Fréttablaðið - 19.06.2015, Síða 23

Fréttablaðið - 19.06.2015, Síða 23
FÖSTUDAGUR 19. júní 2015 | SKOÐUN | 23 andi misskiptingu og vax- andi samfélagsólgu, má vísa til ákalls plútókrat- ans og óforbetranlega kap- ítalistans Nicks Hanauer, sem svo kynnir sig sjálf- ur. Ákall til allra annarra plútó krata, kapítalista og stjórnenda. En Nick líkir þessu vitlausa sálarlausa arðsemisgræðgiástandi við undanfara frönsku stjórnarbyltingarinnar og muni óhjákvæmilega enda með ósköpum. Ákallið einfalt og skilvirkt: Wake up! Íslensk arðsemisgræðgi Samanburðurinn á milli íslenskra og annarra norrænna banka um arðsemi eigna og eigin fjár sýnir að bankastjórnir íslenskra banka gera allt of háar arðsemiskröfur. Eigið fé bankanna er of hátt og sjálfvirk hækkun verðtryggðra eignasafna með sjálfvirkt auknu veðrými í mótsögn við góða bankavenju miðað við klassíska hugmyndafræði banka rekstrar. Bankastjórnir og bankastjórar íslenskra banka virðast alls ekki skilja hlutverk og tilgang alvöru bankastarfsemi, né heldur kjörn- ir fulltrúar með hug á að styðja áðurnefnt frumvarp, né heldur höfundur/höfundar skýrslunn- ar með stóra nafnið. Allt saman arfavond tíðindi fyrir land og þjóð. Heimilin og minni fyrirtækin verða þá áfram í þrældómi sér- íslensku hávaxtanna og einhliða (en kolólöglegra) verðtryggðra lánasamninga, þjónustugjöldum banka fjölgað og þau hækkuð, stýrivöxtum haldið í ofurhæðum, allt saman í mótsögn við bank- arekstur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Arðsemisgræðgin verðlaunuð Fjármála- og efnahagsráðuneytið er því miður fast í öfugmælavísum fjármálaelítunnar því nú á að verð- launa ofurarðsemina af íslenskum bankarekstri með auknum bónus- greiðslum til bankamanna. Er von að spurt sé: Hvað kostar að flytja til Færeyja? Ný fjármá lastöðug- leikaskýrsla Seðlabanka Íslands er furðuleg máls- vörn fyrir aukinni arð- semi af bankarekstri, í mótsögn við banka- rekstur í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og klassíska hugmyndafræði banka- rekstrar. Klassísk hugmyndafræði Bestu bankarnir eru sam- kvæmt klassískri hug- myndafræði banka rekstrar þeir bankar sem gæta sem mest hófs í arðsemiskröfu og uppsöfnun eigin fjár svo að viðskiptavinirnir, heim- ilin, atvinnurekstur og samfélag blómstri sem allra fegurst og best. Á þessum grundvelli er bönkum veitt skuldatrygging af hálfu seðla- banka sem lánveitanda til þrautav- ara. Engin önnur fyrirtæki fá svo vegleg forréttindi. Þess vegna ber að meta frammistöðu banka með öðrum hætti en annarra fyrir- tækja. Bestu norrænu bankarnir Bestu norrænu bankarnir árið 2014 eru skv. þessu eftirfarandi (Mbl. 28. apr. 15, bls. 16): Danske bank 0,12% arðsemi eigna. Storebrand (NO) 0,38% SkandiaBanken (SE) 0,39% Nordea Bank (SE) 0,51% Arbejdernes Landsbank (DK) 0,69% Íslandsbanki (IS) 2,56% Landsbankinn (IS) 2,64% Arion banki (IS) 3,06% Danske bank er því tuttugu og sex sinnum betri en Arion banki! Tutt- ugu og þrisvar sinnum betri en íslensku bankarnir að meðaltali! Á fótboltamáli þýðir það tuttugu og þrjú mörk gegn engu! Ef litið er til arðsemi eigin fjár er niðurstaðan eftirfarandi (Viðskiptablaðið 30. apr. 15): Danske bank 2,5% arðsemi eigin fjár Storebrand 5% Arbejdernes Landsbank 7,5% SkandiaBanken 9% Nordea Bank 11% Landsbankinn 12% Íslandsbanki 13% Arion banki 18% Leikur með lífskjör Alþingi Íslendinga er því miður ekki til stórræða í þessum grafal- varlega leik með lífskjör almenn- ings. Fyrir þinginu hefur legið frumvarp þar sem gengist er inn á arðsemiskröfur íslensku bank- anna undir kjörorðinu eiginfjár- auki og er eins og tíundin gamla fjórskipt: eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, kerfislegs mikil- vægis, sveiflujöfnunarauki og verndunar auki! Gissurr bp Ísleifsson hefði þóst fullsæmdur af svo ágætu laga- tækniorðabrelli sem enn eykur eigið fé bankanna og arðsemis- kröfur í krónum og aurum langt umfram það sem talið er eðlilegt og sanngjarnt með þeim þjóðum sem við helst viljum bera okkur saman við. Af hverju? Spurt er: Af hverju hefur tekist að telja öllum trú um það að hollast sé að hverfa frá klassískri hugmynda- fræði bankastarfsemi og taka upp í staðinn rekstrarmódel vogunar- sjóða og hrægamma? Svar: Óhófleg arðsemisgræðgi, með höfuðáherslu á samfélagsleg- an heilaþvott sem leggur að jöfnu bankarekstur og annan fyrirtækja- rekstur, sbr. viðtalið við banka- stjóra Arion banka (Viðskipta- mogginn 11. mars 15 á bls. 8-9) og blaðagrein Patricks Jensens af síðum Financial Times (Viðskipta- mogginn 30. apr. 15 á bls. 11). Til hvers? Ef spurt er til hvers muni leiða vax- andi græðgi í hæstu arðsemi sem óhjákvæmilega hefur í för með sér vaxandi samþjöppun auðs, vax- Bestu bankarnir FJÁRMÁL Jónas Gunnar Einarsson viðskipta- og stjórn- unarfræðingur ➜ Fjármála- og efnahags- ráðuneytið er því miður fast í öfugmælavísum fjármála- elítunnar … Til hamingju með daginn Hjá KPMG eru jafnréttismál í hávegum höfð en félagið var með þeim fyrstu til að hljóta Jafnlaunavottun VR og skipa stjórn með jöfnu kynjahlutfalli. Nú starfa 220 manns hjá félaginu með jöfnu hlutfalli karla og kvenna. Í dag lokum við skrifstofum okkar klukkan 13 og hvetjum við alla til að sækja viðburði í tilefni dagsins. kpmg.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 2 -4 B B C 1 6 3 2 -4 A 8 0 1 6 3 2 -4 9 4 4 1 6 3 2 -4 8 0 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.