Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 83

Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 83
LAUGARDAGUR 27. júní 2015 | TÍMAMÓT | 39 Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir Alþjóðlegu orgelsumri. Félagið flytur þá inn orgelleikara um hverja helgi og mun gera það fram til 9. ágúst. Sumar helstu stjörnurnar á himni org- elleiks munu koma til landsins og einn af þeim er James D. Hicks sem leikur nú um helgina. Hann er Bandaríkja- maður en leikur mest norræn verk og býr í Noregi. Hicks mun frumflytja nýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Á tón- leikunum mun hann njóta liðsinnis dóttur sinnar, Virginiu Hicks sópran- söngkonu. Saman munu þau flytja verk eftir Hicks sjálfan auk annarra verka, norrænna og bandarískra. Nýjasta verk Hildigunnar Rúnars- dóttur sem frumflutt verður um helgina ber nafnið Fantasía um Ísland, farsælda frón. Á sömu tónleikum má einnig heyra Sálmaforleik um Lofið Guð eftir Þorkel Sigurbjörnsson og verk eftir Karlsen, Sundberg, Mikk- elsen og Sixten, auk verka eftir Hicks sjálfan og J.K. Paine. Inga Rós Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listvinafélagsins, stend- ur að skipulagningu tónleikanna. „James er vel þekktur úti í heimi og við erum því gífurlega spennt að fá hann. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins sem er merki- legt þar sem hann spilar mikið af nor- rænum verkefnum og sum þeirra eru íslensk,“ segir Inga. James D. Hicks er fæddur í Banda- ríkjunum og hlaut þar menntun og starfsframa, en hann starfaði m.a. í 26 ár við Biskupakirkjuna í Morristown í New Jersey. Á síðustu árum hefur áhugi hans beinst að Norðurlönd- um þar sem hann hefur dvalið við upptökur og tónleikahald. Hann hefur tekið upp nokkra orgelgeisladiska sem innihalda að mestu leyti norræn verk. Í sumar munu íslenskir orgelleik- arar einnig spila í Hallgrímskirkju öll fimmtudagshádegi. Fyrri tónleikar Hicks eru í dag, laugardaginn 27. júní, kl. 12 á hádegi og er miðaverð 2.000 kr. Síðari tónleikarnir verða á morgun, sunnudaginn 28. júní, kl. 17 og miða- verð er 2.500 kr. - gj Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju James D. Hicks leikur í Hallgrímskirkju um helgina. Hann mun meðal annars frum fl ytja verk eft ir Hildigunni Rúnarsdóttur sem kallast Fantasía um Ísland, farsælda frón. JAMES D. HICKS Þetta verður í fyrsta skiptið sem hann spilar á Íslandi en hann mun koma fram ásamt dóttur sinni. MYND/AÐSEND INGA RÓS INGÓLFSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri Listvinafélags Hallgrímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA KRISTINSDÓTTIR Ægisbyggð 9, Ólafsfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 23. júní. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 3. júlí nk. Kristinn E. Hrafnsson Anna Björg Siggeirsdóttir Sigurlaug Hrafnsdóttir Líney Hrafnsdóttir Georg Páll Kristinsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR KRISTINSDÓTTUR Seiðakvísl 3, Reykjavík, sem lést 19. maí sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum A6 og K1 á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir Reynir Vignir Sveinn Guðmundsson Birna Guðmundsdóttir Kolbeinn Finnsson barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI STEINGRÍMSSON húsasmiður, Breiðuvík 5, andaðist að heimili sínu þann 16. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigríður Guðjónsdóttir Steingrímur P. Kárason Þórhildur Einarsdóttir Guðjón G. Kárason Sóley Ómarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÞORSTEINS J. SIGURÐSSONAR frá Reykholti, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 2b á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Aðalbjörg Magnúsdóttir börn, tengdabörn og fjölskylda. Elskulegi pabbi, tengdapabbi og afi, GUÐMUNDUR ÞÓR ÁSMUNDSSON Teigagrund 4, Laugarbakka, varð bráðkvaddur 14. júní í Barcelona. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 30. júní kl. 15.00. Minningarathöfn og jarðsetning duftkers fer fram á Melstað í Húnaþingi vestra 8. júlí kl. 14.00. Kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinssjúka. Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Hermann Hermannsson Katrín Guðmundsdóttir Liam Molloy Almar Þór, Brónagh Rán og Berghildur Björt. Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR vefnaðarkennara. Þökkum sérstaklega starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir umönnun og alúð. Halldór Sigtryggsson Herborg Sigtryggsdóttir Hrafnkell Sigtryggsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN L. HALLDÓRSSON Laugateigi 38, lögfræðingur og fyrrv. forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, sem lést 22. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ingibjörg Dröfn Sigríksdóttir Halldór Leví Björnsson Hjálmey Einarsdóttir Margrét Björnsdóttir Birna Ósk Björnsdóttir Jón Þór Víglundsson Helgi Björnsson Maria C. Mayböck Ingibjörg Dröfn, Björn Ingi, Anton Björn, Egill Gauti, Elísabet María og Emma Dís Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMAR EYJÓLFSSON Hraunbæ 16, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 22. júní. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju þann 1. júlí kl. 13.00. Ágústa Sigmarsdóttir Ingvar Þorsteinn Þórðarson Jóna Kristín Sigmarsdóttir Eyjólfur Sigmarsson Judit Schroth Sigmarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SVEINBJÖRN BJARNARSON Barrholti 26, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans, föstudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 13.00. Lillý S. Guðmundsdóttir Aldís Sigurðardóttir Bjarki Sigurðardóttir Anna Jódís Sigurbergsdóttir Birna Mjöll Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar og elskuleg systir, HARPA SIGTRYGGSDÓTTIR Múlavegi 33, lést af slysförum 24. júní. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 4. júlí klukkan 14.00. Páll Sigtryggur Björnsson Þorgerður Magnúsdóttir Anika Sigtryggsdóttir Sara Lind Þorgerðardóttir og fjölskylda. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -6 4 1 C 1 6 2 B -6 2 E 0 1 6 2 B -6 1 A 4 1 6 2 B -6 0 6 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.