Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 12
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
FERÐAÞJÓNUSTA Virðisaukaskatt-
skyld velta bílaleiga jókst um 165
prósent milli áranna 2010 og 2014
og velta í gistirekstri jókst um
119 prósent á sama tímabili. Þetta
kemur fram í nýjum tölum frá Hag-
stofu Íslands.
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir vöxtinn í þessum greinum
hafa verið í samræmi við fjölda
ferðamanna sem hafi verið tvöfalt
fleiri í fyrra en árið 2010.
Það komi hins
vegar á óvart
hve hægst hafi á
vexti veltu far-
þegaflugs milli
landa. „Það sem
slær mann strax
er að vöxtur flug-
þáttarins síðustu
ár er ekki í takt
við fjölgun ferða-
manna,“ segir Helga.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
hefur veltan í farþegaflutningum í
flugi aukist um þriðjung frá árinu
2010 en aðeins um tvö prósent á síð-
asta ári og sjö prósent árið 2013.
„Skýringin á þessu er væntanlega
m.a. að mikil fjölgun hefur verið
yfir vetrartímann þegar flugverð
hafa verið almennt lægri en eins
hafa fleiri erlend flugfélög verið
að sækja hingað heim,“ segir hún.
Vöxturinn í veltu veitingageir-
ans hefur verið hægari en fjölg-
un ferðamanna, eða 52 prósent frá
árinu 2010. „Þar er auðvitað stór
hluti viðskiptavina Íslendingar,“
segir Helga og því sé veltan ekki
endilega samanburðarhæf við
fjölgun ferðamanna.
Velta ferðaskrifstofa, ferðaskipu-
leggjenda og farþegaflutninga er
ekki í úttektinni þar sem þeir aðil-
ar eru undanskildir virðisauka-
skatti. Út frá tölum um fjölgun
starfa má þó áætla að mikill vöxt-
ur sé í skipulagningu ferða en 1.800
manns störfuðu í þeim geira í maí
síðastliðnum miðað við 900 í maí
árið 2011.
Störfum í ferðaþjónustu hefur
fjölgað hratt síðustu ár. Í maí á
þessu ári voru 18.500 starfandi
í ferðaþjónustu samanborið við
16.900 árinu áður. Því fjölgar störf-
um um 1.600 milli ára sem er í sam-
ræmi við fjölgun starfa síðustu ár.
„Það er ekkert smáræði og þetta
styður það sem við höfum verið að
tala um, að fjölgun starfa frá hruni
hafi fyrst og fremst verið í ferða-
þjónustunni,“ segir Helga. Í nýlegri
skýrslu Íslandsbanka um ferða-
þjónustu er áætlað að 45 prósent
nýrra starfa frá árinu 2010 hafi
orðið til í ferðaþjónustu.
ingvar@frettabladid.is
12
VIRÐISAUKASKATTSKYLD VELTA Í FERÐA-
ÞJÓNUSTU Í MILLJÖRÐUM KRÓNA
200
150
100
50
0
2010 2011 2012 2013 2014
■ Farþegaflug ■ Rekstur gististaða ■ Veitingasala og -þjónusta ■ Leiga á ökutækjum
16
1,
24
22
,2
9
22
,2
9 4
2,
57
42
,5
7
9,
97
9,
97 14
,2
4
14
,2
4
17
,9
5
17
,9
5
21
,5
9
21
,5
9
26
,4
3
26
,4
34
6,
80
46
,8
0
50
,7
4
50
,7
4
57
,7
6
57
,7
6
64
,8
1
64
,8
1
27
,2
0
27
,2
0
32
,8
3
32
,8
3
40
,2
0
40
,2
0
48
,7
9
48
,7
9
16
6,
65
19
6,
82 21
1,
39
21
4,
72
FJÖLDI STARFA Í
FERÐAÞJÓNUSTU Í MAÍ
1500
1000
500
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015
11
.6
00
12
.7
00
13
.8
00
15
.4
00
16
.9
00 18
.5
00
Velta bílaleiga og
hótela vex hraðast
Virðisaukaskattskyld velta hótela og bílaleiga hefur meira en tvöfaldast frá árinu
2010. Hægari vöxtur er í farþegaflugi enda samkeppnin við erlend flugfélög hörð.
Störfum innan ferðaþjónustu hefur fjölgað um ríflega 1.500 á ári síðustu ár.
HELGA
ÁRNADÓTTIR
BÍLALEIGA AKUREYRAR Velta hjá bílaleigum hefur aukist mikið síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Námskeið í að meðhöndla hesta með
höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
Haldið 01. -04. október 2015
Námið er kennt í önnum og eru fimm annir til að klára námið
og geta orðið skráður græðari.
Á námskeiðinu lærir þú grunninn í vinnu með Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
á hestum. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, sýnikennslu og æfingum.
Hægt er að yfirfæra námið á alla fjórfætinga.
Kennari er Sandi J. Hewlett frá Canada.
Nánari upplýsingar um námið og skráningu hjá Erlu Ólafsdóttur sjúkraþjálfar í síma
8630610 eða erla@upledger.is, www.upledger.is
afsláttur af Nicorette QuickMist til 12. júlí.15%PIPAR\TB
W
A
•
SÍ
A
www.apotekarinn.is
Fáðu þér alvöru
ferskt loft!
Apótekarinn er með lausnir fyrir þig
ef þú þarft hjálp við að hætta að reykja.
STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið hefur
ekki afgreitt mál hinnar ellefu ára gömlu
Harrietar Cardew ári eftir að kæran barst.
Foreldrar Harrietar kærðu þá úrskurð
Þjóðskrár Íslands um að neita Harriet um
vegabréf á grundvelli þess að nafn hennar
væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd.
„Mannanafnanefnd er eitt en það að hún
fái ekki nein skilríki og vegabréf er svolít-
ið alvarlegt,“ segir Kristín Cardew, móðir
Harrietar.
Harriet og bróðir hennar, hinn þrettán
ára gamli Duncan Cardew, hafa verið skráð
sem stúlka og drengur Cardew í Þjóð-
skrá frá fæðingu. Því má áætla að Þjóð-
skrá muni einnig neita Duncan um vega-
bréf verði óskað eftir því. Kristín segir að
börnin sín hafi í raun verið sett í farbann.
Innanríkisráðuneytið hefur tvívegis sent
Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni fjöl-
skyldunnar, bréf þar sem beðist er afsök-
unar á hve langan tíma afgreiðsla málsins
hafi tekið. Fyrra bréfið barst í nóvember
þar sem fram kom að niðurstöðu væri
að vænta seint í janúar. Í mars barst svo
annað bréf þar sem fram kom að niður-
stöðu væri að vænta í lok maí, fyrir einum
mánuði. - ih
Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst:
Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet
KÆRAN AFHENT Kristín Cardew afhenti starfsmanni innanríkis-
ráðuneytisins kæruna þann 26. júní 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NOREGUR Minni umsvif í olíuiðn-
aðinum í Noregi hafa leitt til þess
að flugfarþegum hefur fækkað í
innanlandsfluginu.
Hlutafélagið Avinor, sem rekur
46 flugvelli í Noregi, hefur þegar
hafið sparnað og niðurskurð.
Félagið býr sig nú undir að
þurfa að grípa til frekari sparn-
aðaraðgerða, eins og að fresta
eða hætta við fyrirhugaða
stækkun nokkurra flugvalla, fari
flugfarþegum ekki fjölgandi á
ný. - ibs
Færri flugfarþegar í Noregi:
Ræða frestun
framkvæmda
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
B
-5
5
4
C
1
6
2
B
-5
4
1
0
1
6
2
B
-5
2
D
4
1
6
2
B
-5
1
9
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
1
0
4
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K