Fréttablaðið - 19.06.2015, Page 13
FÖSTUDAGUR 19. júní 2015 | FRÉTTIR | 13
og staðna? Ég var fljót til svars eins
og ég get verið stundum og sagði:
Nei, ég ætla fara á Klepp og vaxa.
Og ég tel mig hafa staðið við það.“
María segir öldrunar- og geð-
hjúkrun ekki hafa þótt spennandi
valkostir innan heilbrigðiskerfisins
í þá daga. „Þetta var 1988, en í dag
hefur þetta gerbreyst.“
Uppsagnir eru veruleikinn
Talið berst að verkfalli hjúkrunar-
fræðinga og ástandinu á Land-
spítalanum. María tekur ástand-
ið mjög alvarlega. „Það er búið
að taka af okkur verkfallsréttinn
með lögunum. Í þessum töluðu
orðum eru að berast uppsagnir
hjúkr unar fræðinga. Það er mikið
áhyggjuefni. Þær voru fimm á
þriðjudag en ég býst við að þeim
muni fjölga á geðsviði eins og á
öðrum sviðum spítalans. Á annað
hundrað hafa þegar borist. Ég veit
til þess að fólk er að bíða eftir 19.
júní, til þess að hafa þetta tákn-
rænt og vekja athygli á þessum
launamun kynjanna, sem Félag
hjúkrunarfræðinga hefur vakið
athygli á aftur og aftur.“
Er þetta sem sagt bundið við
kyn? „Ég þori ekki að segja til um
það, en það að þessi kvennastétt
skuli vera lægra launuð en aðrir
háskólamenntaðir starfsmenn
segir sína sögu. Hver ætti skýr-
ingin að vera önnur, spyr ég. Það
hvarflar dálítið að manni að þetta
skipti máli, hvort þú sért karl eða
kona. Við á spítalanum vorum til
að mynda beðin um að koma með
tillögur í læknadeilunni, en höfum
ekki verið beðin í þessum deilum
hjúkrunarfræðinga. Við erum
boðin og búin að koma með hug-
myndir – við erum auðvitað ekki
samningsaðili, en við erum stærsti
vinnustaðurinn.“
En hvernig upplifir María
ástandið? „Ég hef mestar áhyggjur
af uppsögnunum, við höfum farið
í gegnum slíkar aðgerðir áður
og það er alltaf þannig að það er
ákveðin prósenta sem dregur ekki
til baka þótt það semjist.“
Depurðin tekur við
María segist finna á spítalanum
að reiðin sé að hjaðna og depurð-
in tekin við. „Það finnst mér eig-
inlega óþægilegra. Það er vont að
finna það. En auðvitað eru margir
enn mjög reiðir. Fólk er virkilega
að hugsa sinn gang og ég held að
ráðamenn þjóðarinnar og almenn-
ingur geri sér ekki grein fyrir því
hvað þetta er alvarlegt og hvað
staðan er alvarleg. Við erum búin
að marghamra á því, stjórnendur
á spítalanum. Og það verður erfitt
að vinna okkur út úr þessu.“
María segir aðstæður á Land-
spítalanum þegar erfiðar. „Fólk
fylgdist með fréttum varðandi
húsnæðiskostinn okkar. Mygla,
maurar, leki og svo framvegis.
Það segir sig sjálft að þetta er
ekki mjög aðlaðandi. Hugsjónin
borgar ekki húsaleiguna. Ég er
sorgmædd yfir þessu en vona að
ef það nást góðir samningar sé
hægt að snúa vörn í sókn.“
María segir einnig mikilvægt
að gera ráð fyrir því að nú sé uppi
önnur staða fyrir fagfólk en var
fyrir fimm eða tíu árum. „Fólk er
búið að máta sig við störf í útlönd-
um, það er búið að prófa, það veit
miklu meira að hverju það geng-
ur. Fjöldi fólks hefur fengið góð
atvinnutilboð, það á bara eftir
að segja já, takk. Það er ekki til
sjúkrahús í heiminum sem er
rekið án hjúkrunarfræðinga, og
sama má segja um lífeindafræð-
inga, geislafræðinga og ljósmæð-
ur, þetta eru lykilstéttir.“
Hreyfing hefur áhrif
Talið berst að svokallaðri Laugar-
ásdeild geðsviðsins. „Þar er hópur
þeirra sem eru í sínu fyrsta geð-
rofi. Þar hefur verið unnið mark-
visst í því að auka hreyfingu,
hvetja fólk til að hreyfa sig og
hugsa um mataræðið. Íslensk
rannsókn sem starfsmaður vann
á deildinni í sínu framhaldsnámi,
sýnir að hreyfing skiptir sköpum.
Hreyfingin varð til þess að verkja-
lyf og svefnlyfjanotkun eiginlega
þurrkuðust út.Lyfin hafa þær
aukaverkanir að það er ákveðin
hætta á þyngdaraukningu, það
stemmdi stigu við því að sjálf-
sögðu. Síðan virðist sem reglu-
leg hreyfing bæti bæði kvíða og
svefn, en hafi líka áhrif á þróun
sjúkdómsins. Þannig að þetta er
fólk með alvarleg geðræn ein-
kenni eins og ranghugmyndir og
ofskynjanir og það virðist vera
sem svo að þetta hjálpi því í bar-
áttunni við einkennin.“
Ekki greiningar á alla
Talið berst að greiningum á
geðsviði almennt. „Það að sjúk-
dómsgera alla skapaða hluti held
ég að hjálpi okkur ekkert mikið.
Annað dæmi um sjúkdómavæð-
ingu sem ég get pirrað mig létt
yfir er félagsfælni – er það ekki
bara feimni? Auðvitað getur
þetta orðið sjúklegt ástand og ég
er alls ekki að gera lítið úr því –
en að reyna að skella á fólkið helj-
arinnar greiningum þegar þetta
er eðlilegt ástand. Við þurfum
að normalísera ákveðnar tilfinn-
ingar sem eðlilegan hluta lífsins
ekki sjúkdómsgera allt. Tökum
dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að
þrífa heima hjá mér í gær, en ég
nennti því ekki af því að ég var
löt. Ég var ekki með verkkvíða –
ég var bara löt. Ég reyndi að selja
mér það í lok dagsins að ég væri
búin að vinna svo mikið og það
endaði þar. Mér fannst ég eiga
það skilið að fá að vera löt í friði.“
María segist halda að við þurf-
um að slaka á í greiningunum.
„Við þurfum að leyfa fólki að hafa
persónuleikaeinkenni án þess að
smella greiningum á fólk. Eins og
orðið feimni, maður heyrir þetta
ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt,
eins og mér finnst sjarmerandi
þegar fólk er feimið. Þetta eru
ekki lestir. Þetta eru eiginleikar.
Svo er gerjun í leiðanum, við þurf-
um að kunna að láta okkur leiðast.
Maður missir af miklu að kunna
ekki að láta sér leiðast, það er svo
gott fyrir sálartetrið.“
Það að sjúkdómsgera
alla skapaða hluti held ég
að hjálpi okkur ekkert
mikið.
Við á spítalanum
vorum til að mynda beðin
um að koma með tillögur í
læknadeilunni, en höfum
ekki verið beðin í þessum
deilum hjúkrunarfræðinga.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
1
-9
0
1
C
1
6
3
1
-8
E
E
0
1
6
3
1
-8
D
A
4
1
6
3
1
-8
C
6
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K