Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 73
KYNNING − AUGLÝSING Farsímar og fylgihlutir27. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 7
Það er ekki bara að þetta hulstur þoli rigningu held-ur er það algerlega vatns-
helt. Ég fer með símann í sund og
tek myndir af stráknum mínum
kafa,“ segir Sigurður Helgason,
eigandi verslunarinnar iStore
í Kringlunni, um nýju vatns-
og höggheldu Catalyst-hulstrin
fyrir iPhone. „Þessi hulstur henta
mjög vel fyrir sund, veiði, úti-
legu, skíði og allt annað þar sem
við erum hrædd um að síminn
gæti skemmst. Þetta er fullkom-
in vörn og þurfum við að hafa
mjög einbeittan brotavilja til að
laska símana okkar þegar þeir
eru í þessum hulstrum,“ segir
Sigurður. „Á sama tíma er hönn-
unin þannig að síminn er ennþá
jafn flottur og öll virkni hans er
óbreytt. Þetta er grennsta vatns-
helda hulstrið á markaðnum.“
Hulstrin eru ekki síður hent-
ug fyrir ýmsa iðnaðarmenn að
sögn Sigurðar því þau hindra að
ryk og önnur óhreinindi komist
að símanum. „Með þessu hulstri
þolir síminn tveggja metra fall
og hægt er að fara niður á fimm
metra dýpi. Þrátt fyrir það eru
þau afar nett og þægileg og hafa
engin áhrif á notagildi símans.
Við höfum áður selt vatnsheld
hulstur en þessi skara algjörlega
fram úr.“
Sérverslun með Apple vörur
iStore í Kringlunni sérhæfir sig
í sölu á Apple-vörum og býður
auk þess mikið úrval fjölbreyttra
aukahluta fyrir Apple-vörur. „Við
erum að selja sömu vörur og
hinir eru að gera, þar með talið
iPhone-símana, iMac-borðtölv-
ur og Macbook-fartölvur og oftar
en ekki á lægra verði. Við leggj-
um extra mikið upp úr að þjón-
usta viðskiptavini með skjótum
og sveigjanlegum vinnubrögð-
um. Þegar þú kemur með tölvu,
síma eða iPad í ábyrgðarviðgerð
þá lánum við þér sambærilegt
tæki meðan á viðgerð stendur.
Við leggjum okkur fram um að
veita framúrskarandi ráðgjöf til
að hámarka ánægju viðskipta-
vina og lítum á okkur fyrst og
fremst sem þjónustufyrirtæki,“
segir Sigurður.
Gera lífið betra
iStore selur einnig frábæra púls-
mæla frá Wahoo sem gefa mjög
nákvæman lestur á púlsinum
auk þess sem hann virkar m.a.
með Apple Watch. „Ein mesta
snilldin við púlsmælinn er að
hann virkar með öllum þess-
um helstu íþróttaöppum, t.d.
RunKeeper og öðrum vinsælum
öppum. Ein týpan sem við selj-
um, TICK X, geymir til dæmis
púlsinn og aðrar upplýsingar ef
síminn er ekki nálægt. Það hent-
ar mjög vel fyrir þá sem stunda
líkamsrækt eins og Boot Camp
þar sem síminn er ekki nálægt.
Þá tekur tækið upp allar upplýs-
ingar og svo þegar síminn er við
höndina sendir það upplýsing-
arnar um æfingarnar inn í sím-
ann. Mælirinn greinir líka hreyf-
ingar og hentar því vel þeim sem
stunda hreyfingu á borð við
hlaup, crossfit og fleiri greinar.“
Þá hefur Philips Hue þráð-
lausa ljósakerfið slegið í gegn
að sögn Sigurðar en með því er
hægt að búa til og stýra lýsingu
á ljósaperunum með iOS-tækjum
heimilisins. „Þetta ljósakerfi er
algjör snilld en því má til dæmis
stýra úr símanum og reyndar
líka með Apple Watch. Hægt er
að hanna lýsinguna þannig að
ljósin veki þig á morgnana, hægt
er að setja ljósarendur undir hús-
gögn og upp á vegg og víða auk
þess sem hægt er að stýra ljós-
unum að heiman. Byrjenda-
pakkinn inniheldur þrjár perur
og það er ekkert mál að bæta við
fleiri perum síðar. Verslun okkar
í Kringlunni er með svona perum
og þar geta viðskiptavinir prófað
sig áfram.“
Láta gott af sér leiða
Frá stofnun hefur iStore kapp-
kostað að láta gott af sér leiða.
iBörn, samfélagssjóður iStore,
hefur rétt hjálpar hönd til fjöl-
margra fjölskyldna langveikra
og hreyfihamlaðra barna með
iPad gjöfum. „Þetta byrjaði á því
að faðir stúlku sem var rúmlega
tveggja ára og algjörlega lömuð
sendi mér fyrirspurn hvort ég
héldi að iPad gæti hjálpað dótt-
ur hans.“ Á þessum tíma var lítil
þekking á iPad sem hjálpartæki
enda var varan nýlega komin
á markað en Sigurður fékk svo
sterkan áhuga á að skoða þetta
og leitaði uppi ótal forrit sem
gætu örvað hreyfingu hjá börn-
um. „Ég fór svo með iPad til
dóttur mannsins og fann að það
gerðist kraftaverk. Í fyrsta skipti
á sinni stuttu ævi fór hún að sýna
markvissar hreyfingar, tárin í
augum foreldranna spruttu fram
og þetta varð svona augnablik
þar sem ég fann að ég var kom-
inn á einhverja braut sem ég vildi
halda áfram á,“ segir Sigurður.
Síðan þá hefur samfélagssjóð-
ur iStore gefið tæplega 40 iPad
og leitast við að bæta einni fjöl-
skyldu við í hverjum mánuði.
Taktu myndir á iPhone í sundi
iStore er sérverslun með Apple-vörur í Kringlunni og býður einnig mikið úrval fjölbreyttra aukahluta fyrir Apple-vörur.
Mynd tekin með iPhone síma í kafi af syni Sigurðar Helgasonar. MYND/ÚR EINKASAFNI
Vatnsheldu hulstrin henta t.d. vel fyrir sund, útilegu, veiði og skíði að sögn Sigurðar
Helgasonar, eiganda verslunarinnar iStore í Kringlunni. MYND/ERNIR
iStore í Kringlunni sérhæfir sig í sölu á Apple vörum og býður auk þess mikið úrval fjölbreyttra aukahluta fyrir Apple vörur. MYND/ÚR EINKASAFNI
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
B
-3
2
B
C
1
6
2
B
-3
1
8
0
1
6
2
B
-3
0
4
4
1
6
2
B
-2
F
0
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
1
0
4
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K