Fréttablaðið - 19.06.2015, Síða 33

Fréttablaðið - 19.06.2015, Síða 33
LÍFIÐ 19. JÚNÍ 2015 • 7 MYNDAALBÚMIÐ Helga Margrét í Sandvík á Reykjanesi þar sem Flags of Our Fathers var síðar tekin, Ísland í aðalhlutverki í kvikmyndinni Oblivion, Helga ásamt Clint Eastwood í Sandvík. efnin enda mikið af góðum og hæfileikaríkum einstaklingum í þessum geira.“ Fjöldinn allur af þekkt- um einstaklingum fylgir fram- leiðslu á stórum kvikmyndum og er skemmst að minnast þess þegar Ben Stiller var hér um árið við gerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty, sem og Tom Cruise við gerð kvikmynd- arinnar Oblivion, en sá síðar- nefndi komst heldur betur í heims- fréttirnar þegar slitnaði upp úr sambandi hans og Katie Holmes á meðan á tökum stóð hér á landi. Fyrir marga af þessum þekktu einstaklingum virðist Ísland vera vin í eyðimörkinni, því hér fær fólk frið fyrir slúðurpressunni og trylltum lýð, svona að mestu leyti. „Yfirleitt eru þessir einstakling- ar spenntir fyrir því að vera hér á landi og aðlagast fljótt þeim að- stæðum sem boðið er upp á, eins og aðrir sem koma hingað til þess að kvikmynda. Oft á tíðum eru þeir með einstaklinga sem ferðast með þeim, sem sjá um að sinna smáatriðunum sem skipta þá máli. Við sjáum meira um að gisting- in sé í lagi, ferðalagið sjálft og að- búnaðurinn, annað sjá þau um sjálf og höfum við aldrei lent í nei- kvæðum aðstæðum enda þetta fólk mjög miklir fagmenn á sínu sviði. Það er aftur á móti mikil landkynning að fá þekkta einstak- linga til landsins og má til dæmis minnast á Ben Stiller, en hann var mjög hrifinn af landi og þjóð og hrósaði öllu í hástert í hverju við- talinu á eftir öðru,“ segir Helga og bætir við að öll slík kynning skili sér aftur til ferðaþjónustunnar þar sem margir ferðamenn velja sér áfangastaði eftir að hafa horft á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir. Stórt skref fram undan Nýlega tók Netflix til sýninga þættina Sense 8 sem Wachowski- systkinin skrifuðu, en þau heill- uðust það mikið af Íslandi þegar þau sáu myndefni sem var notað í kvikmynd þeirra Jupiter Ascend- ing, að þau ákváðu að skrifa það inn í handrit þáttanna. „Þættirnir fjalla um átta karaktera sem allir tengjast á mjög sérstakan hátt. Af þessum átta einstaklingum er einn íslenskur og eru þættirnir að hluta til teknir hér á landi, þar sem Reykjavík og þekkt kenni- leiti eins og Harpan eru áberandi. Einnig eru ýmsir íslenskir auka- leikarar sem koma við sögu, eins og til dæmis söngvarinn KK, en hann leikur föður þessarar ís- lensku konu.“ segir Helga. Fram undan eru svo stórir hlutir að ger- ast hjá Helgu en þau í True North eru að byrja upptökur í næsta mánuði á sinni fyrstu kvikmynd sem sýnd verður fljótlega á nýju ári. „Þetta er mjög stórt skref fyrir okkur en við teljum þetta rétta tímapunktinn. Óskar Jónas- son leikstýrir og skrifar handrit- ið ásamt Kristjáni Þórði Hrafns- syni. Þetta verður svona róman- tísk gamanmynd sem fjallar um óframfærinn einstakling sem lætur til sín taka í ástamálunum með spaugilegum afleiðingum,“ segir Helga að lokum. Það er ljóst að Helga er vakin og sofin í sínu heitasta áhugamáli enda virðist það vera svo að þessi heimur, sem er allt annað en hefðbundin vinna frá níu til fimm, sé ávanabind- andi enda umhverfið síbreyti- legt og aldrei lognmolla í kring- um hana. Þetta verður svona rómantísk gamanmynd sem fjallar um óframfærinn einstakling sem lætur til sín taka í ástamálunum með spaugilegum afleiðingum 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 1 -5 E B C 1 6 3 1 -5 D 8 0 1 6 3 1 -5 C 4 4 1 6 3 1 -5 B 0 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.