Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 32
Farsímar og fylgihlutir LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 20152 Ómar keypti sinn fyrsta síma í byrjun níunda ára-tugarins. „Fyrsti síminn minn var stór og mikill hlunk- ur og maður varð slæmur í bak- inu af að bera hann. Þetta var með allra fyrstu farsímunum og verðið var skelfilega hátt, en ég ákvað það frá fyrsta degi að þessi sími myndi aldrei verða aðskil- inn frá mér,“ segir Ómar glett- inn. Ástæða kaupanna var starf Ómars sem fréttamaður. „Þetta var gjörbylting fyrir fréttamann, að hægt væri að ná í mann hvar sem maður var staddur. NMT- stöðvarnar voru reyndar mjög fáar en þar sem ég er f lugmaður gat ég verið í óvenju miklu sam- bandi.“ Breiðir út fréttaelda Tilkoma farsímans auðveldaði Ómari mjög starfið. „Hann gerði mér kleift að vera með lágmarks viðbragðstíma þegar eitthvað fréttnæmt gerðist. Ég leit enda á mig sem nokkurs konar frétta- slökkvilið en öfugt við slökkvi lið sem reynir að stöðva útbreiðslu eldsins reyni ég að breiða út frétta- eldinn sem hraðast og víðast,“ segir Ómar og hlær sínum kunn- uglega hlátri. „Ég er enda alltaf á 24 klukkustunda vakt enn þann dag í dag, þótt ég sé ekki lengur í föstu starfi.“ Ævintýrasímar Ómar hefur ekki tölu á öllum þeim símum sem hann hefur átt enda hafa þeir margir týnt töl- unni við hinar ýmsu aðstæð- ur. „Farsímarnir mínir hafa lent í jafn mörgum ævintýrum og ég sjálfur enda er ég alltaf með þá á mér,“ segir Ómar og nefnir nokk- ur dæmi. „Einn farsíminn datt úr 412 metra hæð úr mastrinu á Gufu- skálum. Það er hæsta fall sem far- sími hefur lifað af. Við fundum hann eftir nokkra leit og það var hægt að kveikja á honum. Hins vegar eyddi hann tíu sinnum meira rafmagni en áður. Ég hef stundum gleymt símum á þak- inu á bílum. Einu sinni ók konan mín af stað með símann á þak- inu en hann fannst nú við hring- veginn. Einn síminn varð eftir á stéli á f lugvél þegar ég f laug til Vestmannaeyja. Þegar ég kom til baka uppgötvaði ég að ansi marg- ir Fokkerar höfðu lent á símanum og hann lá í méli á f lugbrautinni. Eitt sinn datt ég ofan af kletti í Noregi og í Guðnafjörð, þá fór síminn fjandans til.“ Koma að gagni í ýmsum aðstæðum Þeir sem þekkja Ómar vita að hann svarar í símann við alls kyns aðstæður. „Þegar ég tók v ið Edduv iðu rken n i ng u n n i núna síðast var sýnt skot þar sem ég stóð á hafísjaka í frétt- um Stöðvar 2 og ætlaði að fara að taka svokallað standup. Þá hringdi síminn og við tók mikið fum og fát við að svara í símann á sleipum hafísjakanum,“ segir Ómar og hlær. Þá minnist hann á annað atvik sem Sigurður Grímsson tók upp af Ómari þar sem hann var nýkominn úr gos- inu á Vatnajökli að klippa eld- ingu og tala yfir texta. „Á sama tíma er ég með farsímann við eyrað að tala við undirleikarann minn. Við vorum þá að halda símaæfingu til að æfa lög fyrir landsfund sjálfstæðismanna sem ég mætti á eftir fréttir.“ Misskilningur á miðnætti Ýmis skondin tilvik hafa tengst símanotkun Ómars. „Ég fór oft á fótboltaæfingar á fimmtudags- kvöldum milli ellefu og tólf á kvöldin. Á þeim tíma var ég með spurningaþættina „Hvað held- urðu?“ og var búinn að segja við Baldur Hermannsson spurn- ingameistara að hann gæti hringt í mig hvenær sem væri til að ræða skipulagninguna. Ég geymdi stóra símann við hliðar- línuna. Um korter í tólf hringdi síminn og þar sem ég var með boltann sá ég mér færi að grípa símann en halda áfram að spila boltanum fram völlinn. Ég var í hasarleik og mjög móður,“ segir Ómar sem fannst fyndið að heyra í Baldri sem baðst margsinnis af- sökunar fyrir að hringja á þess- um tíma næturinnar. „Enda hélt hann að ég væri að gera eitthvað allt annað en að spila fótbolta,“ segir Ómar og skellir sér á lær. „Baldur sagði mér það seinna að hann hefði furðað sig á því að ég skyldi svara í símann sama á hverju gengi.“ Úr einum síma til að finna hinn Ómar gengur með þrjá síma á sér. „Ég er með tvo síma sem kostuðu 4.900 krónur hvor og ég held mikið upp á svona galdratæki sem kosta svipað og ein búðarferð í Bónus,“ segir Ómar sem notar annan sím- ann til að finna hinn enda ekki óalgengt að hann leggi símana frá sér á óvenjulegum stöðum. Þriðji síminn er snjallsími. „Þetta er ódýrasti Samsung-síminn sem er með Skype en Skype er eitthvað sem mann dreymdi alltaf um,“ segir Ómar sem geymir snjallsím- ann á sérstökum stað í jakkanum. „Ef ég þarf að tala í Skype eða leita að einhverju á skjá færi ég kortið úr aumingjasímanum yfir í snjall- símann. Svona símar með skjá eyða nefnilega svo miklu meira rafmagni.“ Ómar segist annars mjög léleg- ur að nota símann sem tölvu. „Ég reyni alltaf að vera með spjaldtölv- una mína með mér en set þá kröfu að spjaldtölvur séu með lyklaborði eins og ritvél. Ég get með engu móti verið að pikka þetta með puttunum eins og margir gera,“ segir hann og brosir. „Draumur- inn núna er að eignast minnstu slíku spjaldtölvuna sem er samt nógu stór til að vera með lykla- borði.“ Hringt í kistuna Aðdáun Ómars á símum nær út fyrir gröf og dauða enda ber hann með sér leyndan draum um að fá símtal í kistuna. „Það væri mjög skemmtilegt ef sím- inn myndi hringja inni í kist- unni þegar verið væri að molda hana í kirkjunni,“ segir Ómar og skellir upp úr. „Það væri í mínum anda en ég er þó ekki viss um að þeim sem standa fyrir jarðarför- inni muni finnast þetta sniðug hugmynd.“ Með þrjá síma í vösunum Ómar Ragnarsson var einn fyrsti Íslendingurinn til að festa kaup á farsíma, á tíma þar sem símarnir voru á stærð við ferðatöskur. Í dag gengur Ómar með þrjá síma enda gott að eiga einn til vara þegar eitthvað kemur fyrir hina eins og svo oft vill verða með símana hans Ómars. Á ferð og flugi. Ómar talar hér í einn af þremur símum sínum en með í för eru hinir símarnir tveir auk fartölvunnar. MYND/GVA Einn síminn varð eftir á stéli á flugvél þegar ég flaug til Vestmannaeyja. Þegar ég kom til baka uppgötvaði ég að ansi margir Fokkerar höfðu lent á símanum. 40.000 fréttaþyrstirnotendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -3 2 B C 1 6 2 B -3 1 8 0 1 6 2 B -3 0 4 4 1 6 2 B -2 F 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.