-
BLAÐIÐ/
VILHELM
BRUNCH
UM HELGAR
LAU & SUN FRÁ 11-16
A F M A T S E Ð L I V E G A M Ó T A
Vegamótastíg
101 Reykjavík
s. 511 3040
vegamot.is
Lúxus brunch 2490
Hrærð egg, beikon, pastramiskinka,
camembert, goudaostur, kartöflu r, ný
bakað brauð, ferskir ávextir, tómat
confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og
pönnukaka með hlynsírópi.
Sá breski 2390
Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð
kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og
pönnukaka með hlynsýrópi.
Klassískur Vegamótabrunch 2390
Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur,
tómat confetti, grískt jógúrt og pönnu kaka
með hlynsírópi.
Léttur heilsubrunch 2090
Ristað speltbrauð, pastramiskinka,
ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið
egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og
grískt jógúrt.
Pylsur, steikt egg, beikon, grískt
jógúrt, brauð og pönnukaka.
Íspinni fylgir
barna brunch
Leikhópurinn Spindrift Theatre frumsýnir
skemmtilega og öðruvísi útgáfu af Lísu í
Undralandi í Tjarnarbíói þann 9. apríl. „Þetta
er gagnvirkt þátttökuleikhúsverk þar sem
áhorfendur taka að sér hlutverk Lísu í Undra-
landi,“ segir Sólveig Eva Magnúsdóttir, ein
meðlima leikhópsins.
Persónur sögunnar fá allar sitt eigið her-
bergi þar sem þær túlka mismunandi hluti
í samfélaginu. Alls eru herbergin níu og er
áhorfendum skipt í þrjá hópa. Þannig fara
þeir mismunandi leiðir í gegnum verkið. „Við
tengjum kynjaverurnar í bókinni við þá hluti
sem eru tabú í samfélaginu í dag. Þannig fara
áhorfendur í hlutverk Lísu í Undralandinu og
túlka hvað persónurnar standa fyrir á sinn
hátt,“ segir hún.
Hugmyndin kom fram þegar þær fóru að
skoða skrif rithöfundarins Lewis Carrol sem
samdi Lísu í Undralandi. „Við vildum líka
skoða hvernig samband hans var við Lísu og
hvernig hans tabú speglast í henni.“ Með-
limir leikhópsins, sem eru frá Íslandi, Finn-
landi og Noregi, hafa unnið að verkinu í ár.
„Verkið er búið að vera í vinnslu í ár og þar
sem við höfum ekki alltaf verið í sama landinu
þá unnum við þetta mikið í gegnum Skype og
gáfum hver annarri tilsögn,“ segir Sólveig. - asi
Áhorfendur verða Lísa í Undralandi
Sagan um Lísu í Undralandi tekur á sig nýja mynd í Tjarnarbíói og áhorfendur túlka sýninguna á sinn hátt.
DÚFAN Sólveig Eva Magnúsdóttir túlkar hér dúfuna í
Lísu í Undralandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
D
-4
A
1
C
1
6
3
D
-4
8
E
0
1
6
3
D
-4
7
A
4
1
6
3
D
-4
6
6
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
_
1
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K