Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 2
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Prumpulykt um borð „Það getur verið frekar mikil prumpulykt hérna,“ sagði Birgitta Michaelsdóttir í vikunni, en hún siglir um heimsins höf á danska skólaskipinu Georg Stage sem smíðað var 1934. Eftir útskrift úr Kvenna- skólanum ákvað Birgitta að sækja um nám í sjó- mennsku á skólaskip- inu og verður með samnemendum sínum fimm mán- uði um borð. FIMM Í FRÉTTUM KJARASAMNINGAR OG KÝTINGUR Í KENÍA ➜ Ragna Árnadóttir, formaður stýrihóps um framtíð innan- landsflugvallar, skilaði skýrslu hópsins í fyrra- dag. Í skýrslunni kemur fram að flugvöllur í Hvassahrauni sé vænlegasti kosturinn. Gná Guðjónsdóttir kærði ráðningu innan- ríkisráðuneytisins á þremur körlum í emb- ætti aðstoðaryfirlög- regluþjóna. Úrskurðar- nefnd jafnréttismála úrskurðaði fyrir síðustu helgi að ráðu- neytið hefði farið á svig við lög. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, vill sporna gegn því að Garðbæingar verði hlutfallslega of gamlir. Ný skýrsla leiddi í ljós að íbúar Garðabæjar væru hlutfallslega eldri en annarra bæja. Þórunn Helgadóttir, f ormaður ABC Barnahjálp- ar í Kenía, hefur staðið í deilum við ABC á Íslandi. Hún segir ABC á Íslandi greiða eldri drengjum í skólanum til að halda honum í herkví og starfsfólki ABC úti. Ólafur G. Skúlason, for- maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undir ritaði kjarasamn- inga í vikunni. Hann segir hugsanlegt að undirritunin muni koma í veg fyrir að kjör stéttarinnar verði ákveðin í gerðardómi. VEÐUR Í dag blæs áfram hressilega af austri með suðurströndinni, en annars staðar á landinu verður vindur ekki til skaða. Það verður bjart norðan- og vestanlands og hiti að 20 stigum, en rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum og mun svalara þar. SJÁ SÍÐU 84 MANNRÉTTINDI „Ég hef tekið dæmi af setningarhátíð 17. júní á Austur- velli,“ segir Ellen Calmon, formað- ur Öryrkjabandalagsins, um þá mismunun sem fatlaðir þurfa að þola. E l len sg i r stundina hafa verið hátíðlega fyrir þátttak- endur og marga sem fylgdust með í sjónvarpi. „En þarna vant- aði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnarlaust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. 17. júní er ekki skyndiviðburður og því ætti að vera auðvelt að sjá til þess að túlk- un og textun sé klár fyrir daginn.“ Væri samningur Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks full- giltur á Alþingi segir Ellen að mætti koma í veg fyrir að fötluðu fólki yrði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti. Öryrkjabandalagið berst fyrir því að Alþingi fullgildi samn- inginn á haustþingi sínu. „Við höfum safnað undirskriftum síðan í haust og stefnum á þrjátíu þúsund.“ Ísland undirritaði samninginn í mars árið 2007 en hefur enn ekki fullgilt hann. 155 önnur ríki hafa undirritað samninginn og þar af hafa 132 ríki fullgilt hann. Í álykt- un Alþingis um framkvæmda- áætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er kveðið á um að samningurinn skyldi fullgiltur eigi síðar en á vorþingi 2013. „Við vitum að þetta er til með- ferðar í innanríkisráðuneytinu en því miður er tilfinningin sú að mannréttindi fatlaðs fólks séu ekki sett í forgang,“ segir Ellen. Ísland sé eitt af fjórum löndum í Evrópu sem ekki hafi fullgilt samninginn. Auk Íslands séu þetta Írland, Hol- land og Finnland, en Finnar klári ferlið í haust. Rannveig Traustadóttir, pró- fessor í fötlunarfræði, segir samn- inginn afar víðtækan sáttmála um réttindi fatlaðra. „Rannsóknir hafa sýnt að aðrir sambærilegir mann- réttindasáttmálar hafi ekki náð til fatlaðs fólks og fatlað fólk er 15 prósent jarðarbúa þannig að það er stærsti minnihlutahópurinn í heiminum.“ Sáttmálinn tekur á málefnum fatlaðra sem mannréttindamáli en ekki velferðarmáli. Rannveig segir það vera nýjung í sáttmál- um af þessum toga. „Sáttmálinn myndi hafa miklar breytingar í för með sér. Þar er kveðið stíft á um að fatlað fólk eigi að ráða sér sjálft og ef það er í erfiðri aðstöðu til að geta nýtt sér þau réttindi þá er það skylda samfélagsins að aðstoða fólkið við það svo það eigi rétt á að lifa án aðgreiningar.“ stefanrafn@frettabladid.is RANNVEIG TRAUSTADÓTTIR NÝ HUGSUN Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks tekur á málum fatlaðra sem mannrétt- indamáli frekar en vel- ferðarmáli. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Ísland eftirbátur í málefnum fatlaðra Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem á eftir að fullgilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Formaður Öryrkjabandalagsins segist upplifa það sem svo að stjórnvöld forgangsraði ekki í þágu fullgildingar samningsins. Þarna vantaði alveg túlk og engin textun var í sjónvarpi. Upplifunin fyrir heyrnar- laust fólk, hvort sem það sat heima eða var á Austurvelli, var þrúgandi útilokun. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRAKKLAND Flóttamenn reyna unnvörpum að komast óséðir um borð í flutningabíla við Ermarsundsgöngin í Frakklandi. Flóttamennirnir hafa reynt að nýta sér það þegar bílalestir eru stopp að komast óséðir inn í bílana til þess að komast yfir til Bretlands. Neyð þeirra er mikil og vonast þeir til þess að komast til Bretlands þar sem þeir geti hafið nýtt líf. - vh Flóttamenn í Frakklandi freista þess að fela sig í vörubílum: Reyna að lauma sér til Bretlands Í LEIT AÐ BETRA LÍFI Flóttamennirnir, sem staddir eru í Frakklandi, vilja freista þess að öðlast betra líf í Bretlandi. NORDICPHOTOS/GETTY SVEITARSTJÓRNARMÁL Aukafundur í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar fer fram á mánudaginn þar sem ræða á breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Forsvars- menn minnihlutans í bæjarstjórn telja það skrítna stöðu því síðastliðinn miðvikudag hafi bæjarstjórn farið í tveggja mánaða sumarfrí. Guðlaug Kristjánsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, tilkynnti bæj- arfulltrúum það í gær að til stæði að senda út formlegt fundarboð við fyrsta tækifæri. Rósa Guðbjartsdóttir, formað- ur bæjarráðs, sagðist ekkert hafa um málið að segja því ekki væri formlega búið að boða til þessa aukabæjar s tjórnarfundar. Formlegt fundarboð var sent út í gærkvöld og eitt mál á dagskrá. Úttekt hefur staðið yfir á rekstri sveitarfélagsins og fyrirtækja innan þess. Í kjölfar hennar verði tekin ákvörðun um hag- ræðingu í rekstri bæjarins. Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir fundarefnið undarlegt. „Engar stjórn- kerfisbreytingar hafa verið ræddar í bæjarráði, sem þó fer með formlegt umboð til meðferðar mála sem snerta stjórnkerfi og fjármál sveitarfélagsins. Engar tillögur að breytingum hafa verið þar til meðferðar,“ segir Gunnar Axel. - sa Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí: Stjórnskipulaginu umturnað ERFIÐ STAÐA Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er erfið og hefur úttekt verið unnin um rekstur þess. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GUNNAR AXEL AXELSSON ALÞINGI Nefndarfundur var á Alþingi í gær. Á meðal stórra mála sem tekin voru fyrir má nefna frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um makríl og frumvörp fjármálaráðherra tengd hafta- losun. Losun hafta er mál sem þarfn- ast mikillar yfirlegu og líklegt er að þegar um þingfrestun semst verði nokkrir þingdagar sérstak- lega lagðir undir það. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru skiptar skoðanir varðandi makrílinn á milli þeirra sérfræðinga sem nefndin hefur heyrt í. Ekki tókst að ná lendingu í málinu í gær, en vonast er til að það gerist eftir helgi, líkt og með höftin. - kóp Nefndir störfuðu í gær: Makríll og höft í næstu viku DÓMSMÁL Endurupptökunefnd hefur ákveðið að taka upp að nýju mál manns sem dæmdur var fyrir að verða barni að bana með því að hrista það harkalega. RÚV greindi frá málinu í gær. Níu mánaða drengur sem var í daggæslu hjá Sigurði Guðmunds- syni og þáverandi eiginkonu hans, lést 4. maí 2001 og var Sig- urður dæmdur í þriggja ára fang- elsi í Héraðsdómi 2002 fyrir að hafa hrist drenginn sem á að hafa valdið því að hann fékk heila- skaða og lést. Hæstiréttur mild- aði dóminn í 18 mánuði. Hann sat í fangelsi í ár, þar sem hann lenti í slysi sem gerði hann að öryrkja. Sigurður hefur barist fyrir end- urupptöku málsins síðan þá. - vh Dæmdur fyrir að hrista barn: Mál dagföðurs tekið upp að nýju F ÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Lukkulíf á Mallorca Síðustu sætin í júlí VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Verð frá 64.400 kr.* *m.v. 2 fullorðna og 2 börn í eina viku. Verð fyrir 2 fullorðna 94.500 kr. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -2 8 D C 1 6 2 B -2 7 A 0 1 6 2 B -2 6 6 4 1 6 2 B -2 5 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.