Fréttablaðið - 19.06.2015, Side 22
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Í dag hafa konur haft kosn-
ingarétt á Íslandi í 100 ár.
Kvenfrelsisbaráttan er
enn eldri. Hún hefur skil-
að okkur mikilvægum lýð-
ræðislegum réttindum og
samfélagi þar sem konur
og karlar hafa sama rétt og
sömu skyldur. Að minnsta
kosti að forminu til.
Jafnrétti á
heimsmælikvarða
Hvergi mælist meira jafn-
rétti en á Íslandi. Það er vissulega
fagnaðarefni, þó enn sé langt í land.
Á Íslandi er kynbundinn launamun-
ur, það hallar á konur í stjórnmál-
um, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og
kynbundið ofbeldi er daglegt brauð.
Þessu verður að breyta.
Áhrif kvenna
Kvennabaráttan hefur verið háð frá
örófi alda með ólíkum aðferðum og
vegna ólíkra mála. Kosningarétt-
urinn var stórt og þýðingarmikið
skref, en konur hafa í gegnum tíð-
ina haft margslungin áhrif á sam-
félagið og samfélagsgerðina. Heil-
brigðiskerfið væri ekki eins og það
er í dag án vaskrar framgöngu
kvenna sem á sínum tíma beittu
sér fyrir byggingu spítala. Fæðing-
arorlof væri ekki eins og það er í
dag. Fóstureyðingalöggjöf-
in væri varla til, ekki frek-
ar en leikskólar svo ein-
hver dæmi séu nefnd. Með
auknum áhrifum kvenna
hafa áherslur samfélags-
ins breyst – okkur öllum til
góða.
Samtíminn
Enn er margt ógert og það
getur reynt á þolinmæðina.
Í dag er þó fullt tilefni til
bjartsýni. Ungir og kraft-
miklir femínistar stíga fram um
þessar mundir og breyta og bylta
á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa
þær hafnað skilgreiningum klám-
væðingarinnar á líkömum kvenna,
þær hafa afhjúpað og mótmælt
hversdagslegu misrétti og þær
hafa talað upphátt og opinskátt um
reynslu sína af kynbundnu ofbeldi.
Þessi barátta er eðlilegt framhald
af baráttu formæðra okkar fyrir
kosningaréttinum og baráttu rauð-
sokkanna, kvennaframboðs og
kvennalista undir lok síðustu aldar.
Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg mun fagna árun-
um 100 með 100 viðburðum. Mark-
miðið er að fagna þeim árangri
sem náðst hefur með fjölbreytt-
um hætti, en hvetja á sama tíma til
frekari framfara. Þannig leggjum
við okkar af mörkum til að gera
fjölbreytileika kvenna og verka
þeirra sýnilegri í samfélaginu.
Afmælisdagurinn
Í dag verður afmælinu fagnað
með fjölbreyttum hætti í miðborg-
inni. Framlag Reykjavíkurborgar
verður í anda þess sem hér hefur
verið rakið, til heiðurs formæðr-
um okkar en með áherslu á frekari
framfarir.
Samkvæmt hefð verður blóm-
sveigur frá Reykvíkingum lagður
á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
og í eftirmiðdaginn verður opnuð
vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í
tilefni dagsins. Dagskráin í Ráð-
húsinu verður þó alfarið í höndum
ungra femínista sem hafa hann-
að og skipulagt dagskrána í anda
málefna líðandi stundar. Þannig
heiðrum við formæður okkar og
lýðræðis- og frelsishetjur fram-
tíðar á sama tíma. Til hamingju
með daginn. Áfram stelpur!
Til hamingju með daginn!
Bolli Héðinsson og Kári
Stefánsson voru gest-
ir Sigurjóns Egilssonar
á Bylgjunni. Kári sagði
sérfræðideildir flytjast
frá Landspítalanum út
í bæ. Beinalækningar
væru komnar í Orkuhús-
ið og í Ármúlanum væri
verið að opna einhvers
konar sjúkrahús með
brjóstskurðstofudeild
fyrir konur. Á báðum stöðum
væru sjúklingar í góðum höndum
fagfólks. Það gætu samt komið
upp aðstæður, sem gerðu það að
verkum að sjúklingar væru ekki
eins öruggir á þessum litlu spít-
ölum.
Kári sagði að fleiri sérsvið
ættu eftir að fara frá Landspít-
alanum. Það bara gerðist og
ekki gott að svara hvers vegna.
Læknar væru á betri launum
en á spítalanum. Það væri ekki
vegna samkeppni, því til þess
værum við of fá. Fyrir spítalann
væri vont að sérþekking flyttist
frá honum. Sérfræðigreinar ætti
að kenna á háskólasjúkrahúsi
og ekki væru nógu mörg tilfelli
til að halda læknum í þjálfun á
tveimur stöðum. Best væri að fá
þessar deildir aftur inn á spít-
alann, þá væri hægt að greiða
læknum sömu laun og úti í bæ
og heildarkostnaður væri samt
lægri en nú er.
Ég hvet alla þá sem hafa áhuga
á þessum málum að hlusta á þátt-
inn. Ekki hvað síst þá sem bera
ábyrgð á byggingu nýs spít-
ala (ef finnast) og svo auðvitað
hollvinasamtök Landspítalans.
Þátturinn ber heitið Landspítal-
anum fórnað fyrir einkarekst-
ur. Hann má nálgast á slóð-
inni: http://www.visir.is/section/
MEDIA98&fileid=CLP36592.
Þar tala þeir sem fagþekkinguna
hafa.
Hagstæðasta lausnin
Ekki veit ég, hvort í nýjum spít-
ala við Hringbraut sé nægilegt
pláss fyrir þessar deildir vildu
þær koma til baka. Það er hvort
spítalinn, sem átti að sameina
allt á einn stað, sé of lítill, áður
en byrjað er að byggja hann? Í
Fossvogi er meir en nóg pláss og
auk þess hægt að leigja út hús-
næði fyrir einkareknar deildir.
Spítali í Fossvogi var að hluta
til sleginn út af borðinu af þeirri
ástæðu að búið væri að byggja
svo mikið á svæði, sem hafði
verið ætlað fyrir stækkun hans.
Það kann að hafa verið rétt
miðað við 5-6 hæða hús, eins og
á að byggja við Hringbraut. Í dag
eru sjúkrahús hins vegar byggð
á hæðina en ekki mörgum húsum
dreift yfir stórt svæði. Í Foss-
vogi er hægt að byggja til fram-
tíðar á hæðina, eins og gert er í
Bandaríkjunum. Byggja hraðar
betra og ódýrara sjúkrahús, en
það sem nú skal byggt við Hring-
braut.
Háskólaspítali þjónar öllu
landinu líkt og flugvöllur. Skatt-
greiðendur standa undir bygg-
ingu hans og um alla framtíð
rekstrarkostnaði.
Fyrir utan byggingarkostnað
gæti munur á rekstrarkostnaði
verið af stærðargráðu tekna rík-
isins af álveri.
Stjórnvöld bera ábyrgð á að
hagstæðasta lausn sé valin fyrir
það gott hús svo vel tækjum búið
að læknar sækist eftir að vinna
þar. Ég skil ekki hvers vegna
alþingismenn hafi ekki fyrir
löngu síðan látið gera raunhæf-
an samanburð á staðsetningu
í Fossvogi og við Hringbraut. Í
stað þess að setja sig inn í mál og
leysa fer hvert þingið á eftir öðru
í að þrasa vikum saman í þeim
tilgangi að tefja störf þingsins.
Háskólasjúkrahús?
Við fögnum í dag aldar-
afmæli kosningaréttar
kvenna. Bríet Bjarnhéð-
insdóttir þakkaði fyrir
réttum 100 árum þing-
mönnunum sem komu að
því að breyta stjórnar-
skránni. Þeir voru auð-
vitað allir karlar. Það
minnir okkur á að það er
ekki síður hlutverk karla
en kvenna að koma jafn-
rétti á. Að karlar sam-
einist gegn ofbeldi gegn
konum. Að karlar hætti að mis-
muna konum á vinnustöðum. Að
karlar axli jafnan hlut af heim-
ilishaldi á við konur. Að karlar
starfi við hlið kvenna í barátt-
unni fyrir auknu frelsi og aukn-
um völdum kvenna.
Í dag verðum við vitni að
nýrri bylgju femínisma. Hún
birtist í brjóstabyltingu, til að
brjótast út úr staðalmyndum
kynjanna og hrelliklámi. Hún
birtist í hreinskilinni umræðu
um kynbundið ofbeldi, sem
hefur náð nýjum hæðum á
Beauty tips upp á síðkastið.
Það gleður að sjá nýjar kyn-
slóðir berjast, en það er sorg-
leg áminning um hversu hægar
framfarirnar eru þegar enn ein
kynslóð ungra kvenna telur sig
knúna til að berjast fyrir sjálf-
sögðum réttindum. Það er líka
áminning um að barátta fyrir
réttindum er stöðug, því annars
blasir við kyrrstaða eða aftur-
för. Dæmi um það er stytting
fæðingarorlofsins og baráttan
við kynbundinn launamun.
Amma mín var lausaleiksbarn
einstæðrar móður, fæddrar í
blóðskömm í vistarbandi. Saga
hennar og langömmu minn-
ar minnir á að Ísland er ekki
bara kynskipt land heldur líka
stéttskipt. Betur menntaðar og
betur stæðar konur leiddu bar-
áttuna fyrir kosningaréttinum
og fátækir karlar fengu kosn-
ingarétt um leið og konur. Á
bænaskjölum þúsunda kvenna
um kosningarétt er nöfn vinnu-
kvenna og niðursetninga hvergi
að finna.
Það er því engin tilviljun að
stjórnmálahreyfing jafnaðar-
manna fagnar 100 ára afmæli
á næsta ári. Hún varð til sem
svar við kosningarétti fjöldans.
Tilgangur hennar hefur frá
upphafi verið að veita þeim afl
sem áttu hvorki rödd né völd.
Við fylgjum nú femínískri hug-
myndafræði og við erum stolt
af framlagi Kvennalistans til
hreyfingar okkar. Á komandi öld
verður barátta jafnaðarmanna
áfram barátta fyrir fjöldann
gegn forréttindum fárra, fyrir
jafnrétti og jöfnum tækifærum.
Höldum
baráttunni áfram
Fleinn þessarar þjóðar kom
berlega í ljós á Austurvelli
þjóðhátíðardaginn. Hávær
mótmæli yfirkeyrðu ræðu
forsætisráðherra og Jón
Sigurðsson, mótmælandi
Íslands, stóð í millum.
Eflaust hefur hann hugsað:
Hvort er nú meiri óvirð-
ing við lýðveldið, hávaðinn
fyrir aftan mig eða ræðan
fyrir framan mig?
Að yfirgnæfa hátíða-
höld er vissulega óvirðing.
En í því felst líka ákveðin yfirlýs-
ing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson
valdi þjóðfundinn sem vettvang
enda vöktu mótmæli hans athygli
og voru skerpandi. Af sömu ástæðu
völdu mótmælendur núsins einmitt
þennan dag og þessa stund.
Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi
yfirvöld sýna yfirgang og hundsa
vilja Íslendinga í eigin landi. Mót-
mælendur dagsins telja að sama
skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfir-
gang og hundsa vilja meiri-
hlutans í eigin landi. Vísast
er stjórnarskrármálið þar
sem yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar lagði
blessun sína yfir nýjan
þjóðar sáttmála í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Sá þjóðar-
vilji hefur verið algerlega
vanvirtur og málið nú í allt
öðrum farvegi en til stóð.
Jón Sigurðsson taldi
þáríkjandi yfirvöld stjórna
landinu í þágu Dana, ekki
Íslendinga. Mótmælendur dagsins
telja að sama skapi núríkjandi yfir-
völd stjórna landinu í þágu þröng-
hagsmuna, ekki heildarhagsmuna.
Þetta sést best á því að á sama tíma
og stjórnvöld setja lög á verkföll
afsala þau sér tugmilljarða tekjum
og forgangsraða arði fiskimiðanna
til stórútgerðarinnar.
Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi
stjórnvöld standa framförum fyrir
þrifum og vildi nýja hugsun fyrir
Ísland. Mótmælendur dagsins telja
að sama skapi stjórnmálamenn á
Íslandi fasta í úreltri hugmynda-
fræði hægrisins og vinstrisins og
vilja sjá róttækar stjórnkerfis-
breytingar sem færa landið inn
í nútímann með virkari þátttöku
þegnanna.
Ræða forsætisráðherra á þjóðhá-
tíðardaginn var lofgjörð til kyrr-
stöðunnar. Fagurgali um það að við
séum á réttri leið. Klukkustundu
síðar gellur farsíminn og einhverj-
um hrósað fyrir frábæra ræðu og
spurður í leiðinni hvort menn ætli
ekki að standa í lappirnar með
makríl frumvarpið.
Erum við að nenna þessu?
Vér mótmælum öll, eða hvað?
24. júní, eða Jónsmessa, er
ein ljúfasta hátíð kirkjuárs-
ins. Kirkjan skiptir árinu
niður í daga og stundir –
kirkjuárið svokallaða – sem
hver og ein minna okkur á
Jesú Krist. Kirkjuárið hefst
fyrsta sunnudag í aðventu,
en aðventan boðar einmitt
komu Jesú. Jónsmessan
lætur reyndar lítið yfir sér
formlega. Henni fylgir ekk-
ert tilstand í kirkjunni eins
og mörgum öðrum hátíðum.
Jól, páskar og hvítasunna eru þess-
ar stóru hátíðir kirkjuársins og þær
eiga sér líka sín föstu og formlegu
hátíðarhöld. Og það á auðvitað við
um fleiri hátíðir árið um kring. En
Jónsmessan er allt öðruvísi hátíð.
Hún er kannski fyrst og fremst
hátíð sumars og kyrrðar. Nú er sól-
argangur hvað lengstur og við njót-
um sumarsins í sálu og sinni. Þann-
ig er það í raun náttúran sem heldur
upp á Jónsmessuna fyrir okkur og
með okkur og sér um hátíðarhöldin,
sumarsólin, fuglarnir og gróandinn.
Jónsmessan tengist að sjálf-
sögðu sumarsólstöðum – lengsta
sólargangi ársins 21. júní. Við fögn-
um um sumarsólstöður sólinni og
sumrinu og birtunni eins og nor-
rænir menn hafa gert frá alda öðli,
löngu fyrir daga kristninnar og
þökkum Guði fyrir sköpunina og
lífið sem hann hefur gefið okkur.
Það er stundum sagt að Jónsmess-
an sé heiðin hátíð, en það er
hún auð vitað ekki, heldur er
hún sameiginleg hátíð allra
á norðurhveli jarðar sem
gleðjast eftir langan vetur.
Óháð trú eða trúleysi.
Miðsumarhátíð
Hið kristna nafn þessarar
miðsumarhátíðar er dregið
af nafni Jóhannesar skír-
ara og þýðir í raun messa
Jóhannesar. Nöfnin Jón,
Jóhann og Hans eru öll leidd
af nafni Jóhannesar. Þess vegna
heitir þessi hátíð st. Hans hjá frænd-
um okkar í Danmörku. Svíar draga
aftur á móti heiti hennar af hinni
fornu ljósahátíð norrænna manna
og kalla hana Miðsumar. Þessi mið-
sumarhátíð kirkjunnar bæði í Dan-
mörku, Svíþjóð, hér á Íslandi og
víðar er helguð Jóhannesi skírara,
honum sem kom í heiminn á undan
Jesú, til að spá fyrir um fæðingu
Jesú – benda á að Jesús, ljós heims-
ins, væri að koma í heiminn.
Jónsmessan er ætíð haldin 24.
júní, sex mánuðum fyrir aðfanga-
dag jóla, 24. desember. Þannig horf-
um við kristnir menn á allt árið í
samhengi og út frá Jesú Kristi.
Sumarsólin skín skærast á Jóns-
messu, en hún er aðeins dauft end-
urskin hins sanna ljóss sem kom í
heiminn á jólum, Jesú Krists. Og
eins og Jóhannes skírari kom í
heiminn til að boða fæðingu Jesú,
þannig bendir Jónsmessan og sólar-
birta hennar fram til fæðingarhátíð-
ar frelsarans.
Jóhannes skírari á sér reyndar
annan messudag sem er ekki eins
bjartur og glaður- það er Höfuðdag-
urinn sem haldinn er 29. ágúst. Þá
minnumst við þess þegar Heródes
Antípas lét hálshöggva Jóhannes
skírara fyrir boðun sína. Höfuðdag-
urinn minnir okkur kristna menn á
að trúin og það að segja sannleik-
ann kostar oft fórnir, og að margir
kristnir menn hafa í gegnum tíðina
þurft að fórna miklu fyrir trú sína.
Að vera kristinn er þannig að vera
staðfastur, einnig þegar maður er
kallaður til að bera krossinn með
Jesú í lífi sínu.
Þannig fylgjum við kristnir menn
í helgidögum kirkjunnar ævi og lífi
Jesú og lærisveina hans. Um leið
þá fáum við að taka á móti ljósi
hans hverja stund dagsins, vikunn-
ar, mánaðarins og ársins. Allt árið
endur speglar nærveru hans og er
helgað af honum. Því allir dagar
minna okkur á hann, rétt eins og
lífið sjálft, ljósið og sumarbirtan.
Jónsmessa
SKIPULAG
Sigurður Oddsson
verkfræðingur
➜ Ég skil ekki hvers
vegna alþingismenn
hafi ekki fyrir löngu
síðan látið gera raun-
hæfan samanburð á
staðsetningu í Foss-
vogi og við Hring-
braut.
JAFNRÉTTI
Árni Páll
Árnason
formaður
Samfylkingarinnar
➜ Það er því engin
tilviljum að stjórn-
málahreyfi ng jafnað-
armanna fagnar 100
ára afmæli á næsta
ári. Hún varð til sem
svar við kosningarétti
fjöldans.
TRÚMÁL
Þórhallur
Heimisson
sóknarprestur
í Svíþjóð
➜ Þessi miðsumarhátíð
kirkjunnar bæði í Dan-
mörku, Svíþjóð, hér á Íslandi
og víðar er helguð Jóhannesi
skírara, honum sem kom í
heiminn á undan Jesú …
LÝÐRÆÐI
Lýður Árnason
læknir og vaktstjóri
Lýðræðisvaktar
innar
➜Að yfi rgnæfa hátíðahöld
er vissulega óvirðing. En
í því felst líka ákveðin
yfi rlýsing, fratyfi rlýsing. Jón
Sigurðsson valdi þjóðfund-
inn sem vettvang …
JAFNRÉTTI
Sóley
Tómasdóttir
forseti borgar-
stjórnar
➜ Þessi barátta er eðlilegt
framhald af baráttu for-
mæðra okkar fyrir kosn-
ingaréttinum og baráttu
rauðsokkanna.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
2
-0
B
8
C
1
6
3
2
-0
A
5
0
1
6
3
2
-0
9
1
4
1
6
3
2
-0
7
D
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K