Fréttablaðið - 06.05.2015, Qupperneq 36
MENNING
6. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR
TÓNLIST ★★★ ★★
Richard Strauss í Salnum
ÓP-HÓPURINN FLUTTI TÓNLIST EFTIR
RICHARD STRAUSS.
LEIKSTJÓRN: SVEINN EINARSSON
LEIKARI: ARNAR JÓNSSON
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL.
Óperan Salóme eftir Richard
Strauss vakti mikla hneykslun á
sínum tíma, hún þótti guðlast og
klám. Salóme var stjúpdóttir Her-
ódesar úr Biblíunni og girntist
Jóhannes skírara, sem vildi ekk-
ert með hana hafa. Hún hefndi sín
með því að láta hálshöggva hann.
Eftirleikurinn fór fyrir brjóstið
á fólki. Þar lét Salóme í ljósi ósið-
legar hugsanir um leið og hún hélt
á höfði Jóhannesar og kyssti það,
alblóðug.
Þessi sena var hápunkturinn á
fremur misjöfnum Strauss-tónleik-
um Óp-hópsins í Salnum í Kópavogi
á miðvikudagskvöldið. Bylgja Dís
Gunnarsdóttir söng og gerði það af
mikilli prýði. Söngur hennar var
magnaður, fullur af heift og myrkri
ástríðu. Hlutverkið krefst breiðs
raddsviðs en Bylgja Dís hafði ekk-
ert fyrir því. Röddin var jöfn hvar
sem var, bæði á efra og neðra sviði.
Leiktilburðirnir voru auk þess við-
eigandi brjálæðislegir. Óhugnaður-
inn skilaði sér fullkomlega. Verst
að það var ekki allt svona gott. Einn
af söngvurunum, Ágúst Ólafsson
hefur átt betri daga. Morgen var
ekki fullnægjandi hjá honum, söng-
urinn var óöruggur, ef ekki falskur.
Hörn Hrafnsdóttir var ekki held-
ur í sínu besta formi, Allerseelen
var hikandi og ekki alveg hreint.
Ständchen var litlu skárra.
Aðrir söngvarar voru hins vegar
góðir. Egill Árni Pálsson var flott-
ur, bæði í Nichts og sem ítalski
söngvarinn í Rósariddaranum.
Rödd hans var glæsileg, framsetn-
ingin óheft og grípandi. Jóhanna
Héðinsdóttir söng sömuleiðis vel,
einnig Erla Björg Káradóttir. Þær
hafa báðar fallegar raddir og miðl-
uðu skáldskapnum í tónlistinni af
sannfærandi einlægni.
Píanóleikararnir Hrönn Þráins-
dóttir og Eva Þyrí Hilmarsdóttir
skiluðu sínum hlutverkum af stakri
prýði, en voru skemmtilega ólíkar.
Þær skiptu undirleikshlutverkun-
um á milli sín. Eva Þyrí lék sinn
part skýrt og örugglega, Hrönn var
mýkri og óljósari.
Tónleikarnir voru sviðsettir að
því leyti að Arnar Jónsson leikari
var í hlutverki tónskáldsins. Sveinn
Einarsson leikstýrði þessari hlið
tónleikanna; það var skemmtilegt.
Strauss gamli spjallaði við söngv-
arana um verkin sín, sem varpaði
ljósi á ævi hans og tónsmíðar og var
fróðlegt. Tónleikarnir fá plús fyrir
þetta. Gaman er þegar hið staðnaða
er brotið upp og gert lifandi. Það
gerist alltof sjaldan í heimi klass-
ískrar tónlistar. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir voru upp
og ofan, sumt var magnað, annað
ekki
Afhöggvinn hausinn
kysstur
MÖGNUÐ Bylgja Dís Gunnarsdóttir
söng af mikillri prýði á tónleikunum
Óp-hópsins í síðustu viku.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÆKUR ★★★ ★★
Nóttin langa
Stefán Máni
SÖGUR ÚTGÁFA
Nóttin langa er beint fram-
hald fyrstu unglingabók-
ar Stefáns Mána, Úlfs-
hjarta, sem kom út fyrir
tveimur árum. Hér held-
ur hann áfram að segja
sögu þeirra Alexanders
og Védísar, unga fólks-
ins sem er varúlfar í
Reykjavík samtímans
og eru nú bæði geng-
in til liðs við samtök
óvirkra varúlfa. En
þótt þau hafi með hjálp
samtakanna lært að hafa stjórn á
dýrinu innra með sér er ekki öllum
þeirra vandamálum lokið. Bæði
eiga þau í innri baráttu vegna ástar-
sambands þeirra og þróunar þess,
auk þess sem Védísi gengur illa að
falla inn í hóp óvirkra varúlfa þar
sem hún er eina konan í þeim sam-
tökum. Leikar æsast svo allveru-
lega þegar útsendarar Caput-hóps-
ins sem hefur það að markmiði að
útrýma öllum varúlfum á jörðinni,
birtast.
Eins og í fyrri bókinni leika sam-
tök óvirkra varúlfa og það þrettán
spora kerfi sem þau starfa eftir
stórt hlutverk í sögunni en hér er
áherslan meiri á persónu Védísar
og upplifanir hennar sem gefur
sögunni meiri vídd og dýpt enda
Védís kjarnorkukvendi sem gaman
er að kynnast nánar. Bara ill-
skiljan legt að hún skuli púkka upp
á roluna Alexander sem ekki virð-
ist hafa þroskast mikið á því að ná
böndum á úlfinum hið innra. Hann
er engu að síður mjög vel mótuð
persóna með kostum og löstum og
það sama á við um allar aðrar pers-
ónur sögunnar, nema þá helst hina
ógnvekjandi úkraínsku Shöshu
sem er ansi steríótýp-
ísk femme fatale.
Sagan er mjög vel
byggð og skrifuð, sam-
tölin til fyrirmyndar
og stígandi spennunnar
vel og vandlega hugsuð.
Dálítið undarlegt samt
að Caput-hópurinn virð-
ist enn vera fastur í hugs-
un og siðum miðalda, en
við höfum svo sem dæmi
um slíka hópa fyrir aug-
unum daglega í fréttum svo
það er óþarfa tittlingaskítur
að setja það fyrir sig. Átökin
milli hins gamla og hins nýja
eru hreyfiafl sögunnar. Og ekki
eingöngu átök óvirku varúlfanna
við hausahöggvarana í Caput, held-
ur átök Védísar við það að verða
fullorðin og takast á hendur nýja
ábyrgð og síðast en ekki síst átök
hinna óvirku við nýjan hóp varúlfa
sem gefa skít í sporakerfi og and-
lega uppbyggingu gömlu samtak-
anna og hyggjast takast á við dýrið
hið innra eftir allt öðrum leiðum.
Það verður spennandi að fylgjast
með þróun þeirra árekstra í næstu
bókum Stefáns Mána um varúlf-
ana því það er augljóst af niðurlagi
þessarar sögu að hann er hvergi
nærri hættur að glíma við þetta
söguefni.
Því ber að fagna.
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Öflugt framhald
Úlfshjarta þar sem persónurnar halda
áfram að dýpka og þróast og spennan
er keyrð í botn.
Drepum, dysjum, fyrirgefum
Norðurljósabræðingur 8. maí
Tónlistarstjóri: Samúel Jón Samúelsson
Norðurljósasal Hörpu | Kl. 21:00 | Miðasala á harpa.is og í 528 5050
JA VORS
PR
GJA
VORS
VORS
PREN
GJA
NGJA
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
ENGJ
A
VORS
PREN
GJA
VORS
PR
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
RENG
JA
VORS
PREN
GJA
VORS
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
SPREN
GJA
VORS
PREN
GJA
VOR
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
RSPR
ENGJ
A
VORS
PREN
GJA
VO
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
ORSP
RENG
JA
VORS
PREN
GJA
V
A
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJ
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
A
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
G
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
GJA
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
NGJA
VORS
PREN
GJA
VORS
PRE
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
ENGJ
A
VORS
PREN
GJA
VORS
PR
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
RENG
JA
VORS
PREN
GJA
VORS
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
SPREN
GJA
VORS
PREN
GJA
VOR
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
VORS
PREN
GJA
VO
VORS
PREN
GJA
ENGJ
A
V
PREN
GJA
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
B
-4
8
9
C
1
6
3
B
-4
7
6
0
1
6
3
B
-4
6
2
4
1
6
3
B
-4
4
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K