Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 30
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30
Dýrmætur bakpoki
Og þessi sunnudagsmorgunn hjá Moonif er
ekki sá besti. Þetta er gerðarlegur, rúm-
lega fertugur sýrlenskur faðir tveggja
barna frá Aleppó. Hann er með tárvot
augu. Af hverju? Af hverju? stynur hann í
sífellu fyrir framan hótelið og heldur utan
um eigin konuna. En smyglararnir höfðu,
síðustu nótt, þegar bátnum var ýtt úr vör,
tekið af honum bakpokann og hent honum í
sjóinn – þar sem hann hvarf niður í myrkr-
ið. Þeir öskruðu á hann að bakpokinn væri
of stór, að nú opnaðist pláss fyrir einn far-
þega í viðbót og þúsund evrur meira í vas-
ann fyrir þá. „Í bakpokanum var allt það
sem mér var kærast, myndir af pabba og
mömmu, mynd af fyrstu tönn elstu dótt-
urinnar, fjölskyldumyndir, sparifötin og
síðustu aurarnir okkar. Af hverju?“ spyr
Moonif.
Áfengi og svínakjöt í boði
Um kvöldið kemur ungur en þykkur Kan-
adabúi færandi hendi. Fyrr um daginn
hafði hann rambað fram hjá hótelinu og
fundið til með fólkinu. Hann ákveður því
að bjóða til smá veislu. Hann keypti þrjá
kassa af bjór og lét elda fyrir sig pasta-
pottrétt með ódýrasta kjötinu. „Svo allir fái
nú eitthvað,“ segir hann. Hann verður síðan
miður sín þegar enginn, þótt allir séu sár-
svangir, snertir matinn. Kjötið er nefnilega
svínakjöt, en það, eins og áfengi, er á bann-
lista hjá múhameðstrúarmönnum. Hann er
nokkuð við skál þegar ég sé hann hverfa
upp í leigubíl, með matinn og bjórinn, sem
hann hafði ekki þegar drukkið.
Einkadóttirin óhult
Morguninn eftir hlæjum við Ammar að
þessum miskunnsama Samverja, menn-
ingarklaufa, eins og hann kallaði hann. En
Ammar, nokkuð aldraður menntaskóla-
kennari frá Damaskus með fallegt and-
lit sem hefði getað orðið sláandi portrett,
vill engar myndatökur. „Jú, allt í lagi að
mynda hana, dótturina, litlu dótturdótt-
urina, en ekki mig.“ Vegna þess að hann er
á leið heim aftur, heim til Damaskus, þar
sem veik eiginkonan, ófær til ferðalaga,
bíður hans. Í þrjá mánuði hafa þau feðginin
ferðast, fyrst í gegnum stríðið í Sýrlandi,
síðan 2.000 kílómetra leið í gegnum Tyrk-
land, til Bodrum. Nú er einkadóttirin komin
í evrópskt skjól. Hann er á leið til baka í
hryllinginn, til að hlúa að eiginkonunni.
Og eftir tíu til fimmtán daga eru svo
mæðgurnar á leið til Aþenu. Því Grikkir
hafa ekki efni á því að halda uppi flótta-
mönnum, hvað þá að fylla eyjuna. Þannig
að á hverju kvöldi eru hundruð flóttamanna
send, á kostnað gríska ríkisins, með ferju
til Aþenu. Þaðan er leiðin greið, norður
eftir álfunni, og jafnvel til Íslands.
Þar sem væri auðvitað vel tekið á móti
þessu frábæra fólki, eða hvað?
SJÁLFSMYND
Loksins kominn með far
til Aþenu– Evrópa bíður.
ANDSTÆÐUR 250 metra frá flóttamannabúðunum sitja túristar og sleikja sólina. MÓÐIR OG BÖRN Qamar hefur komið sér fyrir undir berum himni.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
B
-4
B
6
C
1
6
2
B
-4
A
3
0
1
6
2
B
-4
8
F
4
1
6
2
B
-4
7
B
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
1
0
4
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K