Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 74

Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 74
Nokkuð er nú liðið frá því að sænska tónlistarveitan Spoti fy opnaði Íslending- um aðgang að sínu stóra og mikla lagasafni. Þar má finna alla heims- ins tónlist, bæði erlenda og inn- lenda, allt frá SSSól til De La Sol. Síminn, samstarfsaðili Spotify á Ís- landi, hefur nú búið svo um hnút- ana að streymi á Spotify Premi- um hjá GSM-viðskiptavinum er á 0 krónur ef Spotify áskriftin er keypt hjá Símanum. En það er ekki bara aðgangur að allri þessari tónlist sem gerir Spo- tify að frábærri þjónustu heldur eru það allir möguleikarnir sem bæði eru aðgengilegir í tölvu, á vef og í snjalltækjum. Fjölbreyttir listar Auðvelt er að búa til sína eigin lagalista, lista sem henta ákveðn- um tilefnum, eða bara sína eigin klæðskerasniðnu lista sem end- urspegla þá tónlist sem maður tengir við hina og þessa atburði í lífi sínu. En ekki er nóg með það, heldur er hægt að deila lagalistum með vinum og búa til sameiginlega lista. Með sameiginlegum laga- listum getur vinahópurinn lagt í púkkið þannig að listinn byggir á öllu því besta frá hverjum og einum sem gott er að spila í næstu veislu eða sumarbústaðarferð. Frá Spotify kemur einnig mikill fjöldi af lagalistum. Þannig er hægt að nálgast lista sem henta ákveðn- um tilefnum, stemningu eða tíma- bilum. Einnig er hægt að fylgjast með því sem er að slá í gegn í mismunandi löndum og margt fleira sem of langt er að telja upp. Skömmu eftir útgáfu nýrrar plötu er hún aðgengileg á Spotify. Í stað þess að standa vaktina og athuga hvort ný plata eða lag sé komið frá uppáhalds- tónlistarmanninum þínum getur þú elt hann (follow) á Spotify. Þú færð þá tilkynningu, annaðhvort í gegn- um Spotify eða tölvupóst, þannig að það fer ekki framhjá þér þegar nýtt efni kemur út sem þú hefur kannski beðið með eftirvæntingu. Þegar farið er í ferðalag þar sem nettenging getur verið léleg eða þá til útlanda þar sem net í snjallsímann getur kostað sitt stendur til boða að vista lagalistana á tölvuna eða snjall- tækið. Þannig er hægt að nálgast eigin lista eða heilu plöturnar á sínu tæki án þess að netsamband þurfi að vera fyrir hendi. Beint í æð Fyrir hlaupaunnendur kynnti Spoti- fy fyrir skömmu nýja virkni, Spoti fy Running, þar sem Spotify appið spil- ar tónlist á meðan þú hleypur. Ekki bara þá tónlist sem Spotify telur að henti þínum smekk heldur skynjar Spotify hlaupahraða þinn og velur tónlist í takt við hlaupið. Spotify auðveldar þér einn- ig mjög að uppgötva nýja tónlist, bæði nýjasta nýtt og klassík fyrri ára. Smám saman lærir Spotify á tónlistarsmekk þinn og byrjar svo að benda þér á hitt og þetta sem gæti fallið í kramið. Bæði koma þá upp tónlistarmenn og hljómsveitir sem hafa gleymst í áranna rás eða gamlar hetjur sem einfaldlega hafa orðið undir í þeirri ofgnótt tónlistar sem í boði er. Það er alltaf gaman að hitta aftur gamla vini og uppgötva nýja tónlist hvaðan sem hún kemur. Með áskrift að Endalausum snjallpakka hjá Símanum fylgir Spotify Premium í sex mánuði. Þannig geta GSM-áskrifendur streymt tónlistinni á farsímaneti Símans án þess að greiða aukalega fyrir það. KYNNING − AUGLÝSINGFarsímar og fylgihlutir LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 20158 Tónlist fyrir öll tilefni dagsins Íslendingar hafa nú aðgang að stóru og miklu lagasafni Spotify. Nú fá GSM-viðskiptavinir Símans streymi á Spotify Premium á 0 krónur ef Spotify áskriftin er keypt hjá Símanum. Auk úrvals tónlistar eru ótal möguleikar í boði sem bæði eru aðgengilegir í tölvu, á vef og snjalltækjum. Hlauparar geta nýtt Spotify Running þar sem appið skynjar meðal annars hlaupahraðann og velur tónlist í takt við hlaupið. MYND/ÚR EINKASAFNI Siminn.is/spotify HEFUR ALDREI HLJÓMAÐ EINS VEL! NÚ STREYMIR ÞÚ TÓNLISTINNI FYRIR 0 KR. MEÐ SPOTIFY PREMIUM Á FARSÍMANETI SÍMANS* SUMARIÐ Fitbit Charge HR Fitbit armbandið leyfir þér að fylgjast með hjartslættinum og brennslunni allan daginn og Spotify Running fylgir þér eftir og hjálpar þér að ná lengra. 15.990 kr. á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt: 24.990 kr. iGrill Grillið hefur aldrei hljómað eins vel! iGrill kjöthitamælirinn tengist símanum þráðlaust og grillmaturinn verður fullkominn. 790 kr. á mánuði í 12 mánuði Staðgreitt: 8.990 kr. Samsung Galaxy S6 Einstök hönnun, einstakir eiginleikar. Samsung Galaxy S6 með þráðlausri hleðslu og 16 megapixla myndavél. 5.390 kr. á mánuði í 24 mánuði Staðgreitt: 119.990 kr. Bose SoundLink Colour Hlustaðu á tónlistina í frábærum gæðum hvar og hvenær sem er. Fullkominn ferðafélagi ásamt Spotify Premium. 1.490 kr. á mánuði í 18 mánuði Staðgreitt: 24.990 kr. *Gildir fyrir Spotify Premium áskrift hjá Símanum 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -3 C 9 C 1 6 2 B -3 B 6 0 1 6 2 B -3 A 2 4 1 6 2 B -3 8 E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.