Fréttablaðið - 19.06.2015, Qupperneq 17
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Jafnréttisbaráttan
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var
stofnað árið 1891 en fyrsta konan fékk ekki
inn göngu fyrr en árið 1900. Næstu ár voru
tími mikilla breytinga, ekki síst á viðhorfum
til kynhlutverka.
Árið 1907 var Kvenréttindafélag Íslands
stofnað á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
til að „starfa að því að íslenskar konur fái
fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn,
kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta
og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“.
Sama ár urðu verkakonur í Hafnarfirði fyrstar
íslenskra kvenna til að fara í verkfall og
uppskera launahækkun.
19. júní 1915 var ný stjórnarskrá staðfest.
Konur, 40 ára og eldri, fengu þar með rétt
til að kjósa til Alþingis. Fimm árum síðar
voru sett lög sem færðu öllum 25 ára og
eldri kosningarétt, óháð kyni, hjúskapar-
og eignastöðu.
Konur fylkja liði
Atvinnuþátttaka kvenna jókst næstu ára tugi.
Það var þó ekki fyrr en 1958 að sam þykkt
voru lög um að sérstakir kvenna taxtar
skyldu hverfa úr samningum.
Á kvennafrídaginn, 24. október 1975, tóku
konur sig saman um allt land og lögðu niður
störf. Þannig sýndu þær fram á ótvírætt
mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þann dag
þurftu feður margir hverjir að taka börn sín
með til vinnu og sáu þá sum börn vinnustað
feðra sinna í fyrsta sinn.
Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin
forseti árið 1980, fyrst kvenna í lýðræðisríki
í heiminum, varð hún fyrirmynd kynslóða
sem ólust upp við það sem sjálf sagðan hlut
að þjóðhöfðingi geti verið kvenkyns.
Málefni beggja kynja
Árið 1970 var samið um rétt mæðra til 10
daga fæðingarorlofs. Sex árum síðar var
fest í lög að konur fengju sem svarar 90
daga atvinnuleysisbótum eftir að hafa
eignast barn. Það var ekki fyrr en um alda-
mótin 2000 að réttur beggja foreldra til
fæðingarorlofs var loks tryggður og í dag
þykir það sjálfsagt mál að báðir foreldrar
taki sér fæðingarorlof.
Kynbundinn launamunur hefur minnkað
jafnt og þétt á 21. öldinni, en hann var
þó enn 8,5% í VR árið 2014. Það þýðir að
konur í stærsta stéttarfélagi landsins vinna
launalaust einn mánuð á ári miðað við karla.
Jafnlaunavottun VR var kynnt til sögunnar
árið 2013 og er markviss leið til að leiðrétta
þennan launamun.
*Bríet Bjarnhéðinsdóttir flytur hátíðar-
ræðu á Austurvelli, 7. júlí 1915.
VR óskar konum og körlum til hamingju með daginn.
Við minnum á að baráttunni er ekki lokið.
Í tilefni dagsins verða skrifstofur VR lokaðar eftir hádegi.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
1
-5
E
B
C
1
6
3
1
-5
D
8
0
1
6
3
1
-5
C
4
4
1
6
3
1
-5
B
0
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K