Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 12
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 FÖSTUDAGSVIÐTALIÐ Ég gat eiginlega aldrei hugsað mér nokk-urt annað starf,“ segir María Einisdóttir, hjúkr-unarfræðingur og fram-kvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Segja má að María hafi fengið áhuga á geðsjúkdómum í frum- bernsku. Föðurbróðir hennar glímdi við geðhvörf og ung hafði hún mjög mikinn áhuga á veikind- um hans. „Ég var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum, að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmik- ið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Geðsjúkir ekki ofbeldisfyllri María fann fyrir fordómum í garð Ragnars frænda síns, sumir voru hræddir við hann en hún var það aldrei. „Enda engin einasta ástæða til enda þvílíkt ljúfmenni. Það er mikill misskilningur að geðsjúk- ir séu eitthvað ofbeldisfyllri en annað fólk. Það er svona ein af mýtunum.“ María segir þó heilmikið hafa breyst og fólk sé miklu upplýstara, sérstaklega unga fólkið. „Enn eru fordómar, það verður að segjast eins og er, því miður. Það þarf að berjast gegn þeim. Dropinn holar steininn og það er hægt að gera það með því að halda áfram með fræðslu og forvarnarstarf. Tala hreint út um hlutina. Fara með þetta í skólana t.d., ég myndi vilja sjá öflugra starf þar, fara með þetta í heilsugæsluna, þau þurfa líka að stíga meira inn í þetta. Það er verk að vinna en þetta hefur þokast í rétta átt.“ Kleppur í baksýn María fór að heiman 16 ára í Menntaskólann í Reykjavík, tók sér eitt ár í frí og segist að sjálf- sögðu hafa unnið á geðdeild það ár. „Meira að segja á sumrin, meðan ég var í menntaskóla, vann ég á Kleppi. Í Faunu, útskriftarriti MR- inga, er mynd af mér með Klepp í baksýn, geri aðrir betur!“ Þegar María var 21 árs fór hún í hjúkrun í háskólanum. „Ég dreif mig að klára það. Spýttist svo inn á Klepp aftur en þá mættu mér for- dómar frá kollegum mínum nýút- skrifuðum: Ætlarðu að fara á Klepp Hugsjónin borgar ekki húsaleigu María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurlegt um að litast á Landspítalanum þessa dagana. OFGREININGAR ERU VERULEIKI María segir það ekki hjálpa að sjúkdómsgera alla skapaða hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sparaðu tíma – pantaðu gjaldeyrinn á netinu Nú getur þú pantað gjaldeyri á arionbanki.is og sótt hann í útibúið þitt næsta virka dag. Kynntu þér málið á arionbanki.is/gjaldeyrir Fólk er búið að máta sig við störf í útlöndum, það er búið að prófa, það veit miklu meira að hverju það gengur. Fjöldi fólks hefur fengið góð atvinnu- tilboð, það á bara eftir að segja já, takk. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -C 6 6 C 1 6 3 1 -C 5 3 0 1 6 3 1 -C 3 F 4 1 6 3 1 -C 2 B 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.