Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 88
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 44
LAUGARDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
27. JÚNÍ 2015
Tónleikar
12.00 James D. Hicks frumflytur nýtt
orgelverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
í Hallgrímskirkju. Á tónleikunum nýtur
hann liðsinnis dóttur sinnar, Virginiu
Hicks sópransöngkonu. Miðaverð er
2.000 krónur.
14.00 Arctic Swing Trio leikur swing
eins og það gerist best í Menningar-
húsinu Hofi í kvöld. Miðaverð er 2.900
krónur.
15.00 Tríóið Fley leikur í summardjass
tónleikaröð á Jómfrúnni. Píanóleikarinn
Egill B. Hreinsson, kontrabassaleikarinn
Gunnar Hrafnsson og trommuleikarinn
Kjartan Guðnason auk þess sem Högni
Egilsson er sérstakur gestur. Frítt inn.
17.00 Perlur íslenskra sönglaga í
Kaldalóni í Hörpu. Listrænn stjórnandi
tónleikanna er óperusöngvarinn Bjarni
Thor Kristinsson og hafa tónleikarnir
verið fastur liður í sumardagskrá Hörpu
frá opnun. Miðaverð frá 4.200 krónur.
21.00 Hljómsveitin Oyama spilar á Loft
Hosteli í kvöld.
22.00 Hljómsveitin Hundur í óskilum
spilar á Café Rosenberg í kvöld.
22.00 Þeir Heiðar Örn Kristjánsson,
Baldur Ragnarsson, Jakob Smári
Magnússon og Jón Geir Jóhannsson
ætla að heiðra hljómsveitina The
Clash á Græna hattinum í kvöld.
Öll þekktustu lög The Clash leikin
ásamt úrvali sem spannar allan
ferilinn. Miðaverð er 3.000 krónur.
22.00 Hljómsveitin Melrakkar leikur
Metallica-lög og hljómsveitin Bootleg
spilar frumsamið efni á Gauknum í
kvöld. Miðaverð er 3.000 krónur.
22.30 Bar 11 fagnar tólf ára afmæli
um helgina. Í kvöld leika Alchemia og
Ottoman. Frítt inn.
Opnanir
10.00 Sýningin Að lesa blóm á þessum
undarlega sal verður opnuð á Torgi
Þjóðminjasafnsins. Sýningin fjallar um
brottflutta Íslendinga sem börðust með
Kanadaher í fyrri heimsstyrjöldinni en
sýningin er samstarfsverkefni Háskóla
Íslands og Þjóðminjasafnsins.
14.00 Sýningin Beneluz Werkstatte
með verkum eftir Helga Þórsson verður
opnuð í Kling & Bang í kvöld.
Sýningar
20.00 Gamansýningin Let’s talk Artic
verður sýnd í Menningarhúsinu Hofi
í kvöld. Sýningin fer fram á ensku er
bæði hugsuð til fræðslu og skemmt-
unnar og er með sögulegu ívafi. Fjöldi
sýninga fer fram í sumar. Miðaverð er
2.900 krónur.
Hátíðir
21.00 Tónlistarhátíðin Drangey Music
Festival – Þar sem vegurinn
endar fer fram í kvöld á
Reykjum á Reykjaströnd
í Skagafirði. Emiliana
Torrini, Jónas Sigurðs-
son, Contalgen
Funeral og
Magni koma
fram og veitingasala verður á svæðinu.
Miðaverð er 6.900 krónur.
Söfn
14.00 Kínasafn Unnar, Njálsgötu 33a,
verður opið til klukkan 16.00. Boðið
upp á te og piparkökur, eftir sýningu
kínversku munanna.
Uppákomur
13.00 Plöntumarkaður á Bernhöfts
Basar á Bernhöftstorfunni. Áhugafólk
og fyrirtæki um garðyrkju kemur
saman, selur ýmislegt sem tengist
plöntum og skiptibasar verður á svæð-
inu, blómafóstra veitir ráðgjöf og dj
Doodlepops heldur uppi stemningunni.
Tónlist
21.00 Deffice Fusion jazz og dj Styrmir
á Boston í kvöld.
21.00 Dj Pabbi þeytir skífum á Bar-
Ananas í kvöld.
21.00 Dj Dagbjört þeytir skífum á
Frederiksen Ale House í kvöld.
21.00 Dj Óli Dóri þeytir skífum á Húrra
í kvöld.
22.00 Dj Elvar þeytir skífum á Bravó í
kvöld.
22.00 Dj Big Kahuna, Suspect og Ewok
á Prikinu í kvöld.
22.00 Dj Ómar Borg þeytir skífum á
Dolly í kvöld.
22.00 Trúbadorarnir Alexander og Guð-
mann, Eiki og Steini verða á English
Pub í kvöld.
Jazzhátíð
17.00 Jazzhátíðin JEA fer fram í kvöld
í Valaskjálf á Egilstöðum. Meðal þeirra
sem koma fram eru Beebee and the
Bluebirds, Garðar Eðvalds ásamt stór-
sveit, Björn Thoroddsen og Jack Magnet
Quintet. Miðaverð er 4.900 krónur.
SUNNUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
28. JÚNÍ 2015
Tónleikar
14.00 Arctic Swing Trio leikur á
tvennum tónleikum í Menningarhúsinu
Hofi í dag. Djasstónlistarmennirnir
leika görótt millistríðsára-swing. Seinni
tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og er
miðaverð 2.900 krónur.
15.00 Tónlistarkonan Mr. Silla kemur
fram í gróðurhúsi Norræna hússins og
spilar eigin lög í bland við uppháhalds-
lög eftir aðra flytjendur. Tónleikarnir
eru hluti af Pikknikk tónleikaröðinni.
Frítt inn.
17.00 James D. Hicks flytur nýtt
orgelverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
í Hallgrímskirkju. Miðaverð er 2.500
krónur.
17.00 New England Conservatory
Youth Philharmonic Orchestra spilar á
ókeypis tónleikum í Eldborgarsal Hörpu.
Í sveitinni eru níutíu ungmenni á
aldrinum 13 til 18 ára.
21.00 Dúettinn Atómbræður
heldur tónleika á Ob-La-
Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangur er ókeypis.
Hátíðir
19.40 Hátíðardagskrá
á Arnarhóli vegna
þess að 35 ár eru
liðin frá forseta-
kjöri Vigdísar Finn-
bogadóttur. Meðal
þeirra sem koma
fram eru Baggalútur,
Eivør Pálsdóttir, Felix
Bergsson og Einar
K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setur
hátíðina.
Söfn
14.00 Kínasafn Unnar, Njálsgötu 33a,
er opið í dag.
Uppákomur
13.00 Dúóið Mömmustrákar kemur
fram á Heimilislegum sunnudögum
á Kexi Hosteli. Lög sem allir, sem eru
eða hafa verið í leikskóla, þekkja, allir
velkomnir og engin aðgangseyrir.
20.00 Meðgönguljóð bjóða ungum
skáldum að koma og skrifa í þögn í
klukkustund á Loft Hosteli. Þátttaka
er ókeypis og allir velkomnir.
Tónlist
21.00 Dj Creature of the Night
þeytir skífum á Kaffibarnum.
21.00 Trúbadorarnir Arnar og
Ingunn verða á English Pub.
21.00 Dj Ómar Borg þeytir
skífum á Bravó.
21.00 Lo-fi hip hop á Prikinu.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is
SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR, MR. SILLA,
MENGI
„Við bræðurnir þurfum að skiptast
á græjum, það er skemmtilegt að
það skuli gerast á sama kvöldinu,“
segir Snæbjörn Ragnarsson, betur
þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann
og bróðir hans, Baldur Ragnars-
son, einnig úr Skálmöld, bregða út
af vananum þegar þeir koma fram
hvor á sínum heiðurstónleikunum
til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar
að taka af sér bassann sem hann
plokkar í Skálmöld og setja upp Gib-
son Explorer-gítar í eigu bróður síns
og leika Metallica-lög. Á meðan fær
Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá
bróður sínum til að leika Clash-lög.
Bibbi kemur fram með Metall-
ica-heiðurssveitinni Melrökkum,
sem skipuð er miklum kanónum
úr tónlistarheiminum, í kvöld á
Gauknum þar sem Metallica plat-
an Kill ‘Em All verður leikin. Bald-
ur kemur fram með hljómsveit,
sem einnig er skipuð kanónum úr
tónlistar heiminum, sem ætla að
leika þekktustu lög The Clash á
Græna hattinum í kvöld.
Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir
það að leika svokölluð „cover-lög“
heldur fyrir að vera saman í Skálm-
öld og Ljótu hálfvitunum. „Við
höfum hvorugur komið nálægt því
að spila cover-lög í ansi mörg ár,“
segir Baldur og bætir við að þegar
boð um að spila í tökulagasveit sem
leikur lög eftir lætishljómsveita sé
lítið annað í boði en að stökkva á
vagninn.
„Við erum búnir að æfa meira en
Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin.
Við erum gríðarlegir félagar, bandið
brjálæðislega gott þannig að þetta er
hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi
og bætir Baldur við; „Við höfum
alveg rosalega gaman af að spila
þessa Clash tónlist og hún steinligg-
ur alveg.“
Hvorir tveggja tónleikarnir hefj-
ast klukkan 22.00. - glp
Skálmaldarbræður
býtta á græjum
Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir hafa ekki spilað
„cover-lög“ í fj ölmörg ár en ætla gera það í kvöld.
BRÆÐUR BÝTTA Bræðurnir Snæ-
björn og Baldur Ragnarssynir skiptast á
hljóðfærum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ný námslína í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss,
sem er einn af virtustu skólum heims á sviði hótel-
og veitingahúsarekstrar. Um er að ræða tveggja anna
hagnýtt og faglegt nám sem veitir góðan undirbúning
fyrir alþjóðlegar stjórnunarstöður innan hótel- og
veitingahúsageirans.
HÓTELSTJÓRNUN OG
VEITINGAHÚSAREKSTUR
Á vefnum opnihaskolinn.is eru
upplýsingar um öll námskeið,
leiðbeinendur, verð og skráningu.
klippið
Sendu okkur 5 toppa af Merrild
umbúðum og þú gætir unnið hina
sígildu kaffikönnu frá Stelton.
10 heppnir vinningshafar verða
dregnir út í hverri viku frá 30. júní til
1. september 2015, alls 100 talsins.
Þátttökuumslög í öllum verslunum. Á Facebook-síðu okkar, Facebook/Merrild á Íslandi, verða birt
úrslit auk frekari upplýsinga um leikinn.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
2
B
-3
2
B
C
1
6
2
B
-3
1
8
0
1
6
2
B
-3
0
4
4
1
6
2
B
-2
F
0
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
1
0
4
s
_
2
6
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K